Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Lögreglan óskar eftir myndefni frá Krýsuvíkurvegi vegna andláts stúlkunnar

Lög­regl­an biðl­ar til veg­far­enda sem óku um Krýsu­vík­ur­veg, á milli Vall­ar­hverf­is og Vig­dís­ar­valla­veg­ar, á sunnu­dag eft­ir há­deg­is­bil á sunnu­dag að at­huga hvort þeir eiga mynd­efni í sín­um fór­um og þá senda það til lög­reglu.

Lögreglan óskar eftir myndefni frá Krýsuvíkurvegi vegna andláts stúlkunnar
Mynd úr safni og tengist umfjöllunarefni ekki beint Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á leitar eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, síðastliðinn sunnudag á milli kl. 13 og 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu vegna rannsóknar á andláti 10 ára stúlku en faðir hennar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.

„Mörg ökutæki eru búin myndavélum og því viðbúið að myndefni frá umræddum vegarkafla á áðurnefndum tíma sé að finna í fórum einhverra. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið abending@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Stúlkan fannst látin í hrauni gegn Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, var handtekinn eftir að hann hafði sjálfur samband við lögreglu. 

Hann hefur einn stöðu sakbornings við rannsókn málsins en háværar sögusagnir hafa verið í gangi í samfélaginu um annað. 

Lögregla hefur beint því til fólks að hafa samband ef það hefur eitthvað í höndunum sem gæti komið að notum við rannsókn málsins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár