„Ég er ánægð með þá niðurstöðu að þetta hafi verið ólögmæt riftun á kaupsamningi. Mér finnst samt að það hefði átt að vera einhver refsing fyrir þetta,“ segir Ásta María H. Jensen. Hún keypti sér hreinræktaðan papillon-hvolp á síðasta ári sem hún nefndi Kríu. Ásta var í miklu sambandi við ræktandann, sendi henni myndir og fréttir af hvolpinum. Þremur vikum eftir að Ásta fékk Kríu hafði konan sem hún keypti hvolpinn af samband og bað um að fá að koma í heimsókn, sem Ásta sagði sjálfsagt.
Þegar konan kom inn var hún óvænt með manninn sinn með sér. „Ég hleypi þeim inn, sest í sófann og þau taka upp hvolpinn. Það fyrsta sem þau segja er að þau ætli að taka hann til baka þar sem þau fréttu úti í bæ að ég væri of veik til að sjá um hann,“ sagði Ásta í samtali við Heimildina í október á …
Athugasemdir