Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Yfirlýsing Netanayahu: Gerum allt sem til þarf

Spennu­stig­ið hækk­ar dag frá degi við landa­mæri Ísra­els og Líb­anon. Einn helsti leið­togi Hez­bollah féll fyr­ir helgi í árás Ísra­ela en hann hafði áð­ur særst þeg­ar sím­boði sprakk. For­sæt­is­ráð­herra Ísra­els gaf út harð­orða­yf­ir­lýs­ingu í dag sem birt var á sam­fé­lags­miðl­in­um X.

Yfirlýsing Netanayahu: Gerum allt sem til þarf
Frá Beirút þar sem loftárásir Ísraela áttu sér stað í gær. Árásum fer fjölgandi dag frá degi við landamæri Ísraels og Líbanon þar sem Ísraelsher og Hezbollah takast á. Spennan á svæðinu jóst til muna fyrir helgi þegar þúsundir símboða í eigu liðsmanna Hezbollah sprungu. Mynd: AFP

Loftárásir Ísraelshers á yfirráðasvæði Hezbollah í Líbanon hafa haldið áfram í dag en ríflega hundrað eldflaugum var áður skotið í átt að íbúabyggð í Norður-Ísrael. 

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir að Ísraelar muni grípa til hverra þeirra aðgerða sem nauðsynlegar þykja til að tryggja öryggi borgara sinna og að þeir sem búa við landamæri Ísrael og Líbanon, í Norður-Ísrael, geti snúið aftur heim til sín. 

Netanyahu gaf fyrr í dag út yfirlýsingu í myndbandi á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði að Hezbollah, stutt af yfirvöldum í Íran, hafi linnulaust ráðist á Ísrael síðan 6. október, að engin þjóð geti sætt sig við slíkt og það geri Ísraelar sannarlega ekki.

Liðsmenn Hezbollah báru í gær til grafar einn æðasta liðsmann sinn sem var drepinn í árásum Ísraela, Ibrahim Aqil. Hann var sérstakt skotmark Ísraela þegar loftárásir voru gerðar á fjölbýlishús í úthverfi Beirút á föstudag. Aqil hafði lengi verið eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna aðkomu að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút árið 1983, sem og sprengjuárás á bandaríska landgönguliða í Beirút sama ár. 

Mikil viðhöfn var við útför Ibrahim Aqil, leiðtoga Hezbollah.

Spennan á landamærunum eykst stöðugt en það var á miðvikudag sem fregnir bárust af því að hundruðir símboða og talstöðva liðsmanna Hezbollah hafi sprungið með þeim afleiðingum að minnst níu létust og á þriðja þúsund særðust. Hezbollah segir Ísraelsher hafa staðið á bak við árásina en því hefur staðfastlega verið neitað.

Mynd af talstöð sem sprakk í Líbanon. Ísraelar sverja af sér árásina.

Aqil særðist þegar símboðarnir sprungu og hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi þegar hann var drepinn af Ísraelum á föstudag. Meðlimir Hezbollah hafa lýst honum sem einum helsta leiðtoga heilags stríðs. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár