Jónas Welding Jónasson stóð með 16 viðskiptavinum sínum við foss inni í Kötlujökli þegar hann leit upp og sá hvernig ísfossinn hafði skorið sex metra bita úr ísnum sem var farinn að losna úr loftinu. Jónas fylltist óhug og dreif hópinn út hið snarasta. Augnabliki síðar hrundi ísinn úr loftinu, beint ofan á svæðið þar sem hópurinn hafði staðið. Öflugur gustur blés aftan á hópinn.
Þetta var í ágústmánuði árið 2018 og Jónas var starfandi jöklaleiðsögumaður að sýna fólki íshelli í Kötlujökli. Minningar um atvikið og það hve litlu munaði að stórslys yrði hafa sótt á hann síðan banaslys varð á Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag þegar karlmaður lést og barnshafandi kona slasaðist. Þau voru í skipulagðri ferð með leiðsögumanni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys.
Jónas segir vitað mál að eitthvað slíkt myndi eiga sér stað á endanum og að hann sé …
Athugasemdir (1)