Þrátt fyrir að fráfarandi ríkisstjórn hafi tekist að ljúka afgreiðslu þriðja áfanga rammaáætlunar, um sex árum eftir að hann kom fyrst fram og þremur stjórnum hafði mistekist það verk, er það afgreiðsla þess fjórða sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt eina helstu ástæðu stjórnarslitanna. Þó eru aðeins örfáir mánuðir liðnir síðan að verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði tillögum að flokkun virkjunarkosta til ráðherra. Og enn styttra síðan Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fram í ríkisstjórn tillögu til þingsályktunar, byggða á skýrslu verkefnisstjórnarinnar.
„Nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundinum á sunnudag er hann kunngjörði ákvörðun sína um að slíta stjórnarsamstarfinu. „Það er fyrir mér algjörlega óboðlegt og ég hef langa reynslu af því að ræða við Vinstri græna um framtíðarsýn varðandi orkuöflun og nýtingu og uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi …
Athugasemdir