Þrátt fyrir að hinn palestínski Fouad al-Nawajha hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir að fá endanlegt svar við umsókn sinni um hæli hér á Íslandi, og því misst af fjölskyldusameiningum í fyrra, er hann þakklátur maður. Þakklátur fyrir hönd landa sinna.
„Við Palestínumenn munum ekki gleyma því hvernig Íslendingar studdu okkur í því að koma fjölskyldum okkar hingað,“ segir Fouad. „Íslendingar eru mjög góðir og hafa stutt okkur. Við tökum hattinn okkar ofan fyrir Íslendingum.“
Hann er einn af fáum flóttamönnum frá Palestínu sem hafa ekki enn náð að sameinast fjölskyldum sínum hér á landi.
„Fjölskyldan mín er í Egyptalandi. Hún komst þangað fyrir tilstilli Íslendinga sem hjálpuðu til,“ segir Fouad. „En þegar fjölskyldusameiningarnar stóðu yfir var ég hælisleitandi, var ekki kominn með stöðu flóttamanns.“
Þá stöðu fékk Fouad fyrir um mánuði síðan. Í sumar var útlendingalögum breytt með þeim hætti …
Athugasemdir