Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Tekur upp á gamla mátann

Tón­listar­fólk víða að úr heim­in­um sæk­ir nú í aukn­um mæli í að taka upp tónlist í hljóð­ver­inu Studio Si­lo í Stöðv­ar­firði og feta með því með­al ann­ars í fót­spor hljóm­sveit­ar­inn­ar Hjálma og tón­listar­fólks­ins Ás­geirs Trausta og JF­DR. Í hljóð­ver­inu býðst fólki til dæm­is að taka upp beint á seg­ul­band.

Tekur upp á gamla mátann
Friður og náttúra heilla KK spilaði í opnunarpartýi hljóðvers hjónanna Vinny Woods og Unu Bjarkar Sigurðardóttur í Stöðvarfirði. Vinny segir að tónlistarfólkið sem taki upp tónlist hjá þeim sæki í rólegheitin og náttúruna.

Hjónin Vinny Woods og Una Björk Sigurðardóttir fluttu frá Írlandi til Stöðvarfjarðar fyrir 10 árum og settu í kjölfarið upp hljóðverið Studio Silo í Sköpunarmiðstöðinni þar í bæ. Fyrstu fimm árin eftir að þau fluttu austur fóru í undirbúning og smíði á hljóðverinu en frá opnun, eða síðastliðin fimm ár hefur starfsemin blómstrað og þykir eftirsóknarvert að taka upp plötur hjá þeim hjónum. Þau fengu sérstakan hönnuð við gerð hljóðversins á sínum tíma og í dag nota þau sjaldgæfa aðferð við upptökur.

Pökkuðu græjunum í gamlan bíl og óku af stað 

Vinny segir að fljótlega eftir að þau opnuðu hafi heimsfaraldur skollið á og í kjölfarið hafi tekið við rólegur tími. En hann segir að upp á síðkastið hafi verið nóg að gera og að þau uni sér vel í fámenninu fyrir austan.

„Við ákváðum að taka slaginn“
Vinny Woods
sem flutti ásamt Unu Björk Sigurðardóttur frá Írlandi til Íslands til að opna hljóðver í Stöðvarfirði

„Þetta byrjaði allt þannig að ég var að leita mér að stað eða staðsetningu þar sem ég gæti byggt alvöru hljóðver en ég hafði verið að reka hljóðver í bílskúrum og í húsinu mínu heima á Írlandi.

Við komumst í samband við fólk sem tengdist Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði sem buðu okkur að setja upp hljóðver þar og var fyrirkomulagið ansi aðlaðandi, þar sem við þurftum ekki að borga leigu og máttum taka allan þann tíma sem við þurftum til að setja þetta upp. Við ákváðum að taka slaginn, pökkuðum alls konar græjum í gamla Volkswageninn okkar og keyrðum af stað.“ segir Vinny og hlær.

Fluttu frá Írlandi til að opna hljóðver á ÍslandiVinny og Una Björk ákváðu að freista gæfunnar í Stöðvarfirði

Sennilega afskekktasta hljóðverið á Íslandi

Að sögn Vinny var það hljómsveitin Hjálmar sem reið á vaðið við að taka upp í hljóðverinu þeirra. Hann segir að það séu fleiri íslenskir tónlistarmenn sem nýti sér aðstöðuna fyrir austan en þó sé greinilegt að orðið um hljóðverið í afskekktum firði á Íslandi sé að breiðast út erlendis. „Ásgeir Trausti tók upp efni hérna hjá okkur og líka Jófríður, eða JFDR eins og hún kallar sig. Það er meira um íslenska listamenn hérna hjá okkur, en það er þó að aukast að erlend bönd bóki tíma hér í hljóðverinu. Julia Jacklin kom til dæmis hingað alla leið frá Ástralíu og við erum að taka á móti tveimur aðilum frá Bandaríkjunum fljótlega, Salami Rose Joe Louis og hljómsveitinni Flanafi. Erlendir aðilar geta fengið 25% af kostnaðinum við að hljóðrita tónlist á Íslandi endurgreiddan og það munar auðvitað um það og trekkir það að. Ég held að okkur hafi tekist að byggja upp fallegt hljóðver hér, verðlagningin okkar er sanngjörn, en ef við værum nær Reykjavík þá myndu mun fleiri koma til okkar.

Menn og málleysingjar njóta kyrrðarinnar Friður og ró er yfir og allt um kring í hljóðverinu í Stöðvarfirði.

En þau sem koma, þau eru að sækjast í rólegheitin, náttúruna og að vera afskekkt í einhvern tíma, þetta er jú sennilega afskekktasta hljóðverið hér á landi. Maður finnur það líka á þeim sem eru í gestavinnustofunni hérna í Sköpunarmiðstöðinni, þau sækjast líka í þessa sömu þætti,“ segir Vinny. 

Vilja halda fleiri tónleika 

Vinny er sjálfur afar hrifinn af kyrrðinni fyrir austan. Hann segist í raun aldrei hafa búið í borg, ekki heldur heima á Írlandi og því hafi aðlögunin í Stöðvarfirði verið auðveldari. Gestavinnustofan sem Vinny minnist á er á vegum Sköpunarmiðstöðvarinnar og er einnig vinsæl.

„Greinilegt að orðið um hljóðverið í afskekktum firði á Íslandi sé að breiðast út erlendis“

Bæði Studio Silo og Sköpunarmiðstöðin hafa fengið styrki í gegnum tíðina til að starfsemin geti staðið undir kostnaði og segir Vinny það afar nauðsynlegt fyrir starfsemina, sér í lagi fyrir Sköpunarmiðstöðina, sem sé ekki rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að fjölmargir listamenn komi ár hvert í gestavinnustofuna og að þau sem hafi áhuga og þekkingu á hljóðfærum geti nýtt sér aðstöðuna í hljóðverinu. „Stundum eru yfir tíu listamenn í einu sem dvelja hér í allt að mánuð í senn og þau geta fengið að nota hljóðverið, það myndast hér mjög skemmtileg samvinna. Stundum höfum við tónleika hérna hjá okkur, þetta er stórt og mikið rými, Sköpunarmiðstöðin, yfir 3000 fermetrar, og hér er tónleikasalur. Það hefur reyndar farið lítið fyrir því að undanförnu, en það er þó eitthvað sem við myndum vilja gera meira af.

Góð gamaldags aðferð 

Vinny segir að fólk sækist mest í að taka beint upp á segulband í hljóðverinu. Þetta er aðferð sem er ekki mikið notuð í dag, þetta er gamaldags aðferð, en við bjóðum upp á þetta og fjölmargir listamenn vilja fá efni sitt svona, í stað þess að upptakan fari bara beint inn á tölvu. Svo erum við líka með aðstöðu til að setja efnið strax á plötu. Við getum búið til um 20 til 30 eintök af plötum hérna hjá okkur með tæki sem við smíðuðum sjálf og það er líka eitthvað sem fólk sækist í. Við gerðum þetta til að mynda fyrir Julie Jacklund og vakti það mikla lukku, enda er það sérstök upplifun að fá plöturnar bara strax frá sama stað og þú tókst efnið upp. Þannig að það er þetta tvennt, segulbandið og plötugerðin sem er eitthvað sem gerir okkur nokkuð einstök, svo ekki sé minnst á náttúrufegurðina og kyrrðina hér allt í kring,“ segir Vinny stoltur að lokum.

Umfjöllunin er unnin í samstafi við Úr Vör 

 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár