Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Úr skálduðu samtali Salmans Rushdie við árásarmanninn A.

Brot úr skáld­uðu sam­tali Salm­ans Rus­hdie við árás­ar­mann­inn sem hann kýs að nefna ekki í sögu sinni en kall­ar A. Sam­tal­ið allt má lesa í Hnífi. Salm­an hef­ur sam­tal­ið og svo tala þeir til skipt­is.

Úr skálduðu samtali Salmans Rushdie við árásarmanninn A.
Salman Rushdie gaf nýverið út bókina Hnífur Mynd: Anton Brink

Hnífur: Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar – Forlagið bókabúð

SR: Þú trúir því að ég sé ofbeldi í mannslíki. Þú varst fjögur ár að
komast að þessu.

A: Þú ert ómerkilegur. Ég lærði margt. Loksins spurði ég sjálfan
mig hvað ég væri persónulega tilbúinn til að gera gegn
óvininum. Fyrst þá fór ég að hugsa um fólk eins og þig.

SR: Hvernig er fólk eins og ég?

A: Þú ert hataður af tveimur milljörðum manna. Það er það
eina sem er nauðsynlegt að vita. Hvernig hlýtur manni
að líða sem er svo hataður? Þér hlýtur að líða eins og
maðki. Á bak við gáfnatalið veistu að þú ert ómerkilegri
en maðkur. Sem verður kraminn undir hæl okkar. Þú talar
um ferðalög til annarra landa, en þú getur ekki stigið niður
fæti í helmingnum af löndum heimsins vegna þess að þú
ert svo hataður þar. Segðu eitthvað um það, því ekki það.

SR: Ég hef lært mikið um skrímslavæðingu, það er rétt. Ég veit
að hægt er að búa til ímynd af manni, annað sjálf, sem ber
afar lítinn svip af hinu fyrra, en þetta annað sjálf öðlast
trúverðugleika vegna þess að það er endurtekið aftur og
aftur þar til það virðist raunverulegt, enn raunverulegra
en fyrra sjálfið. Ég held að það sé þetta seinna sjálf sem þú
hefur kynnst og skynjun þín á óvininum beinist gegn. Til
að svara spurningu þinni, veit ég að ég er ekki þetta seinna
sjálf. Ég er ég sjálfur og sný baki við hatri og í áttina að
kærleika.

A: Nei, það er fölsun. Það sem ég þekki af þér er raunverulegt.
Allir vita það.

SR: Það er til saga eftir Hans Christian Andersen um skugga sem
skilur sig frá manni og verður raunverulegri en maðurinn.
Að lokum kvænist skugginn prinsessu og hinn sanni maður
er líflátinn fyrir að vera fölsun.

A: Ég hef engan áhuga á sögum, eins og ég sagði þér áður.

SR: Hvað ef ég segði við þig að miðlæg í þeirri bók, sem ég skrif-
aði og þú hatar jafnvel þótt þú hafir aðeins lesið tvær síður
í henni, er múslimafjölskylda í Austur-London sem rekur
veitingastað og er lýst af sannkallaðri væntumþykju? Hvað
ef ég segði þér að áður hefði ég skrifað bók þar sem ég
gerði múslimska fjölskyldu sem lýst var af samúð mið-
læga í frásögninni af því þegar Indland og Pakistan fengu
sjálfstæði? Hvað ef ég segði þér að þegar sumir New
York- búar snerust gegn áætlunum um að reisa mosku í
grennd við Ground Zero eftir 11. september, varði ég rétt
moskunnar til að vera þar? Hvað ef ég segði við þig: Ég
hef ávallt lagst gegn sértrúarhugmyndafræði núverandi
valdhafa á Indlandi sem múslimar hafa einkum orðið fyrir
barðinu á? Og hvað ef ég segði við þig að ég hefði einu
sinni skrifað bók þar sem lýst er með samúð aðstæðum
múslima í Kasmír og ungum manni í Kasmír sem snýst á
sveif með jihad? Á vissan hátt skrifaði ég þá bók, Trúður-
inn Shalimar, um þig áður en ég kynntist þér og á meðan
ég skrifaði hana vissi ég að örlög manns ákvörðuðust af
skaphöfn hans – svo að í tilfelli þínu er eitthvað sem ég er
að reyna að nálgast, eitthvað í þér á bak við allan Youtube-
hávaðann sem gerði þér kleift að taka upp hnífinn.

A: Það skiptir ekki máli hvað þú segir við mig. Við vitum hver þú
ert. Ef þú heldur að þú getir unnið okkur á þitt band, þá
ertu heimskingi.

SR: Gott og vel. Fyrst svo er þá er ég heimskingi af því tagi.

Þögn.

SR: Hvað ef ég segði við þig að ástæðan fyrir því að ég og fólk
eins og ég hefur alltaf lagst gegn dauðarefsingu er sú að
það falla margir ranglátir dómar og ef manneskjan sem er
dæmd ranglátt er tekin af lífi þá er ekki hægt að leiðrétta
það?

A: Þú skalt ekki ljúga. Þú ert á móti dauðarefsingu vegna þess að
þú hefur verið dæmdur á réttlátan hátt og þú ert hræddur
við að deyja.

SR: Hvað ef ég segði við þig að til séu múslimskir rithöfundar
sem finnst bókin mín, þessi bók sem þú hatar eftir að hafa
lesið tvær blaðsíður, vera fögur og sönn? Hvað ef ég segði
við þig að þeir vilji endurheimta bók mína sem innihalds-
ríkt listaverk? Er þess einhver kostur að þú gætir íhugað
þann möguleika að hægt sé að líta með ýmsum öðrum
hætti á það sem ég geri, það sem ég hef gert? Þig langaði
til að vera böðull. Hvað ef þú lest síðar þessa rithöfunda og
áttar þig á því að þér kynni að hafa skjátlast?

A: Það skiptir ekki máli. Ég er í rauninni enginn lesandi. En ég
veit mínu viti.

SR: Þú átt eftir að hafa heilmikinn tíma til að lesa. Ég held ekki
að þú fáir aðgang að Netflix eða tölvuleikjum á þeim stað
sem bíður þín.

A: Mér er sama.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Söngvar Satans vísa til þess atviks þegar Múhameð söng öðrum guðum lof eftir stofnun einngyðisíslam. Múhammeð kenndi Satan um guðlastið því hann einfaldur maður hefði ekki borið kennsl á inngrip djöfulsins fyrr en það var orðið of seint.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár