Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir „mjög al­var­legt“ þeg­ar stjórn­mála­menn veiti kyn­þátta­for­dóm­um og út­lend­inga­h­atri lög­mæti. „Því við vit­um að ef stjórn­mál­in taka sér áhersl­ur í munn af þessu tagi, þá fær­ast normin í sam­fé­lag­inu og þetta sjá­um við alls stað­ar í lönd­un­um í kring­um okk­ur,“ seg­ir hún.

Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu
VG Svandís Svavarsdóttir gaf kost á sér til formannsembættis VG fyrir rúmri viku og ólíklegt er að hún fái mótframboð. Mynd: Golli

Popúlismi er partur af íslensku flokkakerfi, því miður, sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í viðtali við Heimildina í síðustu viku, spurð hvort hún teldi íslenska stjórnmálamenn eiga það til að fiska í gruggugu vatni, með nálgun sinni á málefni útlendinga. 

Ekki vildi Svandís nefna nein sérstök dæmi í samtali sínu við blaðamann, en sagði að það væri „ákveðin tilhneiging á Vesturlöndum þessi misserin til þess að kynþáttafordómum og útlendingahatri vaxi ásmegin“ og „mjög alvarlegt þegar stjórnmálaflokkar nýta sér slíkar hreyfingar og gefa þeim lögmæti með því að nota þær í pólitískri orðræðu“. 

„Því við vitum að ef stjórnmálin taka sér áherslur í munn af þessu tagi, þá færast normin í samfélaginu og þetta sjáum við alls staðar í löndunum í kringum okkar, að þegar við erum komin með stjórnmálaflokka og stjórnmálahreyfingar sem gera sér mat úr andúð á fólki úr öðrum menningarheimum eða af öðrum uppruna, þá aukast líkur á því að það verði hluti af almennri umræðu. Þar með verður óöruggt fyrir fólk af erlendum uppruna að vera þátttakandi í samfélaginu,“ sagði Svandís.

Innviðirnir áskorun, ekki fjöldinn

Svandís sagði einnig að ef umræðan hérlendis þróaðist með þeim hætti, að fjölgun fólks af erlendum uppruna í samfélaginu – og þar sé hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd lítið brot – sé orðin vandamál, sé það birtingarmynd þess að treysta þurfi innviði samfélagsins. 

„Stóru áskoranirnar snúast ekki um fjöldann sem kemur, heldur um inngildinguna og innviðina og að við stóraukum áherslu á að innflytjendur geti í raun og veru verið þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Svandís. Þessum áskorunum, líkt og mörgum öðrum, segir Svandís að verði ekki mætt með lausnum markaðarins.

Nánar er rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið í heild sinni má lesa hér. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgir Hauksson skrifaði
    Það er lítil eftirspurn eftir þessari manneskju og flokki hennar.
    Dómgreindarleysið gagnvart ástandinu í Evrópu vegna holskeflu flóttamanna er hættulegt.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár