Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 1. nóvember 2024 – Hvaðan er þessi karl? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 1. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 1. nóvember 2024 – Hvaðan er þessi karl? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd Frá hvaða ríki kemur þessi karl?
Seinni myndHvað nefnist dýrið?

Almennar spurningar: 

  1. Í forsetakosningum í Bandaríkjunum er kosið um svonefnda kjörmenn. Hvaða ríki hefur flesta kjörmenn?
  2. Einu sinni hefur kona fengið flest atkvæði í forsetakosningum þar vestra. Hver var hún?
  3. Hvaða núverandi ríki kölluðu Rómverjar Gallíu?
  4. En hvaða ríki samsvaraði nokkurn veginn hinni rómversku Pannoníu?
  5. Hvað nefndist „grínflokkurinn“ sem bauð fram til Alþingis 1971?
  6. 1. nóvember var afmælisdagur manns sem lést fyrir fáum árum eftir að hafa lagt gjörva hönd á fjölbreytileg viðfangsefni og góðgerðarmál en skrifaði líka bókina Þar sem vegurinn endar. Hann hét ... hvað?
  7. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, átti stórafmæli fyrr á árinu. Hve gamall varð hann?
  8. Hver var sagður setja kíkinn fyrir blinda augað?
  9. Hvað heitir höfuðborg Víetnam?
  10. Hvað heitir stærsta fljótið sem fellur um Víetnam?
  11. Hvað hét gríska ástargyðjan?
  12. Ratí heitir önnur ástargyðja, víðfræg í ákveðnum trúarbrögðum og hikar víst ekki við að ganga hart fram í ástum. Hvaða trúarbrögðum tilheyrir Ratí?
  13. Í hvaða bardaga á Sturlungaöld varð mannfall mest, um hundrað manns?
  14. Hvar á Íslandi voru ættaróðul Sturlunga upphaflega?
  15. Hvaða þingmaður verður í efsta sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum?


Svör við myndaspurningum:
Sá tiltekni „græni kall“ sem prýðir fyrri myndina kemur upphaflega frá Austur-Þýskalandi. Þýskaland dugar ekki. Á seinni myndinni er greifingi (á ensku badger). 
Svör við almennum spurningum:
1.  Kalifornía.  —  2.  Hillary Clinton.  —  3.  Frakkland.  —  4.  Ungverjaland.  —  5.  Framboðsflokkurinn.  —  6.  Hrafn Jökulsson.  —  7.  Fertugur.  —  8.  Nelson flotaforingi.  —  9.  Hanoj.  —  10.  Mekong.  —  11.  Afródíta.  —  12.  Hindúisma.  —  13.  Hauganesbardaga.  —  14.  Í Dölunum.  —  15.  Þórhildur Sunna.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár