Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þórður gengur í Samfylkinguna

Þórð­ur Snær Júlí­us­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar, hef­ur ákveð­ið að gang­ast til liðs við Sam­fylk­ing­una. Hann hef­ur tek­ið að sér verk­efni tengd stefnu­mót­un fyr­ir flokk­inn og seg­ist langa til að búa til lausn­ir.

Þórður gengur í Samfylkinguna

Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, hefur greint frá því að hann hefði ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi sinni og skrá sig í Samfylkinguna. Frá og með komandi mánaðarmótum muni hann sinna ákveðnum verkefnum tengdum stefnumótun fyrir flokkinn.

Þetta tilkynnti hann í fréttabréfi sínu, Kjarnyrt, og á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi,“ skrifar Þórður.

Hann skýrir að hann hafi í tæpa tvo áratugi unnið við að greina það sem sé að. Nú langi hann að búa til lausnir fyrst hann sé ekki lengur starfandi blaðamaður. 

Þá segir Þórður að hann sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag í Morgunvakinni á Rás 1. En það hefur hann gert vikulega frá árinu 2019. „Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki.“

Þórður Snær sagði skilið við Heimildina síðsumars. Í gær ákvað lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra að fella niður rannsókn á honum og fimm öðrum blaðamönnum vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða Skæruliðadeild Samherja. Við það tilefni skrifaði Þórður á Facebook að málið hefði breytt sýn sinni á samfélagið og haft áhrif á það að hann hefði ákveðið að skipta um kúrs í lífinu.

„Það hefur sýnt mér að ef maður stendur ekki upp og berst fyrir því sem er réttlátt, sanngjarnt og satt, jafnvel þótt að valdamesta fólk landsins sé mótaðilinn, þá gerir það enginn fyrir mann. Þetta má aldrei gerast aftur og ég ætla að beita mér að öllu afli fyrir því.“


Fyrirvari: Í fréttinni er fjallað um fyrrverandi starfsmann Heimildarinnar.
Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár