Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Úr skálduðu samtali Salmans Rushdie við árásarmanninn A.

Brot úr skáld­uðu sam­tali Salm­ans Rus­hdie við árás­ar­mann­inn sem hann kýs að nefna ekki í sögu sinni en kall­ar A. Sam­tal­ið allt má lesa í Hnífi. Salm­an hef­ur sam­tal­ið og svo tala þeir til skipt­is.

Úr skálduðu samtali Salmans Rushdie við árásarmanninn A.
Salman Rushdie gaf nýverið út bókina Hnífur Mynd: Anton Brink

Hnífur: Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar – Forlagið bókabúð

SR: Þú trúir því að ég sé ofbeldi í mannslíki. Þú varst fjögur ár að
komast að þessu.

A: Þú ert ómerkilegur. Ég lærði margt. Loksins spurði ég sjálfan
mig hvað ég væri persónulega tilbúinn til að gera gegn
óvininum. Fyrst þá fór ég að hugsa um fólk eins og þig.

SR: Hvernig er fólk eins og ég?

A: Þú ert hataður af tveimur milljörðum manna. Það er það
eina sem er nauðsynlegt að vita. Hvernig hlýtur manni
að líða sem er svo hataður? Þér hlýtur að líða eins og
maðki. Á bak við gáfnatalið veistu að þú ert ómerkilegri
en maðkur. Sem verður kraminn undir hæl okkar. Þú talar
um ferðalög til annarra landa, en þú getur ekki stigið niður
fæti í helmingnum af löndum heimsins vegna þess að þú
ert svo hataður þar. Segðu eitthvað um það, því ekki það.

SR: Ég hef lært mikið um skrímslavæðingu, það er rétt. Ég veit
að hægt er að búa til ímynd af manni, annað sjálf, sem ber
afar lítinn svip af hinu fyrra, en þetta annað sjálf öðlast
trúverðugleika vegna þess að það er endurtekið aftur og
aftur þar til það virðist raunverulegt, enn raunverulegra
en fyrra sjálfið. Ég held að það sé þetta seinna sjálf sem þú
hefur kynnst og skynjun þín á óvininum beinist gegn. Til
að svara spurningu þinni, veit ég að ég er ekki þetta seinna
sjálf. Ég er ég sjálfur og sný baki við hatri og í áttina að
kærleika.

A: Nei, það er fölsun. Það sem ég þekki af þér er raunverulegt.
Allir vita það.

SR: Það er til saga eftir Hans Christian Andersen um skugga sem
skilur sig frá manni og verður raunverulegri en maðurinn.
Að lokum kvænist skugginn prinsessu og hinn sanni maður
er líflátinn fyrir að vera fölsun.

A: Ég hef engan áhuga á sögum, eins og ég sagði þér áður.

SR: Hvað ef ég segði við þig að miðlæg í þeirri bók, sem ég skrif-
aði og þú hatar jafnvel þótt þú hafir aðeins lesið tvær síður
í henni, er múslimafjölskylda í Austur-London sem rekur
veitingastað og er lýst af sannkallaðri væntumþykju? Hvað
ef ég segði þér að áður hefði ég skrifað bók þar sem ég
gerði múslimska fjölskyldu sem lýst var af samúð mið-
læga í frásögninni af því þegar Indland og Pakistan fengu
sjálfstæði? Hvað ef ég segði þér að þegar sumir New
York- búar snerust gegn áætlunum um að reisa mosku í
grennd við Ground Zero eftir 11. september, varði ég rétt
moskunnar til að vera þar? Hvað ef ég segði við þig: Ég
hef ávallt lagst gegn sértrúarhugmyndafræði núverandi
valdhafa á Indlandi sem múslimar hafa einkum orðið fyrir
barðinu á? Og hvað ef ég segði við þig að ég hefði einu
sinni skrifað bók þar sem lýst er með samúð aðstæðum
múslima í Kasmír og ungum manni í Kasmír sem snýst á
sveif með jihad? Á vissan hátt skrifaði ég þá bók, Trúður-
inn Shalimar, um þig áður en ég kynntist þér og á meðan
ég skrifaði hana vissi ég að örlög manns ákvörðuðust af
skaphöfn hans – svo að í tilfelli þínu er eitthvað sem ég er
að reyna að nálgast, eitthvað í þér á bak við allan Youtube-
hávaðann sem gerði þér kleift að taka upp hnífinn.

A: Það skiptir ekki máli hvað þú segir við mig. Við vitum hver þú
ert. Ef þú heldur að þú getir unnið okkur á þitt band, þá
ertu heimskingi.

SR: Gott og vel. Fyrst svo er þá er ég heimskingi af því tagi.

Þögn.

SR: Hvað ef ég segði við þig að ástæðan fyrir því að ég og fólk
eins og ég hefur alltaf lagst gegn dauðarefsingu er sú að
það falla margir ranglátir dómar og ef manneskjan sem er
dæmd ranglátt er tekin af lífi þá er ekki hægt að leiðrétta
það?

A: Þú skalt ekki ljúga. Þú ert á móti dauðarefsingu vegna þess að
þú hefur verið dæmdur á réttlátan hátt og þú ert hræddur
við að deyja.

SR: Hvað ef ég segði við þig að til séu múslimskir rithöfundar
sem finnst bókin mín, þessi bók sem þú hatar eftir að hafa
lesið tvær blaðsíður, vera fögur og sönn? Hvað ef ég segði
við þig að þeir vilji endurheimta bók mína sem innihalds-
ríkt listaverk? Er þess einhver kostur að þú gætir íhugað
þann möguleika að hægt sé að líta með ýmsum öðrum
hætti á það sem ég geri, það sem ég hef gert? Þig langaði
til að vera böðull. Hvað ef þú lest síðar þessa rithöfunda og
áttar þig á því að þér kynni að hafa skjátlast?

A: Það skiptir ekki máli. Ég er í rauninni enginn lesandi. En ég
veit mínu viti.

SR: Þú átt eftir að hafa heilmikinn tíma til að lesa. Ég held ekki
að þú fáir aðgang að Netflix eða tölvuleikjum á þeim stað
sem bíður þín.

A: Mér er sama.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Söngvar Satans vísa til þess atviks þegar Múhameð söng öðrum guðum lof eftir stofnun einngyðisíslam. Múhammeð kenndi Satan um guðlastið því hann einfaldur maður hefði ekki borið kennsl á inngrip djöfulsins fyrr en það var orðið of seint.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár