Börn í bíó! – og líka fullorðnir ...

Börn geta hugs­að sér gott til glóð­ar­inn­ar því nú er ekki bara hrekkju­vak­an fram und­an held­ur líka Al­þjóð­lega barna­kvik­mynda­há­tíð­in í Bíó Para­dís. Há­tíð­in fer fram dag­ana 26. októ­ber til 3. nóv­em­ber og þar verð­ur held­ur bet­ur fjör. Og auð­vit­að líka fyr­ir full­orðna!

Börn í bíó! – og líka fullorðnir ...
Bíó Paradís er heimili kvikmyndanna – og þar með áhorfenda. Bæði heimili fyrir börn og fullorðna. Mynd: Bára Huld Beck

Börn og unglingar geta valið úr alþjóðlegum verðlaunamyndum, skellt sér á spennandi námskeið og stigið inn í göldrótta veröld bíómynda – í Bíó Paradís. Veröld sem opnar heiminn en verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Í ár er þema hátíðarinnar teiknimyndagerð eða animation. Opnunarmyndin er ævintýramyndin Kisi en hún fjallar um hinn einmana kisa sem finnur skjól á báti eftir flóð, þar búa alls konar dýr og hefst þar með ferð þar sem samvinna dýranna skiptir sköpum. Myndin vann áhorfendaverðlun á Annecy-teiknimyndahátíðinni 2024. Hún er án tals og er við hæfi níu ára barna og eldri.

Opnunarmyndin KisiMynd úr kvikmyndinni Kisi sem opnar kvikmyndahátíð barnanna.

Jólamynd fyrir yngri börnin

Yngri börn geta m.a. hlakkað til að sjá jólamynd. En frumsýnd verður myndin Jólaævintýri dýranna – sem byrjar svo í almennum sýningum þann 27. nóvember. Hún er talsett á íslensku og er ævintýri um norðurslóðir. Jólatöfrar fléttast saman við fimm hugljúfar sögur eftir fimm konur sem eru allar evrópskir leikstjórar.

Dýrin, jólin og börnin! Jólaævintýri dýranna er mynd fyrir yngri börn.

Námskeið fyrir krakka

Þá geta m.a. börn á aldrinum 8–10 ára skellt sér á námskeið í skapandi teiknimyndagerð hjá Unu Lorenen, leikstjóra og listamanni. Og stelpum á aldrinum 10–12 ára er bent á námskeiðið Stelpur leika! Þar verður farið í saumana á hvernig á að undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur og leika í kvikmynd. Vigfús Þormar Gunnarsson leiðbeinir, en hann er séræfður í leikaravali fyrir kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar.

Veglega dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Bíó Paradís. Nánar tiltekið á: https://bioparadis.is/vidburdir/barnakvikmyndahatid-2024/

Kvikmyndafræðsla fyrir grunnskóla

Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin og Bíó Paradís standa einnig fyrir kvikmyndafræðslu fyirr grunnskóla. Því verður jafnframt boðið upp á skólasýningar á verðlaunamyndum fyrir börn og unglinga. Boðinu er beint til allra grunnskóla á landsbyggðinni í samstarfi við List fyrir alla. Rafrænt kennsluefni fylgir myndunum en það gerði kvikmyndafræðingurinn Oddný Sen sem séð hefur um kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís. Myndirnar verður hægt að sjá á Heimabíó Paradís, en þar verður að finna hlekk á rafrænt kennsluefni frá 30. október–1. nóvember 2024. 

Þá verður einnig boðið upp á skólasýningar fyrir börn og ungmenni á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar geta endurgjaldslaust pantað sæti fyrir bekkinn sinn á skólasýningarnar með skráningu í tölvupósti á netfangið: lisa@bioparadis.is En þar þarf að gefa upp nafn og netfang kennara, fjölda nemenda og aldur þeirra – fyrir 21. október.

Stanslaus hátíð fyrir fullorðna!

Fullorðnir geta líka reimað á sig bíóskóna og búið sig undir fjörmikla dagskrá í Bíó Paradís í haust, bæði bíómyndir og heimildamyndir. Að vanda verða fastir viðburðir eins og Föstudagspartísýningar  og Svartir sunnudagar og Bíótekið og Miðvikudagsbíó – svo stiklað sé á stóru. En það verður líka boðið upp á nýjan dagskrárlið sem kallast: Kvöldstund með … Þá geta bíógestir hitt þekkta kvikmyndagerðarmenn, innlenda og erlenda, á sýningum eða frumsýningum mynda.

Strax núna 31. október mætir danska leikkonan Trine Dyrholm á næstu kvöldstund, en hún leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni sem sýnd verður fyrir spjallið og heitir Stúlkan með nálina eftir Magnus von Horn. Þess má geta að hún dvelur nú hér á landi við tökur á þáttaröðinni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

Svo nú er bara að fá sér popp & kók eða bjór & popp – týna sér í bíó og hitta sálufélaga sína. Jafnvel lenda á séns í fordyrinu – ef þú ert á lausu og fullorðinn áhorfandi á seiðandi kvöldsýningu. Já, eða bara ein/einn að hanga á sunnudegi í rómantík bíóveraldarinnar ! Og ... ! Kannski má bara búa til barn eftir bíóið og fara síðan með það á kvikmyndahátíð fyrir börn – og njóta þess að vera krakki að uppgötva veröldina. Í veröld kvikmyndanna getur jú allt gerst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ágreiningurinn um útlendingamáin
4
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum
5
FréttirAlþingiskosningar 2024

Lenya Rún efst í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um

Lenya Rún var efst í próf­kjöri Pírata sem var sam­eig­in­legt fyr­ir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in og leið­ir hún því ann­an lista flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar. Fyr­ir neð­an hana í próf­kjör­inu voru þrír sitj­andi þing­menn flokks­ins og tveir borg­ar­full­trú­ar. Ugla Stef­an­ía leið­ir list­ann í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
4
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár