Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ugla Stefanía stígur inn í framkvæmdastjórn Pírata

Al­ger ný­lið­un varð á fram­kvæmda­stjórn Pírata þeg­ar ný stjórn var kos­in á að­al­fundi flokks­ins síð­deg­is í dag. Ugla Stef­an­ía Jóns­dótt­ir, kynja­fræð­ing­ur og sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um hinseg­in fólks, er á með­al nýja stjórn­ar­fólks­ins en Ugla hef­ur ver­ið áber­andi í um­ræð­unni um rétt­indi trans fólks hér á landi.

Ugla Stefanía stígur inn í framkvæmdastjórn Pírata
Ugla Stefanía hlaut flest atkvæði, eða 176 talsins, og stígur nú ný inn í framkvæmdastjórnina með fleirum. Mynd: Móa Hjartardóttir

Ný framkvæmdastjórn Pírata var kjörin á aðalfundi þeirra í Hörpu í dag. 19 manns voru í framboði og var framkvæmdastjórnin, ef litið er til aðalmanna einungis, endurnýjuð að fullu.

Í tilkynningu frá Pírötum kemur lokaniðurstaðan um kjör í framkvæmdastjórn flokksins fram:

  1. Halldór Auðar Svansson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, fyrsti borgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari
  2. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
  3.  Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, tómstunda- félagsmálafræðingur
  4.  Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Pírata
FramkvæmdastjórninFrá vinstri: Eva Sjöfn Heldadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson.

Þá voru Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, baráttumaður fyrir hagsmunum fatlaðs fólks, kjörnir varamenn en Haukur Viðar Alfreðsson verður gjaldkeri flokksins. Rúnar og Atli voru báðir í fyrri framkvæmdastjórn.

Jöfn skiptingHér má sjá að atkvæði til aðalmanna í framkvæmdastjórn skiptust nokkuð jafnt.
Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár