Vilja allir vindmyllugarð í Grafarvogi?

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir að fram­setn­ing á nið­ur­stöð­um könn­un­ar sem gerð var fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, um við­horf al­menn­ings til orku­öfl­un­ar, sé „áróð­urs­bragð“. Hún tel­ur Vinstri græn þurfa að tala skýr­ar í um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mál­um og raun­ar flest­um mála­flokk­um, ef út í það er far­ið.

Vilja allir vindmyllugarð í Grafarvogi?
Ráðherra Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra verður væntanlega kjörin formaður VG á landsfundi hreyfingarinnar um komandi helgi. Mynd: Golli

Á undanförnum misserum hefur mikið verið rætt um „orkuskort“ í landinu og nauðsyn þess að virkja meira. Samtök atvinnulífsins, sem í nýrri skýrslu komast að því að Ísland þurfi að framleiða tvöfalt meiri orku, lét Gallup gera skoðanakönnun sem leiddi í ljós að 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. „Einróma stuðningur við virkjanir“ sagði Morgunblaðið í fyrirsögn forsíðufréttar um könnunina.

Þessi könnun var á meðal þess sem blaðamaður Heimildarinnar ræddi við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og væntanlegan formann Vinstri grænna á dögunum. Hvað hugsar hún þegar hún les þessa framsetningu? 

„Sniðugt hjá SA að setja spurninguna svona fram, því hver er á móti grænni orkuöflun? Síðan leggja þau þannig út frá þessari niðurstöðu að þar með séu allir bara til í hvaða orkuöflun sem er, því hvaða orkuöflun á Íslandi er ekki græn? En síðan getum við spurt okkur: Bíddu, vill fólk ekki gæta að því á sama tíma að vernda íslenska náttúru? Þá held ég að þessar prósentutölur myndu eitthvað breytast. En þetta er náttúrlega áróðursbragð, ég held það gefi augaleið, þetta er nálgun sem snýst um að sópa sem flestum í þann farveg að við viljum virkja nánast hvað sem er. En hvað ef við segðum, er ekki virkjun Gullfoss græn orka? Eða vindorkugarður í Grafarvogi?“ spyr Svandís og veltir því upp hvort allir landsmenn væru til í það.

Svandís segir að varðandi frekari orkuöflun vilji VG að þeir virkjanakostir sem ráðist sé í hafi verið afgreiddir í rammaáætlun, það sé farið í þá að undangengnum þeim ferlum sem þurfi að fara í, virkjanirnar séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og ekki ógn við einstaka íslenska náttúru. 

Hefur umhverfisrödd VG þagnað?

Kjósendur VG voru margir hverjir ekki ánægðir með að umhverfismálin færðust yfir til Sjálfstæðisflokksins er ríkisstjórnin endurnýjaði samstarf sitt fyrir þremur árum. Sumum líður eins og rödd flokksins í umhverfismálum hafi hljóðnað. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sem var framkvæmdastjóri VG frá 2016 og fram á síðasta haust, sagði Heimildinni í viðtali í janúar að náttúruvernd ætti „enga rödd í stjórnmálum lengur“. Hagsmunir stórfyrirtækja væru ráðandi í ríkisstjórnarsamstarfinu. 

Varðandi það hvort rödd VG hafi þagnað, eða allavega lækkað, í málefnum náttúruverndar, segir Svandís: 

„Ég held að við þurfum að gefa í, í öllum málaflokkum. Við þurfum að tala sterkar fyrir umhverfis- og náttúruvernd, tala sterkar fyrir vinstri áherslum, félagslegu réttlæti og jöfnuði, sterkar fyrir friði, það er aldrei eins krefjandi og á stríðstímum eins og eru akkúrat núna. Að tala sterkar fyrir kvenfrelsismálum þegar við sjáum bakslag og varnarbaráttu um allan heim í réttindum kvenna. Í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er þetta einn af meginþráðunum í pólitískri umræðu, að það er sótt að réttindum kvenna til að taka ákvörðun um eigin líkama og það er eitt af því sem mér finnst vera eitt stærsta og mikilvægasta erindi okkar í VG í ríkisstjórninni, að hafa haft forystu um að þungunarrofslöggjöfin var kláruð hér, þannig að Ísland er í fremstu röð í þeim efnum, að treysta konum til að taka ákvörðun um eigin líkama.“

Við fórum úr umhverfismálunum og hingað?

„Þetta var, já, bara um að við þurfum að tala skýrar í öllum málaflokkum.“

Þrusu félagsmálaráðherra hafi fengist í stað umhverfismála

Spurð hvernig sú ákvörðun, að sættast á að láta umhverfismálin í hendur Sjálfstæðisflokks, líti út í baksýnisspeglinum, segir Svandís að auðvitað vildi hún helst að VG væri með öll ráðuneytin.

„En það er ekki veruleikinn og enn þá síður akkúrat núna. Þetta er ákvörðun sem er tekin á hverjum tímapunkti, á lýðræðislegum grunni og í samstarfi flokkanna,“ segir Svandís.

Hún bætir svo við að það hafi verið „spennandi og áhugavert fyrir okkur öll og kannski ekki síst Guðmund Inga sjálfan, að sjá að hann er þrusu félagsmálaráðherra, því hann kemur inn í ríkisstjórnina frá grasrótarsamtökum í náttúruvernd og umhverfismálum en reynist síðan mjög öflugur í þessum málaflokki og er að leiða til lykta kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu sem voru búnar að vera í farvatninu í mjög mörg ár. Hann hefur sýnt sitt afl fyrir fólk og fyrir þau sem eru að mörgu leyti á hvað erfiðustum stað í samfélaginu, sem eru örorkulífeyrisþegar. Það fékkst í staðinn, ef svo má að orði komast. En umhverfismálin standa hjarta okkar mjög nærri,“ segir Svandís.

Hún nefnir að í innviðaráðuneytinu sé fullt af umhverfismálum á dagskrá, í tengslum við ýmsa ólíka málaflokka. Þau séu víða. „Sem betur fer erum við komin þangað að umhverfis- og loftslagsmál eru ekki bara einkamál eins ráðuneytis heldur eru alltumlykjandi málaflokkar.“

Nánar er rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið í heild sinni má lesa hér. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    ég vil að fyrstu vindmyllurnar verði settar upp í sunnanverðum Grafarvogi.
    3
    • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
      Arnarneshæðin gæti líka verið góður kostur 😁
      0
  • ÓG
    Ólafur Gunnarsson skrifaði
    Það gustar alltaf um Guðlaug svo það er upplagt að setja vindmullur í Grafarvog og að Keldum örugglega betri arðsemi.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Hver vill fuglafallaxir út um allt?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu