Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
Bryndís Klara Frá útför Bryndísar Klöru sem fram fór í dag. Bryndísar var minnst víða í dag og fylgdust þúsundir með jarðarför hennar. Bryndís var á öðru ári í Verzlunarskóla Íslands þegar hún lést og var afburðanemandi alla sína skólagöngu. Hún hugði á læknanám að loknu framhaldsskólanámi sínu, að því er fram kom í minningarorðum um hana. Mynd: Anton Brink

Ég ætla mér að búa í miðbænum í framtíðinni. Í gömlu timburhúsi og eiga tvo ketti sem heita herðatré og jólatré,“ sagði Bryndís Klara Birgisdóttir og hnippti í vinkonu sína á Menningarnótt. 

Því miður varð þessi draumur hennar ekki að veruleika. Bryndís Klara varð fyrir hnífstunguárás sama kvöld og lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Hún var 17 ára gömul. 

Jarðarför Bryndísar Klöru fór fram í Hallgrímskirkju í dag. Þétt var setið í kirkjunni og um 4.500 manns fylgdust með jarðarförinni í beinu streymi. Enn víðar minntist fólk Bryndísar Klöru en boðað var til minningarstöðu framan við Björg­un­ar­mið­stöð­ina í Skóg­ar­hlíð á sama tíma og jarðarförin fór fram. Landsmenn allir voru jafnframt hvattir til að kveikja á friðarkerti í dag til að minnast Bryndísar Klöru. 

„Sorg ykkar er sorg okkar allra“
Vigdís Finnbogadóttir
fyrrverandi forseti Íslands

Í minningarorðum sínum sagði séra Guðni Már Harðarson að þjóðin byggi við laskaða öryggiskennd í kjölfar árásarinnar og að ráðamenn þyrftu að grípa til aðgerða. Foreldrar Bryndísar Klöru hafa kallað eftir því að kærleikur verði að eina vopninu í samfélaginu og að óbærileg fórn Bryndísar Klöru muni bjarga mannslífum.

„Sorg ykkar er sorg okkar allra,“ sagði Guðni við jarðarför Bryndísar Klöru í dag og beindi orðum sínum til foreldra Bryndísar Klöru, Birgis og Iðunnar, og yngri systur hennar Vigdísar Eddu.

„Við treystum því að líf Bryndísar Klöru muni bjarga mörgum mannslífum. Kæru ráðamenn. Það verður ekki nóg að stafsetja eitthvað á blað. Við sem samfélag búum við laskaða öryggiskennd og þurfum að finna fyrir aðgerðunum,“ sagði Guðni. 

Ósanngjarnt líf

Hann vitnaði í orð Vigdísar sem skrifaði Bryndísi Klöru bréf þegar útlit var fyrir að hún myndi ekki hafa það af.

„Þú ert besta systir í heimi og ég mun sakna þín. Þú verður bráðum besti engill í heimi. Ég vil að þú sért hér heima að leika með mér en svona er lífið. Þótt það sé ósanngjarnt þá verður maður að berjast,“ skrifaði Vigdís og teiknaði undir 20 hjörtu. 

„Það er ekkert réttlæti í því að við séum hér í dag,“ sagði Guðni. „Það er svo stutt síðan hún gekk hér í hópi vina á menningarnótt.“

„Við treystum því að líf Bryndísar Klöru muni bjarga mörgum mannslífum“
Guðni Már Helgason
prestur

Guðni vék í lokin tali sínu að miklum bangsímonáhuga Bryndísar Klöru og því þegar hún spurði foreldra sína hvort hún mætti fá sér bangsímonhúðflúr á innanverðan handlegginn. Þau bentu henni á að henni þætti það kannski ekki eins krúttleg hugmynd þegar hún yrði áttræð. Hún gæti þó tekið ákvörðun þegar hún yrði 18 ára. En nú hafa foreldrarnir ákveðið að fá sér slíkt húðflúr í minningu Bryndísar Klöru og varðar þau lítið um það hvað öðrum kann að finnast þegar þau verða áttræð.

Bangsímon fylgdi Bryndísi Klöru og mun nú fylgja foreldrunum

Snjáð tuskubrúða af bangsímon fylgdi Bryndísi Klöru gjarnan. Vigdís Edda lagði þessa brúðu hjá Bryndísi Klöru á gjörgæslunni. Hún sá jafnframt til þess að brúðan fylgdi henni í kistuna, sagði Guðni.

Foreldrum Bryndísar Klöru hafa borist ótal kveðjur og þeim hélt áfram að rigna inn meðfram streyminu frá jarðarförinni. Á meðal þeirra sem sendu inn sína kveðju fyrir jarðarförina var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. 

„Sorg ykkar er sorg okkar allra,“ sagði Vigdís. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
5
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár