Syngja vikulega í samstöðu með Palestínu

Sam­stöðu­kór fyr­ir frjálsri Palestínu söng fyr­ir ut­an Al­þing­is­hús­ið í morg­un og krafð­ist við­skipta­þving­ana gegn Ísra­el. Söngn­um var beint að með­lim­um stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir gjörn­ing­inn eldsneyti í að halda áfram.

Kór Um tuttugu manns voru saman komin til að syngja.

Í morgun kom Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu saman fyrir utan Alþingishúsið. Kórinn hefur undanfarið safnast vikulega saman fyrir utan ýmis ráðuneyti til að vekja athygli á málstað Palestínu.

Magnús Magnússon, einn kórmeðlima, segir að með söngnum séu þau að reyna að fá stjórnmálamenn til að koma á friðsömum aðgerðum til að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

„Þjóðarmorði Ísraels á Gaza, stríðinu í Líbanon og hernáminu á Palestínu,“ segir hann. „Við viljum að það verði settar viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum að Ísrael verði einangrað á alþjóðavísu þangað til að ofbeldinu linnir og Palestínumenn fá að vera frjálsir.“

Í þessari viku var söngnum beint að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Vakin var athygli á því að ímynd Ísraels gagnvart heiminum væri ónýt til frambúðar og þess krafist að þingmenn samþykktu þingsályktunartillögu um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael eins fljótt og auðið væri. En þessa tillögu lagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna fram, þann 13. september síðastliðinn. Meðflutningsmenn voru úr VG, Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn.

„Málefni Palestínu eru hvorki hægri né vinstri málefni,“ segir Magnús. „Þetta snertir alla og við erum núna að heimsækja öll ráðuneyti stjórnarflokkanna en við ætum samt sem áður að veita stjórnarandstöðunni aðhald og krefja þau um aðgerðir.“

Eldsneyti inn í að halda áfram

Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu og hlýddu á sönginn. Það voru þeir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins.

Andrés Ingi segir í samtali við Heimildina að sér finnist söngurinn mjög falleg leið til að minna fólk á þjóðarmorðið sem eigi sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Aðspurður segir hann að Ísland ekki vera að gera nóg. „Það er aldrei hægt að gera of mikið til að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir hann.

Er þetta að fara að hvetja þig til að gera fleira í þessum tiltekna málstað?

„Þetta er allavega eldsneyti inn í að halda áfram.“

Jakob Frímann kom gangandi út úr Alþingishúsinu þegar söngurinn hófst. „Ég elska söng og þegar fólk kemur saman og syngur frá hjartanu þá hrærir það við hjarta þeirra sem á hlýða,“ segir hann.

Spurður hvort Ísland sé að aðhafast nóg í málstað Palestínu er Jakob Frímann nokkuð loðinn í svörum. „Ég heyri óskir um að slíta viðskiptasambandi við Ísrael. Það hefur verið reynt einhvern tímann og var afturkallað nokkrum dögum síðar. Við vorum að sammælast um nokkuð harðorða samþykkt, á vettvangi hinna sameinuðu þjóða. Við erum mjög einhuga um það utanríkismálanefnd, sem ég sit í.“

Sjálfur segist hann sér vera verulega ofboðið yfir því sem sé að eiga sér stað á svæðinu. „Ég held ég deili því með flestum. Það er með ólíkindum.“ Hann segir það enn fremur sorglegt að Bandaríkin, vinaþjóð okkar, geri ekki meira í málunum. „[Þau] virðist vera sem næst viljalaus verkfæri í þessu.“

Syngja alltaf sama lagið

Magnús segir að með söngnum sé reynt að koma til stjórnmálamanna með eins friðsömum hætti og hægt sé. Kórinn syngur alltaf sama lagið. Það er „Þú veist í hjarta þér,“ gamalt friðarlag eftir Þorstein Valdimarsson. 

Silja Aðalsteinsdóttir, einn meðlima kórsins, skýrir fyrir blaðamanni að lagið hafi orðið til út af baráttunni gegn her í landi. Það hafi þó aldrei slegið í gegn eins og „Ísland úr Nató, herinn burt,“ vegna þess hve milt og blítt það er. 

„En það hefur alltaf átt sinn stað í hjörtum þessa fólks. Núna finnst mér það eiga svo vel við. Þótt við séum fá og smá þá eigum við að segja satt og berjast með Palestínu gegn þessum ofbeldisverkum.“

Sjálf segist Silja hafa alist upp á sögum um seinni heimsstyrjöldina og útrýmingu gyðinga. „Morð á sex milljónum saklausra manna. Þessi endurtekning á þeim glæpum finnst mér svo hryllileg að ef ég get lagt smá lóð á vogarskálarnar þá skirrast ég ekki við það.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Klöppuðu og klöppuðu á meðan hryllingurinn hélt áfram
ErlentÁrásir á Gaza

Klöpp­uðu og klöpp­uðu á með­an hryll­ing­ur­inn hélt áfram

Í sömu viku og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, upp­skar ít­rek­að há­vært lófa­klapp í banda­ríska þing­inu féllu 129 í val­inn í palestínsku borg­inni Kh­an Yun­is vegna árása Ísar­els­hers. 150.000 manns þurftu að leggja á flótta af svæð­inu á sama tíma. Heild­artala lát­inna er nú kom­in yf­ir 39.000, sam­kvæmt palestínsk­um yf­ir­völd­um.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu