Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimildin mælist mest lesna blaðið hjá háskólamenntuðum konum

Lest­ur á Heim­ild­inni jókst eft­ir brott­hvarf Frétta­blaðs­ins og breyt­ingu í viku­blað. Hún er nú mest les­in allra prent­miðla í til­tekn­um hóp­um, en elsta fólk­ið les mun frem­ur Morg­un­blað­ið.

Heimildin mælist mest lesna blaðið hjá háskólamenntuðum konum
Heimildin Varð til við samruna Stundarinnar og Kjarnans í byrjun árs í fyrra, en áður gaf Stundin út blað tvisvar í mánuði. Mynd: Heimildin / Golli

Í nýrri prentmiðlakönnun Gallups sem kom út í dag er staðfest að Heimildin hefur sérstaka styrkleika í lestri hjá konum, yngra fólki, háskólamenntuðum, tekjuháum og höfuðborgarbúum.

Þrátt fyrir að lestur prentmiðla hafi í heildina minnkað á síðustu tveimur áratugum hefur lestur Heimildarinnar til lengri tíma aukist frá því henni var breytt í vikublað í apríl í fyrra eftir að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt.

Heimildin hefur þannig náð að verða leiðandi í lestri hjá tilteknum hópum. Hún mælist mest lesni prentmiðillinn á landinu hjá háskólamenntuðum konum (18,1%), en munurinn er afgerandi þegar litið er eingöngu til Reykjavíkur (21,2%) eða höfuðborgarsvæðisins alls (20,3%). 

Heimildin mælist með 14,7% lestur á landsvísu að meðaltali á þriðja ársfjórðungi 2024, en landfræðilega er mestur er lestur hennar í Reykjavík norður, þar sem hún er mest lesin allra prentmiðla.

Á heimilum yngra fólks mælist Heimildin sterk. Í aldurshópnum 30 til 50 ára í Reykjavík (18,7%) og á höfuðborgarsvæðinu öllu (14,2%) lesa fleiri Heimildina en nokkurn annan prentmiðil.

Helst skilur á milli prentmiðla í lestri hjá elsta aldurshópnum, frá 60 til 80 ára, en þar mælist Morgunblaðið (42,2%) töluvert hærra í lestrarmælingu en Heimildin (24,9%). Lestur Morgunblaðsins jókst heilt yfir eftir að Fréttablaðið hætti útgáfu en hann er nú sá sami og árið 2020, eftir skart fall í lestri fram að þeim tíma. Lestur Heimildarinnar hefur sveiflast frá 13,8 til 15,6% frá 2023.

Neysla á fjölmiðlum hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu árin samhliða tilkomu fleiri miðla. Áhorf á línulega sjónvarpsdagskrá í heiminum hefur ekki síður lækkað en lestur prentmiðla. Nú horfa um 24% landsmanna á sjónvarpsfréttir RÚV og liðlega 16% á veðurfréttir.


Fyrirvari um hagsmuni: Í greininni er fjallað um Heimildina.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár