Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir „mjög al­var­legt“ þeg­ar stjórn­mála­menn veiti kyn­þátta­for­dóm­um og út­lend­inga­h­atri lög­mæti. „Því við vit­um að ef stjórn­mál­in taka sér áhersl­ur í munn af þessu tagi, þá fær­ast normin í sam­fé­lag­inu og þetta sjá­um við alls stað­ar í lönd­un­um í kring­um okk­ur,“ seg­ir hún.

Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu
VG Svandís Svavarsdóttir gaf kost á sér til formannsembættis VG fyrir rúmri viku og ólíklegt er að hún fái mótframboð. Mynd: Golli

Popúlismi er partur af íslensku flokkakerfi, því miður, sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í viðtali við Heimildina í síðustu viku, spurð hvort hún teldi íslenska stjórnmálamenn eiga það til að fiska í gruggugu vatni, með nálgun sinni á málefni útlendinga. 

Ekki vildi Svandís nefna nein sérstök dæmi í samtali sínu við blaðamann, en sagði að það væri „ákveðin tilhneiging á Vesturlöndum þessi misserin til þess að kynþáttafordómum og útlendingahatri vaxi ásmegin“ og „mjög alvarlegt þegar stjórnmálaflokkar nýta sér slíkar hreyfingar og gefa þeim lögmæti með því að nota þær í pólitískri orðræðu“. 

„Því við vitum að ef stjórnmálin taka sér áherslur í munn af þessu tagi, þá færast normin í samfélaginu og þetta sjáum við alls staðar í löndunum í kringum okkar, að þegar við erum komin með stjórnmálaflokka og stjórnmálahreyfingar sem gera sér mat úr andúð á fólki úr öðrum menningarheimum eða af öðrum uppruna, þá aukast líkur á því að það verði hluti af almennri umræðu. Þar með verður óöruggt fyrir fólk af erlendum uppruna að vera þátttakandi í samfélaginu,“ sagði Svandís.

Innviðirnir áskorun, ekki fjöldinn

Svandís sagði einnig að ef umræðan hérlendis þróaðist með þeim hætti, að fjölgun fólks af erlendum uppruna í samfélaginu – og þar sé hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd lítið brot – sé orðin vandamál, sé það birtingarmynd þess að treysta þurfi innviði samfélagsins. 

„Stóru áskoranirnar snúast ekki um fjöldann sem kemur, heldur um inngildinguna og innviðina og að við stóraukum áherslu á að innflytjendur geti í raun og veru verið þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Svandís. Þessum áskorunum, líkt og mörgum öðrum, segir Svandís að verði ekki mætt með lausnum markaðarins.

Nánar er rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið í heild sinni má lesa hér. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgir Hauksson skrifaði
    Það er lítil eftirspurn eftir þessari manneskju og flokki hennar.
    Dómgreindarleysið gagnvart ástandinu í Evrópu vegna holskeflu flóttamanna er hættulegt.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár