Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi á undanförnum árum. Heimsfaraldur, náttúruhamfarir og önnur áföll hafa haft töluverð áhrif á efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Efnahagsástandið hefur lagst misjafnlega á herðar landsmanna eftir stétt og stöðu sem hefur leitt af sér ólgu í samfélaginu. Þá er einnig uppi mikið óvissuástand á vettvangi stjórnmálanna eftir að forsætisráðherra tilkynnti nýverið um stjórnarslit.
Á slíkum umrótatímum velta margir fyrir sér hvað fór úrskeiðis og hvernig megi best leysa þær áskoranir sem standa frammi fyrir samfélaginu hverju sinni. Á þessum tímum leiðir fólk gjarnan hugann að fyrri krepputímum. Fjármálahrunið 2008 er gjarnan rifjað upp í þessu samhengi.
Hægt er þó að hverfa lengra aftur í tímann til þess að skoða erfiðleikatíma sem Íslendingar hafa gengið í gegnum og draga af því mikinn lærdóm. Út er komin bók, Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi, sem gefur lesendum skýra mynd af lífsháttum og félagsgerð …
Athugasemdir