Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Börn í bíó! – og líka fullorðnir ...

Börn geta hugs­að sér gott til glóð­ar­inn­ar því nú er ekki bara hrekkju­vak­an fram und­an held­ur líka Al­þjóð­lega barna­kvik­mynda­há­tíð­in í Bíó Para­dís. Há­tíð­in fer fram dag­ana 26. októ­ber til 3. nóv­em­ber og þar verð­ur held­ur bet­ur fjör. Og auð­vit­að líka fyr­ir full­orðna!

Börn í bíó! – og líka fullorðnir ...
Bíó Paradís er heimili kvikmyndanna – og þar með áhorfenda. Bæði heimili fyrir börn og fullorðna. Mynd: Bára Huld Beck

Börn og unglingar geta valið úr alþjóðlegum verðlaunamyndum, skellt sér á spennandi námskeið og stigið inn í göldrótta veröld bíómynda – í Bíó Paradís. Veröld sem opnar heiminn en verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Í ár er þema hátíðarinnar teiknimyndagerð eða animation. Opnunarmyndin er ævintýramyndin Kisi en hún fjallar um hinn einmana kisa sem finnur skjól á báti eftir flóð, þar búa alls konar dýr og hefst þar með ferð þar sem samvinna dýranna skiptir sköpum. Myndin vann áhorfendaverðlun á Annecy-teiknimyndahátíðinni 2024. Hún er án tals og er við hæfi níu ára barna og eldri.

Opnunarmyndin KisiMynd úr kvikmyndinni Kisi sem opnar kvikmyndahátíð barnanna.

Jólamynd fyrir yngri börnin

Yngri börn geta m.a. hlakkað til að sjá jólamynd. En frumsýnd verður myndin Jólaævintýri dýranna – sem byrjar svo í almennum sýningum þann 27. nóvember. Hún er talsett á íslensku og er ævintýri um norðurslóðir. Jólatöfrar fléttast saman við fimm hugljúfar sögur eftir fimm konur sem eru allar evrópskir leikstjórar.

Dýrin, jólin og börnin! Jólaævintýri dýranna er mynd fyrir yngri börn.

Námskeið fyrir krakka

Þá geta m.a. börn á aldrinum 8–10 ára skellt sér á námskeið í skapandi teiknimyndagerð hjá Unu Lorenen, leikstjóra og listamanni. Og stelpum á aldrinum 10–12 ára er bent á námskeiðið Stelpur leika! Þar verður farið í saumana á hvernig á að undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur og leika í kvikmynd. Vigfús Þormar Gunnarsson leiðbeinir, en hann er séræfður í leikaravali fyrir kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar.

Veglega dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Bíó Paradís. Nánar tiltekið á: https://bioparadis.is/vidburdir/barnakvikmyndahatid-2024/

Kvikmyndafræðsla fyrir grunnskóla

Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin og Bíó Paradís standa einnig fyrir kvikmyndafræðslu fyirr grunnskóla. Því verður jafnframt boðið upp á skólasýningar á verðlaunamyndum fyrir börn og unglinga. Boðinu er beint til allra grunnskóla á landsbyggðinni í samstarfi við List fyrir alla. Rafrænt kennsluefni fylgir myndunum en það gerði kvikmyndafræðingurinn Oddný Sen sem séð hefur um kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís. Myndirnar verður hægt að sjá á Heimabíó Paradís, en þar verður að finna hlekk á rafrænt kennsluefni frá 30. október–1. nóvember 2024. 

Þá verður einnig boðið upp á skólasýningar fyrir börn og ungmenni á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar geta endurgjaldslaust pantað sæti fyrir bekkinn sinn á skólasýningarnar með skráningu í tölvupósti á netfangið: lisa@bioparadis.is En þar þarf að gefa upp nafn og netfang kennara, fjölda nemenda og aldur þeirra – fyrir 21. október.

Stanslaus hátíð fyrir fullorðna!

Fullorðnir geta líka reimað á sig bíóskóna og búið sig undir fjörmikla dagskrá í Bíó Paradís í haust, bæði bíómyndir og heimildamyndir. Að vanda verða fastir viðburðir eins og Föstudagspartísýningar  og Svartir sunnudagar og Bíótekið og Miðvikudagsbíó – svo stiklað sé á stóru. En það verður líka boðið upp á nýjan dagskrárlið sem kallast: Kvöldstund með … Þá geta bíógestir hitt þekkta kvikmyndagerðarmenn, innlenda og erlenda, á sýningum eða frumsýningum mynda.

Strax núna 31. október mætir danska leikkonan Trine Dyrholm á næstu kvöldstund, en hún leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni sem sýnd verður fyrir spjallið og heitir Stúlkan með nálina eftir Magnus von Horn. Þess má geta að hún dvelur nú hér á landi við tökur á þáttaröðinni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

Svo nú er bara að fá sér popp & kók eða bjór & popp – týna sér í bíó og hitta sálufélaga sína. Jafnvel lenda á séns í fordyrinu – ef þú ert á lausu og fullorðinn áhorfandi á seiðandi kvöldsýningu. Já, eða bara ein/einn að hanga á sunnudegi í rómantík bíóveraldarinnar ! Og ... ! Kannski má bara búa til barn eftir bíóið og fara síðan með það á kvikmyndahátíð fyrir börn – og njóta þess að vera krakki að uppgötva veröldina. Í veröld kvikmyndanna getur jú allt gerst.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár