Jón Einarsson er tveggja barna faðir 14 ára gamals drengs og 12 ára gamallar dóttur. Dóttirin, Indíana Rós, fæddist í líkama drengs en strax í leikskóla fór hún að sýna hegðun sem var mjög ólík þeirri sem bróðir hennar hafði sýnt á sama aldri.
„Við höfðum náttúrlega samanburð varðandi eldri strákinn upp á að ala upp dreng og hvernig hann lék sér í hasarleikjum og var eins mikill gaur og hægt var en hún var allt öðruvísi en hann,“ segir Jón.
„Hún vildi alltaf vera með stelpunum, leika sér með stelpudót og vera í stelpufötum. Maður hélt alltaf fyrst að þetta væri eitthvert tímabil eins og maður hefur oft heyrt þannig að við vorum ekkert að stressa okkur á þessu en svo kom þetta meira og meira í ljós. Hún vildi bara einhvern veginn vera stelpa.“
Indíana Rós hafði alltaf verið klædd í strákaföt og þegar búningadagar voru í …
Athugasemdir