Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra komi ekki til með að ná að slá vopnin úr höndum Miðflokksins með því að slíta stjórnarsamstarfinu og stefna að kosningum innan fárra vikna.
„Neineinei, það held ég ekki,“ sagði Sigmundur við blaðamann Heimildarinnar og fleiri miðla fyrir utan skrifstofu forseta Íslands við Sóleyjargötu í dag, þar sem Sigmundur sagðist hafa átt „ljómandi gott spjall“ við forsetann um þá stöðu sem er uppi í stjórnmálunum.
Sigmundur segir að það væri „skrítið“ ef Bjarni næði með þessu pólitíska útspili sínu að rífa fylgi aftur til Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar, en flestum sem rýna í stöðuna í stjórnmálum þykir augljóst að fylgi Miðflokksins hafi streymt til Sjálfstæðisflokks á undanförnum mánuðum.
Í rökstuðningi sínum vísar Sigmundur Davíð til þess að þrátt fyrir allt hafi ríkisstjórnin setið í sjö ár og „þó að það sé nú …
Athugasemdir (2)