Ný framkvæmdastjórn Pírata var kjörin á aðalfundi þeirra í Hörpu í dag. 19 manns voru í framboði og var framkvæmdastjórnin, ef litið er til aðalmanna einungis, endurnýjuð að fullu.
Í tilkynningu frá Pírötum kemur lokaniðurstaðan um kjör í framkvæmdastjórn flokksins fram:
- Halldór Auðar Svansson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, fyrsti borgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari
- Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
- Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, tómstunda- félagsmálafræðingur
- Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Pírata
Þá voru Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, baráttumaður fyrir hagsmunum fatlaðs fólks, kjörnir varamenn en Haukur Viðar Alfreðsson verður gjaldkeri flokksins. Rúnar og Atli voru báðir í fyrri framkvæmdastjórn.
Athugasemdir (1)