Á árunum fyrir kórónuveirufaraldur tíðkaðist álagsstýring inn í Vatnajökulsþjóðgarð en hún var felld úr gildi í faraldrinum og hafði henni ekki verið komið á aftur þegar banaslys varð á Breiðamerkurjökli, sem staðsettur er í Vatnajökulsþjóðgarði, um síðastliðna helgi.
Leiðsögumenn hafa í kjölfar slyssins lýst gullæði í jöklaferðum á Vatnajökli undanfarið og of mikilli mannmergð. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri telur að tími sé kominn á álagsstýringu, sem lýsir sér í því að hvert fyrirtæki fær nokkurs konar kvóta fyrir fjölda ferðamanna sem það má fara með upp á jökulinn, á svæðinu að nýju.
„Nú er farið að fjölga aftur og traffíkin er orðin mikil. Að mínu mati þarf að endurskoða og endurvekja þetta úthlutunarkerfi,“ segir Arnar.
Staðan á Vatnajökli hafði ekki verið til sérstakrar skoðunar hjá Ferðamálastofu í aðdraganda slyssins.
„Við reynum að horfa á alla áfangastaði …
Athugasemdir