Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
ESB Aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei notið meiri stuðnings meðal almennings en nú, að minnsta kosti ekki síðan farið var að spyrja með reglulegum hætti árið 2011, samkvæmt nýrri könnun. Mynd: Úr safni

Rúm 45 prósent landsmanna eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna. Hlutfall þeirra sem segjast hlynnt aðild hefur aldrei mælst hærra, frá því að Maskína og áður MMR hófu að spyrja þessarar spurningar reglulega árið 2011.

Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 24. september og voru svarendur 1.067 talsins, en um er að ræða netkönnun sem lögð var fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur sem dreginn er af handahófi úr Þjóðskrá.

Jafn mörg mjög hlynnt og mjög andvíg

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 45,3 prósent hlynnt aðild, 35,7 prósent andvíg og 19 prósent svarenda sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Alls bárust 892 gild svör, sem þetta niðurbrot byggir á. 22,7 prósent sögðust mjög hlynnt aðild en 22,8 eru mjög andvíg aðild. 

Maskína45,3 prósent segjast hlynn aðild Íslands að ESB í nýrri könnun Maskínu.

Að auki svöruðu 175 manns því til, eða rúm 16 prósent allra svarenda að þau ýmist vissu ekki hvað þeim þætti um aðild Íslands að ESB, eða vildu ekki svara spurningunni. 

Miklar sviptingar hafa orðið á afstöðu landsmanna til aðildar að Evrópusambandinu á undanförnum misserum, en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2022 er líkt og landsmenn hafi, af einhverjum orsökum, orðið hallari undir aðild Íslands að sambandinu. 

Evrópuspurningin í tímaröðEins og sjá má hafa orðið miklar breytingar á síðustu misserum varðandi afstöðu Íslendinga til aðildar að ESB.

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir í samtali við Heimildina að erfitt sé að átta sig á því sem fólk er að hugsa, en að einhverskonar viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fólk hafi í auknum mæli farið að hugsa um „staðsetningu Íslands í samfélagi þjóðanna“

„Ég held að það sé höfuðskýringin. Síðan held ég líka að hluta til að þetta séu efnahagsmálin hérna hjá okkur; vaxandi verðbólga, hækkandi vextir og erfiðari greiðslubyrði fyrir margt fólk. Það er þekkt staðreynd að í málum sem þessum hefur efnahagsástand áhrif,“ segir Jón Steindór. 

Skýrir flokkadrættir

Þegar könnunin er brotin niður eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sjást skýrar flokkalínur. Stuðningsfólk Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata er langsamlega hallast undir aðild, en þau sem segjast hafa í hyggju að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn eru andvígust aðild að sambandinu. 

Jón SteindórFormaður Evrópuhreyfingarinnar sat áður á þingi fyrir Viðreisn.

Spurður út í þessa flokkadrætti segir Jón Steindór að afstaða fólks virðist litast af því hvað forystufólk flokkanna segir um málið á hverjum tíma.

„Það eru ekkert rosalega mörg ár, eins og með Sjálfstæðisflokkinn, þar sem þetta var 50/50 mál í þeim flokki. En síðan þá hefur flokkurinn bæði minnkað og orðræða forystunnar breyst,“ segir Jón Steindór og nefnir einnig að stuðningsfólk bæði Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins séu jákvæðari í garð aðildar Íslands að ESB en halda mætti, sé horft til áherslna sem komið hafi frá forystu þessara flokka.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu