Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ugla Stefanía stígur inn í framkvæmdastjórn Pírata

Al­ger ný­lið­un varð á fram­kvæmda­stjórn Pírata þeg­ar ný stjórn var kos­in á að­al­fundi flokks­ins síð­deg­is í dag. Ugla Stef­an­ía Jóns­dótt­ir, kynja­fræð­ing­ur og sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um hinseg­in fólks, er á með­al nýja stjórn­ar­fólks­ins en Ugla hef­ur ver­ið áber­andi í um­ræð­unni um rétt­indi trans fólks hér á landi.

Ugla Stefanía stígur inn í framkvæmdastjórn Pírata
Ugla Stefanía hlaut flest atkvæði, eða 176 talsins, og stígur nú ný inn í framkvæmdastjórnina með fleirum. Mynd: Móa Hjartardóttir

Ný framkvæmdastjórn Pírata var kjörin á aðalfundi þeirra í Hörpu í dag. 19 manns voru í framboði og var framkvæmdastjórnin, ef litið er til aðalmanna einungis, endurnýjuð að fullu.

Í tilkynningu frá Pírötum kemur lokaniðurstaðan um kjör í framkvæmdastjórn flokksins fram:

  1. Halldór Auðar Svansson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, fyrsti borgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari
  2. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
  3.  Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, tómstunda- félagsmálafræðingur
  4.  Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Pírata
FramkvæmdastjórninFrá vinstri: Eva Sjöfn Heldadóttir, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Halldór Auðar Svansson.

Þá voru Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, baráttumaður fyrir hagsmunum fatlaðs fólks, kjörnir varamenn en Haukur Viðar Alfreðsson verður gjaldkeri flokksins. Rúnar og Atli voru báðir í fyrri framkvæmdastjórn.

Jöfn skiptingHér má sjá að atkvæði til aðalmanna í framkvæmdastjórn skiptust nokkuð jafnt.
Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár