Í núverandi efnahagsumhverfi heyrast ósjaldan raddir sem segja að nú sé brýn nauðsyn fyrir því að stjórnvöld dragi úr útgjöldum sínum til að koma ríkisfjármálunum aftur í jafnvægi og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er kunnuglegt stef sem stjórnmálamenn, sérfræðingar og hagsmunasamtök hafa endurtekið um langt skeið.
En hvað er niðurskurðarstefna nákvæmlega? Er niðurskurður viðeigandi meðal gegn efnahagslegum óstöðugleika? Hverjir hagnast á því að slíkum úrræðum sé beitt og hverjir tapa?
Þetta eru spurningar sem ítalski hagfræðingurinn Clara Mattei hefur rannsakað og skrifað ítarlega um á undanförnum árum.
Árið 2022 gaf Clara út sína fyrstu bók, The Capital Order: How Economists Invented Austerity and Paved the Way to Fascism. Þar fjallar hún um uppruna og þróun niðurskurðarstefnu í Bretlandi og Ítalíu. Hún telur að stefnan hafi fyrst skotið upp kollinum á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld.
Rannsóknin byggir á opinberum gögnum sem Clara viðaði að sér úr skjalasöfnum …
Athugasemdir (1)