Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
ESB Aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei notið meiri stuðnings meðal almennings en nú, að minnsta kosti ekki síðan farið var að spyrja með reglulegum hætti árið 2011, samkvæmt nýrri könnun. Mynd: Úr safni

Rúm 45 prósent landsmanna eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna. Hlutfall þeirra sem segjast hlynnt aðild hefur aldrei mælst hærra, frá því að Maskína og áður MMR hófu að spyrja þessarar spurningar reglulega árið 2011.

Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 24. september og voru svarendur 1.067 talsins, en um er að ræða netkönnun sem lögð var fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur sem dreginn er af handahófi úr Þjóðskrá.

Jafn mörg mjög hlynnt og mjög andvíg

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 45,3 prósent hlynnt aðild, 35,7 prósent andvíg og 19 prósent svarenda sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Alls bárust 892 gild svör, sem þetta niðurbrot byggir á. 22,7 prósent sögðust mjög hlynnt aðild en 22,8 eru mjög andvíg aðild. 

Maskína45,3 prósent segjast hlynn aðild Íslands að ESB í nýrri könnun Maskínu.

Að auki svöruðu 175 manns því til, eða rúm 16 prósent allra svarenda að þau ýmist vissu ekki hvað þeim þætti um aðild Íslands að ESB, eða vildu ekki svara spurningunni. 

Miklar sviptingar hafa orðið á afstöðu landsmanna til aðildar að Evrópusambandinu á undanförnum misserum, en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2022 er líkt og landsmenn hafi, af einhverjum orsökum, orðið hallari undir aðild Íslands að sambandinu. 

Evrópuspurningin í tímaröðEins og sjá má hafa orðið miklar breytingar á síðustu misserum varðandi afstöðu Íslendinga til aðildar að ESB.

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir í samtali við Heimildina að erfitt sé að átta sig á því sem fólk er að hugsa, en að einhverskonar viðhorfsbreyting virðist hafa átt sér stað eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fólk hafi í auknum mæli farið að hugsa um „staðsetningu Íslands í samfélagi þjóðanna“

„Ég held að það sé höfuðskýringin. Síðan held ég líka að hluta til að þetta séu efnahagsmálin hérna hjá okkur; vaxandi verðbólga, hækkandi vextir og erfiðari greiðslubyrði fyrir margt fólk. Það er þekkt staðreynd að í málum sem þessum hefur efnahagsástand áhrif,“ segir Jón Steindór. 

Skýrir flokkadrættir

Þegar könnunin er brotin niður eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sjást skýrar flokkalínur. Stuðningsfólk Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata er langsamlega hallast undir aðild, en þau sem segjast hafa í hyggju að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn eru andvígust aðild að sambandinu. 

Jón SteindórFormaður Evrópuhreyfingarinnar sat áður á þingi fyrir Viðreisn.

Spurður út í þessa flokkadrætti segir Jón Steindór að afstaða fólks virðist litast af því hvað forystufólk flokkanna segir um málið á hverjum tíma.

„Það eru ekkert rosalega mörg ár, eins og með Sjálfstæðisflokkinn, þar sem þetta var 50/50 mál í þeim flokki. En síðan þá hefur flokkurinn bæði minnkað og orðræða forystunnar breyst,“ segir Jón Steindór og nefnir einnig að stuðningsfólk bæði Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins séu jákvæðari í garð aðildar Íslands að ESB en halda mætti, sé horft til áherslna sem komið hafi frá forystu þessara flokka.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Píratar sættast og leyfa varamönnum að kjósa
5
Stjórnmál

Pírat­ar sætt­ast og leyfa vara­mönn­um að kjósa

Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, 24 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur, hef­ur tek­ið við sem formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Pírata sem í reynd má segja að sé æðsta lýð­ræð­is­lega embætti stjórn­mála­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hall­dór Auð­ar Svans­son hef­ur stig­ið til hlið­ar úr því hlut­verki og vara­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn verð­ur boð­ið að taka full­an þátt í starfi fram­kvæmda­stjórn­ar, með at­kvæð­is­rétt.
Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
9
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Eru kannski að taka ranga hægri beygju
9
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
8
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
9
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár