Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mistök ástæða bilunar Nesjavallavirkjunar

Nesja­valla­virkj­un er að eld­ast og und­an­far­ið hafa stað­ið yf­ir mikl­ar og flókn­ar end­ur­bæt­ur á stjórn­kerf­um henn­ar. Við þá vinnu voru gerð mis­tök sem urðu til þess að virkj­un­inni sló út og fram­leiðsl­an lá niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir.

Mistök ástæða bilunar Nesjavallavirkjunar
Öldungur Nesjavallavirkjun var reist í lok níunda áratugar síðustu aldar. Hún á mikið inni en þarfnast viðhalds. Mynd: Guide to Iceland

 Bilun sem varð í Nesjavallavirkjun að morgni 9. október má rekja til mistaka að sögn Lilju Bjarkar Hauksdóttur, samskiptastýru Orku náttúrunnar. Útleysing varð á öllum þremur vélum virkjunarinnar og lá framleiðsla hennar á rafmagni og heitu vatni niðri þar til síðdegis sama dag.  

„Virkjunin er að eldast og undanfarið hafa staðið yfir miklar og flóknar endurbætur á stjórnkerfum hennar til að tryggja öruggan og stöðugan rekstur til framtíðar,“ skrifar Lilja í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. „Greining á orsökum bilunarinnar hefur leitt í ljós að upphaf hennar megi rekja til vinnu við endurnýjun varnarbúnaðar, þar sem mistök voru gerð í undirbúningi verksins við að tryggja möguleg áhrif á rekstur.“ Í kjölfarið hefur að sögn Lilju staðið yfir vinna við endurskoðun á verkferlum og verklagi til þess að tryggja að sambærilegt atvik komi ekki upp í framtíðinni. 

Er bilunin varð þann 9. október varð að grípa til skerðinga á raforku hjá notendum sem eru með skerðanlega samninga við Orku náttúrunnar. Það þýddi t.d. að sundlaugum var lokað. Allir voru hvattir til að spara heita vatnið.  

1.640 lítrar af heitu vatni á sekúndu

Framkvæmdir við Nesjavallavirkjun hófust árið 1987 en orkuverið var formlega tekið í notkun 29. september 1990.

Virkjunin er norðan við Hengilinn og framleiðir heitt vatn og rafmagn. Hún getur framleitt allt að 300 MW í varmaorku sem eru um 1.640 l/sek af heitu vatni og allt að 120 MW af rafmagni. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár