Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mistök ástæða bilunar Nesjavallavirkjunar

Nesja­valla­virkj­un er að eld­ast og und­an­far­ið hafa stað­ið yf­ir mikl­ar og flókn­ar end­ur­bæt­ur á stjórn­kerf­um henn­ar. Við þá vinnu voru gerð mis­tök sem urðu til þess að virkj­un­inni sló út og fram­leiðsl­an lá niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir.

Mistök ástæða bilunar Nesjavallavirkjunar
Öldungur Nesjavallavirkjun var reist í lok níunda áratugar síðustu aldar. Hún á mikið inni en þarfnast viðhalds. Mynd: Guide to Iceland

 Bilun sem varð í Nesjavallavirkjun að morgni 9. október má rekja til mistaka að sögn Lilju Bjarkar Hauksdóttur, samskiptastýru Orku náttúrunnar. Útleysing varð á öllum þremur vélum virkjunarinnar og lá framleiðsla hennar á rafmagni og heitu vatni niðri þar til síðdegis sama dag.  

„Virkjunin er að eldast og undanfarið hafa staðið yfir miklar og flóknar endurbætur á stjórnkerfum hennar til að tryggja öruggan og stöðugan rekstur til framtíðar,“ skrifar Lilja í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. „Greining á orsökum bilunarinnar hefur leitt í ljós að upphaf hennar megi rekja til vinnu við endurnýjun varnarbúnaðar, þar sem mistök voru gerð í undirbúningi verksins við að tryggja möguleg áhrif á rekstur.“ Í kjölfarið hefur að sögn Lilju staðið yfir vinna við endurskoðun á verkferlum og verklagi til þess að tryggja að sambærilegt atvik komi ekki upp í framtíðinni. 

Er bilunin varð þann 9. október varð að grípa til skerðinga á raforku hjá notendum sem eru með skerðanlega samninga við Orku náttúrunnar. Það þýddi t.d. að sundlaugum var lokað. Allir voru hvattir til að spara heita vatnið.  

1.640 lítrar af heitu vatni á sekúndu

Framkvæmdir við Nesjavallavirkjun hófust árið 1987 en orkuverið var formlega tekið í notkun 29. september 1990.

Virkjunin er norðan við Hengilinn og framleiðir heitt vatn og rafmagn. Hún getur framleitt allt að 300 MW í varmaorku sem eru um 1.640 l/sek af heitu vatni og allt að 120 MW af rafmagni. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár