Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Slys og dauðsföll ferðamanna eru ekki skráð sérstaklega

Mik­il um­ræða um ör­yggi ferða­manna fór af stað í kjöl­far slyss­ins í Breiða­merk­ur­jökli síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Frétt­ir af al­var­leg­um slys­um með­al ferða­manna birt­ast reglu­lega í fjöl­miðl­um og vekja gjarn­an óhug. Hins veg­ar er hvergi að finna mið­læga skrá þar sem hald­ið er ut­an um tíðni slysa á með­al ferða­manna hér á landi.

Slys og dauðsföll ferðamanna eru ekki skráð sérstaklega
Lítið um gögn Hvergi er að finna skrá yfir slys hjá erlendum ferðamönnum hér landi þrátt fyrir brýna þörf. Mynd: Golli

Banaslysið á Breiðamerkurjökil hefur knúið fram mikla umræðu og vakið ýmsar spurningar um öryggismál í ferðaiðnaðinum hér á landi. 

Atvikið hefur ekki aðeins vakið spurningar um öryggi ferðmanna sem gera sér ferðir á jökla og íshella á mismunandi árstímum. Margir velta fyrir sér hvort mikil eftirspurn og gróðavon stofni ferðamönnum í hættu, sérstaklega á svæðum sem geta verið háskaleg.

Fyrr í vikunni var konu á sjötugsaldri bjargað úr gjánni Silfru á Þingvöllum eftir að hafa misst meðvitund í köfunarferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Ófáir ferðamenn hafa verið hætt komnir og jafnvel týnt lífinu í köfunarferðum í gjánni á undanförnum árum. 

Fréttir af alvarlegum slysum hjá erlendum ferðamönnum hér á landi eru tíðar og hafa birst reglulega, sérstaklega eftir að ferðamönnum fór að fjölga á Íslandi snemma á síðasta áratug. Slíkar fréttir vekja gjarnan óhug og ýta af stað …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Mjög góð grein og nauðsynleg á svo margan hátt! Ef tölurnar um slys og! veikindi ferðamanna eru ekki skráðar er ekki heldur hægt að setja þær í samhengi við heilbrigðisþjónustuna, sem er hreinlega að blæða út vegna ofurálags.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
„Sem ráðherra og manneskju þykir mér þetta afskaplega leitt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Sem ráð­herra og mann­eskju þyk­ir mér þetta af­skap­lega leitt“

Lilja Al­freðs­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, seg­ir að koma hefði mátt í veg fyr­ir slys­ið á Breiða­merk­ur­jökli. „Það var bú­ið að vara við þessu og ekki gert meira með það.“ Hún seg­ist bú­in að kanna líð­an kon­unn­ar sem slas­að­ist og missti unn­usta sinn í slys­inu og koma á fram­færi skila­boð­um um að yf­ir­völd séu boð­in og bú­in að að­stoða hana eft­ir fremsta megni.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
Hræðilegur atburður sem ýtir við okkur
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Hræði­leg­ur at­burð­ur sem ýt­ir við okk­ur

Ferða­mála­stjóri tel­ur tíma­bært að koma aft­ur bönd­um á þann fjölda sem fer upp á Vatna­jök­ul hverju sinni. Álags­stýr­ing tíðk­að­ist fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur en hún var felld úr gildi í far­aldr­in­um. Bana­slys varð á jökl­in­um um síð­ustu helgi en ör­ygg­is­áætl­un fyr­ir­tæk­is­ins sem fór ferð­ina lá ekki fyr­ir hjá Ferða­mála­stofu, enda er inn­lagn­ar slíkr­ar áætl­un­ar ekki kraf­ist við um­sókn um leyfi. Það fyr­ir­komu­lag er nú til end­ur­skoð­un­ar.
„Við vitum að þetta er hættulegt“ – en enginn ber ábyrgðina
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Við vit­um að þetta er hættu­legt“ – en eng­inn ber ábyrgð­ina

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veð­ur­stof­unni og drög­um að áhættumati úr skýrslu Jarð­vís­inda­stofn­un­ar hefðu ís­hella­ferð­ir átt að vera bann­að­ar dag­inn sem bana­slys varð á Breiða­merk­ur­jökli, sök­um hita­stigs. Hug­mynd­ir um bætt ör­yggi ferða­manna hafa strand­að, áhættumat hef­ur ekki ver­ið fram­kvæmt og hver bend­ir á ann­an þeg­ar kem­ur að end­an­legri ábyrgð. Enda er eng­in stök stjórn­sýslu­stofn­un sem ber ábyrgð á ör­yggi ferða­manna hér á landi.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár