Spurningaþraut Illuga 1. nóvember 2024 – Hvaðan er þessi karl? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 1. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 1. nóvember 2024 – Hvaðan er þessi karl? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd Frá hvaða ríki kemur þessi karl?
Seinni myndHvað nefnist dýrið?

Almennar spurningar: 

  1. Í forsetakosningum í Bandaríkjunum er kosið um svonefnda kjörmenn. Hvaða ríki hefur flesta kjörmenn?
  2. Einu sinni hefur kona fengið flest atkvæði í forsetakosningum þar vestra. Hver var hún?
  3. Hvaða núverandi ríki kölluðu Rómverjar Gallíu?
  4. En hvaða ríki samsvaraði nokkurn veginn hinni rómversku Pannoníu?
  5. Hvað nefndist „grínflokkurinn“ sem bauð fram til Alþingis 1971?
  6. 1. nóvember var afmælisdagur manns sem lést fyrir fáum árum eftir að hafa lagt gjörva hönd á fjölbreytileg viðfangsefni og góðgerðarmál en skrifaði líka bókina Þar sem vegurinn endar. Hann hét ... hvað?
  7. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, átti stórafmæli fyrr á árinu. Hve gamall varð hann?
  8. Hver var sagður setja kíkinn fyrir blinda augað?
  9. Hvað heitir höfuðborg Víetnam?
  10. Hvað heitir stærsta fljótið sem fellur um Víetnam?
  11. Hvað hét gríska ástargyðjan?
  12. Ratí heitir önnur ástargyðja, víðfræg í ákveðnum trúarbrögðum og hikar víst ekki við að ganga hart fram í ástum. Hvaða trúarbrögðum tilheyrir Ratí?
  13. Í hvaða bardaga á Sturlungaöld varð mannfall mest, um hundrað manns?
  14. Hvar á Íslandi voru ættaróðul Sturlunga upphaflega?
  15. Hvaða þingmaður verður í efsta sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum?


Svör við myndaspurningum:
Sá tiltekni „græni kall“ sem prýðir fyrri myndina kemur upphaflega frá Austur-Þýskalandi. Þýskaland dugar ekki. Á seinni myndinni er greifingi (á ensku badger). 
Svör við almennum spurningum:
1.  Kalifornía.  —  2.  Hillary Clinton.  —  3.  Frakkland.  —  4.  Ungverjaland.  —  5.  Framboðsflokkurinn.  —  6.  Hrafn Jökulsson.  —  7.  Fertugur.  —  8.  Nelson flotaforingi.  —  9.  Hanoj.  —  10.  Mekong.  —  11.  Afródíta.  —  12.  Hindúisma.  —  13.  Hauganesbardaga.  —  14.  Í Dölunum.  —  15.  Þórhildur Sunna.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
1
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
5
ÚttektUm hvað er kosið?

Al­þjóða­mál valda fólki áhyggj­um en hreyfa senni­lega fá at­kvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.
Sigur Trump í höfn
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár