Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimildin mælist mest lesna blaðið hjá háskólamenntuðum konum

Lest­ur á Heim­ild­inni jókst eft­ir brott­hvarf Frétta­blaðs­ins og breyt­ingu í viku­blað. Hún er nú mest les­in allra prent­miðla í til­tekn­um hóp­um, en elsta fólk­ið les mun frem­ur Morg­un­blað­ið.

Heimildin mælist mest lesna blaðið hjá háskólamenntuðum konum
Heimildin Varð til við samruna Stundarinnar og Kjarnans í byrjun árs í fyrra, en áður gaf Stundin út blað tvisvar í mánuði. Mynd: Heimildin / Golli

Í nýrri prentmiðlakönnun Gallups sem kom út í dag er staðfest að Heimildin hefur sérstaka styrkleika í lestri hjá konum, yngra fólki, háskólamenntuðum, tekjuháum og höfuðborgarbúum.

Þrátt fyrir að lestur prentmiðla hafi í heildina minnkað á síðustu tveimur áratugum hefur lestur Heimildarinnar til lengri tíma aukist frá því henni var breytt í vikublað í apríl í fyrra eftir að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt.

Heimildin hefur þannig náð að verða leiðandi í lestri hjá tilteknum hópum. Hún mælist mest lesni prentmiðillinn á landinu hjá háskólamenntuðum konum (18,1%), en munurinn er afgerandi þegar litið er eingöngu til Reykjavíkur (21,2%) eða höfuðborgarsvæðisins alls (20,3%). 

Heimildin mælist með 14,7% lestur á landsvísu að meðaltali á þriðja ársfjórðungi 2024, en landfræðilega er mestur er lestur hennar í Reykjavík norður, þar sem hún er mest lesin allra prentmiðla.

Á heimilum yngra fólks mælist Heimildin sterk. Í aldurshópnum 30 til 50 ára í Reykjavík (18,7%) og á höfuðborgarsvæðinu öllu (14,2%) lesa fleiri Heimildina en nokkurn annan prentmiðil.

Helst skilur á milli prentmiðla í lestri hjá elsta aldurshópnum, frá 60 til 80 ára, en þar mælist Morgunblaðið (42,2%) töluvert hærra í lestrarmælingu en Heimildin (24,9%). Lestur Morgunblaðsins jókst heilt yfir eftir að Fréttablaðið hætti útgáfu en hann er nú sá sami og árið 2020, eftir skart fall í lestri fram að þeim tíma. Lestur Heimildarinnar hefur sveiflast frá 13,8 til 15,6% frá 2023.

Neysla á fjölmiðlum hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu árin samhliða tilkomu fleiri miðla. Áhorf á línulega sjónvarpsdagskrá í heiminum hefur ekki síður lækkað en lestur prentmiðla. Nú horfa um 24% landsmanna á sjónvarpsfréttir RÚV og liðlega 16% á veðurfréttir.


Fyrirvari um hagsmuni: Í greininni er fjallað um Heimildina.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár