Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
Farg Ísinn sem fólkið á myndinni stendur undir hrundi niður stuttu síðar. Mynd: Jónas Jónasson

Jónas Welding Jónasson stóð með 16 viðskiptavinum sínum við foss inni í Kötlujökli þegar hann leit upp og sá hvernig ísfossinn hafði skorið sex metra bita úr ísnum sem var farinn að losna úr loftinu. Jónas fylltist óhug og dreif hópinn út hið snarasta. Augnabliki síðar hrundi ísinn úr loftinu, beint ofan á svæðið þar sem hópurinn hafði staðið. Öflugur gustur blés aftan á hópinn. 

Þetta var í ágústmánuði árið 2018 og Jónas var starfandi jöklaleiðsögumaður að sýna fólki íshelli í Kötlujökli. Minningar um atvikið og það hve litlu munaði að stórslys yrði hafa sótt á hann síðan banaslys varð á Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag þegar karlmaður lést og barnshafandi kona slasaðist. Þau voru í skipulagðri ferð með leiðsögumanni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. 

Jónas Jónassonstarfaði sem jöklaleiðsögumaður um árabil.

Jónas segir vitað mál að eitthvað slíkt myndi eiga sér stað á endanum og að hann sé …

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Viggó Jörgensson skrifaði
    Það hættulegasta við íshellaferð er að þurfa að aka um þjóðveg númer eitt. En landið okkar er lifandi og síbreytilegt. Það sem er mögulega í lagi í fyrramálið er það svo ef til vill ekki eftir hádegið. Og alveg eins og að við þurfum að hafa augun hjá okkur á þjóðveginum þurfum við líka uppi á jökli. Ekki láta einhvern segja okkur að allt sé í lagi. Við þurfum að kanna það sjálf í hvert einasta skipti.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnleysi í ferðaþjónustu

Slys og dauðsföll ferðamanna eru ekki skráð sérstaklega
GreiningStjórnleysi í ferðaþjónustu

Slys og dauðs­föll ferða­manna eru ekki skráð sér­stak­lega

Mik­il um­ræða um ör­yggi ferða­manna fór af stað í kjöl­far slyss­ins í Breiða­merk­ur­jökli síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Frétt­ir af al­var­leg­um slys­um með­al ferða­manna birt­ast reglu­lega í fjöl­miðl­um og vekja gjarn­an óhug. Hins veg­ar er hvergi að finna mið­læga skrá þar sem hald­ið er ut­an um tíðni slysa á með­al ferða­manna hér á landi.
„Sem ráðherra og manneskju þykir mér þetta afskaplega leitt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Sem ráð­herra og mann­eskju þyk­ir mér þetta af­skap­lega leitt“

Lilja Al­freðs­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, seg­ir að koma hefði mátt í veg fyr­ir slys­ið á Breiða­merk­ur­jökli. „Það var bú­ið að vara við þessu og ekki gert meira með það.“ Hún seg­ist bú­in að kanna líð­an kon­unn­ar sem slas­að­ist og missti unn­usta sinn í slys­inu og koma á fram­færi skila­boð­um um að yf­ir­völd séu boð­in og bú­in að að­stoða hana eft­ir fremsta megni.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
Hræðilegur atburður sem ýtir við okkur
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Hræði­leg­ur at­burð­ur sem ýt­ir við okk­ur

Ferða­mála­stjóri tel­ur tíma­bært að koma aft­ur bönd­um á þann fjölda sem fer upp á Vatna­jök­ul hverju sinni. Álags­stýr­ing tíðk­að­ist fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur en hún var felld úr gildi í far­aldr­in­um. Bana­slys varð á jökl­in­um um síð­ustu helgi en ör­ygg­is­áætl­un fyr­ir­tæk­is­ins sem fór ferð­ina lá ekki fyr­ir hjá Ferða­mála­stofu, enda er inn­lagn­ar slíkr­ar áætl­un­ar ekki kraf­ist við um­sókn um leyfi. Það fyr­ir­komu­lag er nú til end­ur­skoð­un­ar.
„Við vitum að þetta er hættulegt“ – en enginn ber ábyrgðina
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Við vit­um að þetta er hættu­legt“ – en eng­inn ber ábyrgð­ina

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veð­ur­stof­unni og drög­um að áhættumati úr skýrslu Jarð­vís­inda­stofn­un­ar hefðu ís­hella­ferð­ir átt að vera bann­að­ar dag­inn sem bana­slys varð á Breiða­merk­ur­jökli, sök­um hita­stigs. Hug­mynd­ir um bætt ör­yggi ferða­manna hafa strand­að, áhættumat hef­ur ekki ver­ið fram­kvæmt og hver bend­ir á ann­an þeg­ar kem­ur að end­an­legri ábyrgð. Enda er eng­in stök stjórn­sýslu­stofn­un sem ber ábyrgð á ör­yggi ferða­manna hér á landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár