Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ekki hægt að fara að sofa í gær af því maður vissi ekki hvort að Yazan var öruggur“

Heim­ild­in ræddi við mót­mæl­end­ur sem stóðu fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un og mót­mæltu brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamimi. „Við er­um öll ógeðs­lega sár og reið í hjört­un­um okk­ar. Þetta er svo ómann­eskju­legt og ógeðs­legt að manni hryll­ir við,“ seg­ir einn mót­mæl­andi.

Mótmæli Talsverður fjöldi söng og kallaði á Hverfisgötunni í dag.

Fjöldi fólks var saman kominn á Hverfisgötu í morgun til að mótmæla yfirvofandi brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára gamals palestínsks drengs með Duchenne. Mótmælin voru fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin fundaði um málið. 

Til stóð að Yazan yrði fluttur frá Íslandi til Spánar í gærmorgun en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottvísuninni að beiðni ráðherra Vinstri grænna sem vildu taka frekari umræðu um málið.  Mótmælin hófust upp úr klukkan 8 í morgun, á sama tíma og fundur ríkisstjórnarinnar, og stóðu í fleiri klukkutíma þrátt fyrir nokkuð napurt veður. 

Heimildin / Davíð Þór

„Við erum öll ógeðslega sár og reið í hjörtunum okkar. Þetta er svo ómanneskjulegt og ógeðslegt að manni hryllir við,“ segir Erla Sverrisdóttir, einn mótmælenda við Heimildina.

Henni finnst mál Yazans setja „viðurstyggilegt fordæmi“ og segir að brottvísun hans megi ekki gerast. Spurð hvað henni finnist að ríkisstjórnin ætti gera segir hún að ráðherrar ættu að stíga fram og „sýna kærleika í verki.“

Heimildin / Davíð Þór

Karl Benediktsson segist vera að mótmæla „þessum fáránlega gjörningi að taka þennan dreng úr landi í gærkvöldi.“ Hann vonar að það verði ekki.

Hvað finnst þér að ætti að gera?

„Að sjálfsögðu að veita þessari fjölskyldu hæli hér,“ segir hann. „Eins og fjölda annarra sem þurfa á því að halda. Það er ekki einleikið hvernig lögum hefur verið breytt til þess að gera kleift svona gjörning eins og var framinn í gærkvöldi.“ 

Hann segir þetta vera afleiðing stefnu ríkisstjórnarinnar sem honum finnst hafa verið við völd of lengi. Ekki sé nóg að gert í málefnum flóttamanna. „Mér finnst það með ólíkindum hvernig er tekið á móti þessu fólki,“ segir Karl.

Heimildin / Davíð Þór

Vala Sigþrúðar Jónsdóttir segir brottvísun Yazans ólíðandi. „Ég trúi því ekki að við stöndum hér ennþá að mótmæla. Það er ófyrirgefanlegt ef ríkisstjórnin vísar Yazan úr landi.“ Hún nefnir að búið sé verið að mótmæla brottvísun drengsins síðan í sumar, hún trúir ekki að það þurfi að halda því áfram.

„Maður er síðan í gærmorgun ekki einu sinni búinn að hugsa heila hugsun. Það var ekki hægt að fara að sofa í gær því maður vissi ekki hvort að Yazan var öruggur.“

Vala segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki vera nægar ennþá. „Ég ætla að trúa því að það komi í ljós að þau hafi tekið rétta ákvörðun eftir stutta stund.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár