Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tvöföldun Vestfjarðaganga verði hraðað

Stað­an í jarðganga­mál­um á Vest­fjörð­um er „óboð­leg“ að mati bæj­ar­stjórn­ar Bol­ung­ar­vík­ur.

Tvöföldun Vestfjarðaganga verði hraðað
Dauðagildra? Vestfjarðagöng eru einbreið á löngum köflum. Mynd: Wikipedia

Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir miklum áhyggjum yfir stöðu öryggis í samgöngumálum á Vestfjörðum í kjölfar hættuástands sem varð vegna bruna í langferðabíl rétt utan við gangamunna Vestfjarðaganga um miðjan september. „Staðan í jarðgangamálum á Vestfjörðum er óboðleg og lýsir bæjarstjórn Bolungarvíkur yfir þeirri afstöðu sinni að hraða þurfi uppbyggingu jarðganga á Vestfjörðum, þ.m.t. tvöföldun Vestfjarðaganga sem allra fyrst,“ segir í bókun sem samþykkt var einu hljóði á fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur í vikunni.

Samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi síðasta vor en ekki náðist að afgreiða, eru mörg göng á undan breikkun Vestfjarðaganga í forgangsröðinni. Til stendur að breikka Breiðadalslegg ganganna, um 4,1 kílómetra kafla, og er kostnaðurinn talinn geta numið um 13,5 milljörðum króna. Lagt er til að breikkunin verði gerð á árunum 2038 og 2039.

Vel á sjötta hundrað hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að ríki og sveitarfélög taki því alvarlega hversu mikil „dauðagildra“ Vestfjarðagöngin séu. „Bæði vegna þess að þau eru einbreið í tveimur afleggjurum og vegna klæðningar sem þar er,“ segir í áskoruninni. „Ef eldur læsir sig í þessar klæðningar þá er voðinn vís. Við tryggjum ekki eftir á. Skrifum undir listann til að láta í okkur heyra varðandi öryggi okkar allra, áður en það verður um seinan.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár