Leikárið er hafið!
Í raun lauk því aldrei almennilega því af nægu var að taka í sumar. Listahátíð í Reykjavík var haldin með pomp og prakt, Reykjavík Fringe Festival hélt áfram sinni siglingu og stækkar með hverju ári, einleikjahátíðin Act Alone var á sínum stað á Suðureyri og hópur ungs sviðslistafólks undir nafninu Afturámóti tók yfir einn sal í Háskólabíói vopnuð metnaðarfullri dagskrá.
Úti í heimi sló íslenskt sviðslistafólk líka um sig. Leikstjóranum Þorvaldi Erni Arnarssyni hlotnaðist sá heiður að leikstýra opnunarsýningunni á Bayreuth-hátíðinni í Þýskalandi, einni virtustu óperuhátíð heims, þar sem óperusöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarsson fór með hlutverk Kurwenal í Tristan og Ísól eftir Richard Wagner. Í Finnlandi voru tvær frumsýningar af íslenskum uppruna í september. Kristín Hallveig Eiríksdóttir leikstýrði sviðsverkinu Förlorarna í Abo Svenska Teater og Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson var frumsýnt í KOM leikhúsinu í Helsinki.
Krafturinn í íslensku sviðslistafólki er ótrúlegur, jafnvel þegar …
Athugasemdir