Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Mistök ástæða bilunar Nesjavallavirkjunar

Nesja­valla­virkj­un er að eld­ast og und­an­far­ið hafa stað­ið yf­ir mikl­ar og flókn­ar end­ur­bæt­ur á stjórn­kerf­um henn­ar. Við þá vinnu voru gerð mis­tök sem urðu til þess að virkj­un­inni sló út og fram­leiðsl­an lá niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir.

Mistök ástæða bilunar Nesjavallavirkjunar
Öldungur Nesjavallavirkjun var reist í lok níunda áratugar síðustu aldar. Hún á mikið inni en þarfnast viðhalds. Mynd: Guide to Iceland

 Bilun sem varð í Nesjavallavirkjun að morgni 9. október má rekja til mistaka að sögn Lilju Bjarkar Hauksdóttur, samskiptastýru Orku náttúrunnar. Útleysing varð á öllum þremur vélum virkjunarinnar og lá framleiðsla hennar á rafmagni og heitu vatni niðri þar til síðdegis sama dag.  

„Virkjunin er að eldast og undanfarið hafa staðið yfir miklar og flóknar endurbætur á stjórnkerfum hennar til að tryggja öruggan og stöðugan rekstur til framtíðar,“ skrifar Lilja í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. „Greining á orsökum bilunarinnar hefur leitt í ljós að upphaf hennar megi rekja til vinnu við endurnýjun varnarbúnaðar, þar sem mistök voru gerð í undirbúningi verksins við að tryggja möguleg áhrif á rekstur.“ Í kjölfarið hefur að sögn Lilju staðið yfir vinna við endurskoðun á verkferlum og verklagi til þess að tryggja að sambærilegt atvik komi ekki upp í framtíðinni. 

Er bilunin varð þann 9. október varð að grípa til skerðinga á raforku hjá notendum sem eru með skerðanlega samninga við Orku náttúrunnar. Það þýddi t.d. að sundlaugum var lokað. Allir voru hvattir til að spara heita vatnið.  

1.640 lítrar af heitu vatni á sekúndu

Framkvæmdir við Nesjavallavirkjun hófust árið 1987 en orkuverið var formlega tekið í notkun 29. september 1990.

Virkjunin er norðan við Hengilinn og framleiðir heitt vatn og rafmagn. Hún getur framleitt allt að 300 MW í varmaorku sem eru um 1.640 l/sek af heitu vatni og allt að 120 MW af rafmagni. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár