Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Tvöföldun Vestfjarðaganga verði hraðað

Stað­an í jarðganga­mál­um á Vest­fjörð­um er „óboð­leg“ að mati bæj­ar­stjórn­ar Bol­ung­ar­vík­ur.

Tvöföldun Vestfjarðaganga verði hraðað
Dauðagildra? Vestfjarðagöng eru einbreið á löngum köflum. Mynd: Wikipedia

Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir miklum áhyggjum yfir stöðu öryggis í samgöngumálum á Vestfjörðum í kjölfar hættuástands sem varð vegna bruna í langferðabíl rétt utan við gangamunna Vestfjarðaganga um miðjan september. „Staðan í jarðgangamálum á Vestfjörðum er óboðleg og lýsir bæjarstjórn Bolungarvíkur yfir þeirri afstöðu sinni að hraða þurfi uppbyggingu jarðganga á Vestfjörðum, þ.m.t. tvöföldun Vestfjarðaganga sem allra fyrst,“ segir í bókun sem samþykkt var einu hljóði á fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur í vikunni.

Samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi síðasta vor en ekki náðist að afgreiða, eru mörg göng á undan breikkun Vestfjarðaganga í forgangsröðinni. Til stendur að breikka Breiðadalslegg ganganna, um 4,1 kílómetra kafla, og er kostnaðurinn talinn geta numið um 13,5 milljörðum króna. Lagt er til að breikkunin verði gerð á árunum 2038 og 2039.

Vel á sjötta hundrað hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að ríki og sveitarfélög taki því alvarlega hversu mikil „dauðagildra“ Vestfjarðagöngin séu. „Bæði vegna þess að þau eru einbreið í tveimur afleggjurum og vegna klæðningar sem þar er,“ segir í áskoruninni. „Ef eldur læsir sig í þessar klæðningar þá er voðinn vís. Við tryggjum ekki eftir á. Skrifum undir listann til að láta í okkur heyra varðandi öryggi okkar allra, áður en það verður um seinan.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár