Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Vilja allir vindmyllugarð í Grafarvogi?

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir að fram­setn­ing á nið­ur­stöð­um könn­un­ar sem gerð var fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, um við­horf al­menn­ings til orku­öfl­un­ar, sé „áróð­urs­bragð“. Hún tel­ur Vinstri græn þurfa að tala skýr­ar í um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mál­um og raun­ar flest­um mála­flokk­um, ef út í það er far­ið.

Vilja allir vindmyllugarð í Grafarvogi?
Ráðherra Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra verður væntanlega kjörin formaður VG á landsfundi hreyfingarinnar um komandi helgi. Mynd: Golli

Á undanförnum misserum hefur mikið verið rætt um „orkuskort“ í landinu og nauðsyn þess að virkja meira. Samtök atvinnulífsins, sem í nýrri skýrslu komast að því að Ísland þurfi að framleiða tvöfalt meiri orku, lét Gallup gera skoðanakönnun sem leiddi í ljós að 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. „Einróma stuðningur við virkjanir“ sagði Morgunblaðið í fyrirsögn forsíðufréttar um könnunina.

Þessi könnun var á meðal þess sem blaðamaður Heimildarinnar ræddi við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og væntanlegan formann Vinstri grænna á dögunum. Hvað hugsar hún þegar hún les þessa framsetningu? 

„Sniðugt hjá SA að setja spurninguna svona fram, því hver er á móti grænni orkuöflun? Síðan leggja þau þannig út frá þessari niðurstöðu að þar með séu allir bara til í hvaða orkuöflun sem er, því hvaða orkuöflun á Íslandi er ekki græn? En síðan getum við spurt okkur: Bíddu, vill fólk ekki gæta að því á sama tíma að vernda íslenska náttúru? Þá held ég að þessar prósentutölur myndu eitthvað breytast. En þetta er náttúrlega áróðursbragð, ég held það gefi augaleið, þetta er nálgun sem snýst um að sópa sem flestum í þann farveg að við viljum virkja nánast hvað sem er. En hvað ef við segðum, er ekki virkjun Gullfoss græn orka? Eða vindorkugarður í Grafarvogi?“ spyr Svandís og veltir því upp hvort allir landsmenn væru til í það.

Svandís segir að varðandi frekari orkuöflun vilji VG að þeir virkjanakostir sem ráðist sé í hafi verið afgreiddir í rammaáætlun, það sé farið í þá að undangengnum þeim ferlum sem þurfi að fara í, virkjanirnar séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og ekki ógn við einstaka íslenska náttúru. 

Hefur umhverfisrödd VG þagnað?

Kjósendur VG voru margir hverjir ekki ánægðir með að umhverfismálin færðust yfir til Sjálfstæðisflokksins er ríkisstjórnin endurnýjaði samstarf sitt fyrir þremur árum. Sumum líður eins og rödd flokksins í umhverfismálum hafi hljóðnað. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sem var framkvæmdastjóri VG frá 2016 og fram á síðasta haust, sagði Heimildinni í viðtali í janúar að náttúruvernd ætti „enga rödd í stjórnmálum lengur“. Hagsmunir stórfyrirtækja væru ráðandi í ríkisstjórnarsamstarfinu. 

Varðandi það hvort rödd VG hafi þagnað, eða allavega lækkað, í málefnum náttúruverndar, segir Svandís: 

„Ég held að við þurfum að gefa í, í öllum málaflokkum. Við þurfum að tala sterkar fyrir umhverfis- og náttúruvernd, tala sterkar fyrir vinstri áherslum, félagslegu réttlæti og jöfnuði, sterkar fyrir friði, það er aldrei eins krefjandi og á stríðstímum eins og eru akkúrat núna. Að tala sterkar fyrir kvenfrelsismálum þegar við sjáum bakslag og varnarbaráttu um allan heim í réttindum kvenna. Í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er þetta einn af meginþráðunum í pólitískri umræðu, að það er sótt að réttindum kvenna til að taka ákvörðun um eigin líkama og það er eitt af því sem mér finnst vera eitt stærsta og mikilvægasta erindi okkar í VG í ríkisstjórninni, að hafa haft forystu um að þungunarrofslöggjöfin var kláruð hér, þannig að Ísland er í fremstu röð í þeim efnum, að treysta konum til að taka ákvörðun um eigin líkama.“

Við fórum úr umhverfismálunum og hingað?

„Þetta var, já, bara um að við þurfum að tala skýrar í öllum málaflokkum.“

Þrusu félagsmálaráðherra hafi fengist í stað umhverfismála

Spurð hvernig sú ákvörðun, að sættast á að láta umhverfismálin í hendur Sjálfstæðisflokks, líti út í baksýnisspeglinum, segir Svandís að auðvitað vildi hún helst að VG væri með öll ráðuneytin.

„En það er ekki veruleikinn og enn þá síður akkúrat núna. Þetta er ákvörðun sem er tekin á hverjum tímapunkti, á lýðræðislegum grunni og í samstarfi flokkanna,“ segir Svandís.

Hún bætir svo við að það hafi verið „spennandi og áhugavert fyrir okkur öll og kannski ekki síst Guðmund Inga sjálfan, að sjá að hann er þrusu félagsmálaráðherra, því hann kemur inn í ríkisstjórnina frá grasrótarsamtökum í náttúruvernd og umhverfismálum en reynist síðan mjög öflugur í þessum málaflokki og er að leiða til lykta kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu sem voru búnar að vera í farvatninu í mjög mörg ár. Hann hefur sýnt sitt afl fyrir fólk og fyrir þau sem eru að mörgu leyti á hvað erfiðustum stað í samfélaginu, sem eru örorkulífeyrisþegar. Það fékkst í staðinn, ef svo má að orði komast. En umhverfismálin standa hjarta okkar mjög nærri,“ segir Svandís.

Hún nefnir að í innviðaráðuneytinu sé fullt af umhverfismálum á dagskrá, í tengslum við ýmsa ólíka málaflokka. Þau séu víða. „Sem betur fer erum við komin þangað að umhverfis- og loftslagsmál eru ekki bara einkamál eins ráðuneytis heldur eru alltumlykjandi málaflokkar.“

Nánar er rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið í heild sinni má lesa hér. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    ég vil að fyrstu vindmyllurnar verði settar upp í sunnanverðum Grafarvogi.
    3
    • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
      Arnarneshæðin gæti líka verið góður kostur 😁
      0
  • ÓG
    Ólafur Gunnarsson skrifaði
    Það gustar alltaf um Guðlaug svo það er upplagt að setja vindmullur í Grafarvog og að Keldum örugglega betri arðsemi.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Hver vill fuglafallaxir út um allt?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár