Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Hann er of langt í burtu frá mér“

„Mér líð­ur mjög vel í hjart­anu. Þau eru glöð á hverj­um degi og verða alltaf betri eft­ir því sem lengri tími líð­ur,“ seg­ir hinn 15 ára gamli Yaz­an Kaware sem hef­ur end­ur­heimt fjöl­skyldu sína frá Gaza-svæð­inu. Hann kom hing­að til lands með frænd­um sín­um og beið þeirra brott­vís­un í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Henni var af­stýrt.

„Hann er of langt í burtu frá mér“
Ungur Yazan er ánægður á Íslandi. Hann saknar þó heimalandsins og þess sem fjölskyldan hefur misst. Mynd: Golli

Kaware-fjölskyldan bjó í sex mánuði við stríðsástand í Palestínu. Öll nema hinn fimmtán ára gamli Yazan sem komst hingað til lands með frændum sínum áður en Ísraelsher fór að ráðast á Gaza-svæðið af fullum krafti eftir innrás Hamas í Ísrael 7. október síðastliðinn. 

„Það skiptir ekki máli hvað ég segi um Gaza, það er ómögulegt að lýsa hörmungunum sem hafa átt sér stað þar og eiga sér enn stað,“ segir fjölskyldufaðirinn Asad Kaware sem nú er kominn hingað til lands ásamt eiginkonu sinni og börnum þeirra. Þau komust hingað eftir að Yazan fékk samþykkta hælisumsókn sína í janúar síðastliðnum.

Mánuði áður hafði hans og frænda hans beðið brottvísun en henni var afstýrt. Nú hefur fjölskyldan búið hér sameinuð síðan í apríl. 

Spurður hvernig það sé að hafa endurheimt fjölskyldu sína frá Gaza segir Yazan að það sé …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórn­mál­un­um“

Bæj­ar­stjór­inn Gunn­ar Ax­el Ax­els­son, sem var sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­an­um fyr­ir nokkr­um ár­um, seg­ist telja að stjórn­mála­menn þori ekki að segja hug sinn all­an um mál­efni Palestínu af ótta við ásak­an­ir um gyð­inga­hat­ur. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Magnea Marinós­dótt­ir hef­ur ver­ið köll­uð talskona Ham­as, þeg­ar hún ræð­ir um ára­tuga­lang­an að­drag­and­ann að 7. októ­ber 2023 í fjöl­miðl­um. Það kæfi um­ræð­una.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár