Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ekki hægt að fara að sofa í gær af því maður vissi ekki hvort að Yazan var öruggur“

Heim­ild­in ræddi við mót­mæl­end­ur sem stóðu fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un og mót­mæltu brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamimi. „Við er­um öll ógeðs­lega sár og reið í hjört­un­um okk­ar. Þetta er svo ómann­eskju­legt og ógeðs­legt að manni hryll­ir við,“ seg­ir einn mót­mæl­andi.

Mótmæli Talsverður fjöldi söng og kallaði á Hverfisgötunni í dag.

Fjöldi fólks var saman kominn á Hverfisgötu í morgun til að mótmæla yfirvofandi brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára gamals palestínsks drengs með Duchenne. Mótmælin voru fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin fundaði um málið. 

Til stóð að Yazan yrði fluttur frá Íslandi til Spánar í gærmorgun en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottvísuninni að beiðni ráðherra Vinstri grænna sem vildu taka frekari umræðu um málið.  Mótmælin hófust upp úr klukkan 8 í morgun, á sama tíma og fundur ríkisstjórnarinnar, og stóðu í fleiri klukkutíma þrátt fyrir nokkuð napurt veður. 

Heimildin / Davíð Þór

„Við erum öll ógeðslega sár og reið í hjörtunum okkar. Þetta er svo ómanneskjulegt og ógeðslegt að manni hryllir við,“ segir Erla Sverrisdóttir, einn mótmælenda við Heimildina.

Henni finnst mál Yazans setja „viðurstyggilegt fordæmi“ og segir að brottvísun hans megi ekki gerast. Spurð hvað henni finnist að ríkisstjórnin ætti gera segir hún að ráðherrar ættu að stíga fram og „sýna kærleika í verki.“

Heimildin / Davíð Þór

Karl Benediktsson segist vera að mótmæla „þessum fáránlega gjörningi að taka þennan dreng úr landi í gærkvöldi.“ Hann vonar að það verði ekki.

Hvað finnst þér að ætti að gera?

„Að sjálfsögðu að veita þessari fjölskyldu hæli hér,“ segir hann. „Eins og fjölda annarra sem þurfa á því að halda. Það er ekki einleikið hvernig lögum hefur verið breytt til þess að gera kleift svona gjörning eins og var framinn í gærkvöldi.“ 

Hann segir þetta vera afleiðing stefnu ríkisstjórnarinnar sem honum finnst hafa verið við völd of lengi. Ekki sé nóg að gert í málefnum flóttamanna. „Mér finnst það með ólíkindum hvernig er tekið á móti þessu fólki,“ segir Karl.

Heimildin / Davíð Þór

Vala Sigþrúðar Jónsdóttir segir brottvísun Yazans ólíðandi. „Ég trúi því ekki að við stöndum hér ennþá að mótmæla. Það er ófyrirgefanlegt ef ríkisstjórnin vísar Yazan úr landi.“ Hún nefnir að búið sé verið að mótmæla brottvísun drengsins síðan í sumar, hún trúir ekki að það þurfi að halda því áfram.

„Maður er síðan í gærmorgun ekki einu sinni búinn að hugsa heila hugsun. Það var ekki hægt að fara að sofa í gær því maður vissi ekki hvort að Yazan var öruggur.“

Vala segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki vera nægar ennþá. „Ég ætla að trúa því að það komi í ljós að þau hafi tekið rétta ákvörðun eftir stutta stund.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár