Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ugla Stefanía stígur inn í framkvæmdastjórn Pírata

Al­ger ný­lið­un varð á fram­kvæmda­stjórn Pírata þeg­ar ný stjórn var kos­in á að­al­fundi flokks­ins síð­deg­is í dag. Ugla Stef­an­ía Jóns­dótt­ir, kynja­fræð­ing­ur og sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um hinseg­in fólks, er á með­al nýja stjórn­ar­fólks­ins en Ugla hef­ur ver­ið áber­andi í um­ræð­unni um rétt­indi trans fólks hér á landi.

Ugla Stefanía stígur inn í framkvæmdastjórn Pírata
Ugla Stefanía hlaut flest atkvæði, eða 176 talsins, og stígur nú ný inn í framkvæmdastjórnina með fleirum. Mynd: Móa Hjartardóttir

Ný framkvæmdastjórn Pírata var kjörin á aðalfundi þeirra í Hörpu í dag. 19 manns voru í framboði og var framkvæmdastjórnin, ef litið er til aðalmanna einungis, endurnýjuð að fullu.

Í tilkynningu frá Pírötum kemur lokaniðurstaðan um kjör í framkvæmdastjórn flokksins fram:

  1. Halldór Auðar Svansson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, fyrsti borgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari
  2. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
  3.  Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, tómstunda- félagsmálafræðingur
  4.  Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Pírata
FramkvæmdastjórninFrá vinstri: Eva Sjöfn Heldadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson.

Þá voru Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, baráttumaður fyrir hagsmunum fatlaðs fólks, kjörnir varamenn en Haukur Viðar Alfreðsson verður gjaldkeri flokksins. Rúnar og Atli voru báðir í fyrri framkvæmdastjórn.

Jöfn skiptingHér má sjá að atkvæði til aðalmanna í framkvæmdastjórn skiptust nokkuð jafnt.
Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár