Kaware-fjölskyldan bjó í sex mánuði við stríðsástand í Palestínu. Öll nema hinn fimmtán ára gamli Yazan sem komst hingað til lands með frændum sínum áður en Ísraelsher fór að ráðast á Gaza-svæðið af fullum krafti eftir innrás Hamas í Ísrael 7. október síðastliðinn.
„Það skiptir ekki máli hvað ég segi um Gaza, það er ómögulegt að lýsa hörmungunum sem hafa átt sér stað þar og eiga sér enn stað,“ segir fjölskyldufaðirinn Asad Kaware sem nú er kominn hingað til lands ásamt eiginkonu sinni og börnum þeirra. Þau komust hingað eftir að Yazan fékk samþykkta hælisumsókn sína í janúar síðastliðnum.
Mánuði áður hafði hans og frænda hans beðið brottvísun en henni var afstýrt. Nú hefur fjölskyldan búið hér sameinuð síðan í apríl.
Spurður hvernig það sé að hafa endurheimt fjölskyldu sína frá Gaza segir Yazan að það sé …
Athugasemdir