Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Utanríkismál hafi færst í forgrunn

Við eig­um að beita okk­ur fyr­ir við­skipta­þving­un­um á Ísra­el af „þunga og al­vöru“ seg­ir formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún seg­ir það hafa tek­ið á að fylgj­ast með hörm­ung­um á Gaza und­an­far­ið ár.

Utanríkismál hafi færst í forgrunn
Palestína Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þetta hefur tekið á, að fylgjast með þessu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, um liðið ár á Gaza. „Auðvitað eru einhverjir sérfræðingar í alþjóðamálum sem hefðu getað séð fyrir hluta af afleiðingum árásarinnar 7. október og að þetta hefði getað stigmagnast með þessum hætti, en ég tel að fæstir hafi talið að við yrðum í þessari stöðu eftir ár. Við erum að horfa upp á miklu stærri þróun og áhrif á svæðið allt í kjölfarið á þessu,“ segir hún.

Aðspurð segir hún að þróun mála hafi „tvímælalaust“ haft áhrif á stjórnmálin á Íslandi. „Þótt við séum fjarri þessum hörmungum og margir upplifi máttleysi og við sjáum fréttir af linnulausum árásum og afleiðingum þeirra, þá erum við minnt á mikilvægi þess að við beitum áhrifum okkar og rödd á alþjóðasviðinu,“ segir Kristrún. Það skipti máli hvernig Ísland gangi fram á alþjóðasviðinu, eins og áhrif viðurkenningar landsins á sjálfstæði Eystrasaltslandanna sanni. 

„Utanríkismál …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórn­mál­un­um“

Bæj­ar­stjór­inn Gunn­ar Ax­el Ax­els­son, sem var sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­an­um fyr­ir nokkr­um ár­um, seg­ist telja að stjórn­mála­menn þori ekki að segja hug sinn all­an um mál­efni Palestínu af ótta við ásak­an­ir um gyð­inga­hat­ur. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Magnea Marinós­dótt­ir hef­ur ver­ið köll­uð talskona Ham­as, þeg­ar hún ræð­ir um ára­tuga­lang­an að­drag­and­ann að 7. októ­ber 2023 í fjöl­miðl­um. Það kæfi um­ræð­una.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár