Ugla Stefanía stígur inn í framkvæmdastjórn Pírata

Al­ger ný­lið­un varð á fram­kvæmda­stjórn Pírata þeg­ar ný stjórn var kos­in á að­al­fundi flokks­ins síð­deg­is í dag. Ugla Stef­an­ía Jóns­dótt­ir, kynja­fræð­ing­ur og sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um hinseg­in fólks, er á með­al nýja stjórn­ar­fólks­ins en Ugla hef­ur ver­ið áber­andi í um­ræð­unni um rétt­indi trans fólks hér á landi.

Ugla Stefanía stígur inn í framkvæmdastjórn Pírata
Ugla Stefanía hlaut flest atkvæði, eða 176 talsins, og stígur nú ný inn í framkvæmdastjórnina með fleirum. Mynd: Móa Hjartardóttir

Ný framkvæmdastjórn Pírata var kjörin á aðalfundi þeirra í Hörpu í dag. 19 manns voru í framboði og var framkvæmdastjórnin, ef litið er til aðalmanna einungis, endurnýjuð að fullu.

Í tilkynningu frá Pírötum kemur lokaniðurstaðan um kjör í framkvæmdastjórn flokksins fram:

  1. Halldór Auðar Svansson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, fyrsti borgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari
  2. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
  3.  Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, tómstunda- félagsmálafræðingur
  4.  Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Pírata
FramkvæmdastjórninFrá vinstri: Eva Sjöfn Heldadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson.

Þá voru Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, baráttumaður fyrir hagsmunum fatlaðs fólks, kjörnir varamenn en Haukur Viðar Alfreðsson verður gjaldkeri flokksins. Rúnar og Atli voru báðir í fyrri framkvæmdastjórn.

Jöfn skiptingHér má sjá að atkvæði til aðalmanna í framkvæmdastjórn skiptust nokkuð jafnt.
Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár