Lenya Rún Taha Karim, varaþingkona Pírata, stóð uppi sem afgerandi sigurvegari í prófkjöri Pírata sem lauk í gær. Hún fékk 1.094 atkvæði í heild og var eini frambjóðandinn sem fékk meira en þúsund atkvæði. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fékk 959 atkvæði en 49 atkvæði skildu þau að í baráttunni um oddvitasætið.
Prófkjörið var fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og munu Lenya og Björn Leví því leiða sitthvort kjördæmið.
Halldóra Mogensen, sem var oddviti í Reykjavík fyrir síðustu kosningar og vildi halda því sæti nú, fékk ekki nema 213 atkvæði í fyrsta sæti prófkjörsins og 173 í það annað. Hún bar þó sigur úr bítum í baráttunni við Andrés Inga Jónsson þingmann sem líka vildi leiða listann. Hann fékk 172 atkvæði í fyrsta sæti en 197 atkvæði í …
Athugasemdir (1)