„Við höfum ekki átt neinn fund frekar en ég geri svona frekar ráð fyrir því,“ sagði Bjarni við fjölmiðla á tröppum Bessastaða. „Það sem við erum í raun og veru að gera er að stytta kjörtímabilið hressilega.“
Bjarni sagðist þegar hafa talað við Höllu Tómasdóttur forseta um þingrofsbeiðnina. „Hún hefur tjáð mér að hún vilji meta stöðuna. Ég geri ekkert athugasemdir við það,“ sagði Bjarni.
Í huga Bjarna er það samt formsatriði. „Það getur hins vegar haft talsverð áhrif hvort þessum formsatriðum líkur á morgun eða miðvikudaginn, og getur haft áhrif á það hvort kosið verði 23. eða 30. nóvember.“
Hann á ekki von á öðru en að Halla fallist á þingrof.
„Já ég tel öll rök hníga að því og það væri afar óvenjulegt ef það myndi ekki ganga eftir,“ sagði hann áður en hann gekk á fund forseta.
Nema stundum er það auðvitað bara formsatriði.