Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Yfirlýsing Netanayahu: Gerum allt sem til þarf

Spennu­stig­ið hækk­ar dag frá degi við landa­mæri Ísra­els og Líb­anon. Einn helsti leið­togi Hez­bollah féll fyr­ir helgi í árás Ísra­ela en hann hafði áð­ur særst þeg­ar sím­boði sprakk. For­sæt­is­ráð­herra Ísra­els gaf út harð­orða­yf­ir­lýs­ingu í dag sem birt var á sam­fé­lags­miðl­in­um X.

Yfirlýsing Netanayahu: Gerum allt sem til þarf
Frá Beirút þar sem loftárásir Ísraela áttu sér stað í gær. Árásum fer fjölgandi dag frá degi við landamæri Ísraels og Líbanon þar sem Ísraelsher og Hezbollah takast á. Spennan á svæðinu jóst til muna fyrir helgi þegar þúsundir símboða í eigu liðsmanna Hezbollah sprungu. Mynd: AFP

Loftárásir Ísraelshers á yfirráðasvæði Hezbollah í Líbanon hafa haldið áfram í dag en ríflega hundrað eldflaugum var áður skotið í átt að íbúabyggð í Norður-Ísrael. 

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir að Ísraelar muni grípa til hverra þeirra aðgerða sem nauðsynlegar þykja til að tryggja öryggi borgara sinna og að þeir sem búa við landamæri Ísrael og Líbanon, í Norður-Ísrael, geti snúið aftur heim til sín. 

Netanyahu gaf fyrr í dag út yfirlýsingu í myndbandi á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði að Hezbollah, stutt af yfirvöldum í Íran, hafi linnulaust ráðist á Ísrael síðan 6. október, að engin þjóð geti sætt sig við slíkt og það geri Ísraelar sannarlega ekki.

Liðsmenn Hezbollah báru í gær til grafar einn æðasta liðsmann sinn sem var drepinn í árásum Ísraela, Ibrahim Aqil. Hann var sérstakt skotmark Ísraela þegar loftárásir voru gerðar á fjölbýlishús í úthverfi Beirút á föstudag. Aqil hafði lengi verið eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna aðkomu að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút árið 1983, sem og sprengjuárás á bandaríska landgönguliða í Beirút sama ár. 

Mikil viðhöfn var við útför Ibrahim Aqil, leiðtoga Hezbollah.

Spennan á landamærunum eykst stöðugt en það var á miðvikudag sem fregnir bárust af því að hundruðir símboða og talstöðva liðsmanna Hezbollah hafi sprungið með þeim afleiðingum að minnst níu létust og á þriðja þúsund særðust. Hezbollah segir Ísraelsher hafa staðið á bak við árásina en því hefur staðfastlega verið neitað.

Mynd af talstöð sem sprakk í Líbanon. Ísraelar sverja af sér árásina.

Aqil særðist þegar símboðarnir sprungu og hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi þegar hann var drepinn af Ísraelum á föstudag. Meðlimir Hezbollah hafa lýst honum sem einum helsta leiðtoga heilags stríðs. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár