Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Meistaraverkið friðað

Eft­ir mikla óvissu mán­uð­um sam­an hef­ur SAS hót­el­ið við Vester­broga­de, eitt þekkt­asta kenni­leiti Kaup­manna­hafn­ar, ver­ið frið­að. Hús­ið er tal­ið merk­asta verk hins heims­fræga arki­tekts Arne Jac­ob­sen. Eig­end­urn­ir ætl­uðu að gera mikl­ar breyt­ing­ar á út­liti húss­ins en frið­lýs­ing­in kem­ur í veg fyr­ir það.

Árið 1954 tilkynntu stjórnendur SAS að flugfélagið hygðist reisa 22 hæða hótel á horni Vesterbrogade og Hammerichsgade. Mörgum leist ekki vel á þessa hugmynd og spurt var hvort virkilega ætti að klessa þarna niður kassalaga háhýsi að amerískri fyrirmynd og það á þessum áberandi stað, eins og það var orðað. Þegar greint var frá því að Arne Jacobsen myndi teikna húsið þótti það góðs viti, hann var á þessum tíma meðal þekktustu arkitekta Danmerkur og reyndar orðinn þekktur víða um lönd fyrir verk sín. Jafnframt var greint frá því að Arne Jacobsen myndi ekki einungis teikna húsið sjálft heldur líka öll húsgögn og borðbúnað, lampa og ljós, já og öskubakkana, sem þá voru taldir nauðsynlegur hluti húsbúnaðar. Meðal húsgagnanna voru stólarnir Eggið og Svanurinn sem enn eru framleiddir og seljast grimmt, eins og sagt er. 

HönnuðurinnÞegar greint var frá því að Arne Jacobsen myndi teikna hóitelið þótti það góðs viti, hann var á þessum tíma meðal þekktustu arkitekta Danmerku og reyndar orðinn þekktur víða um lönd fyrir verk sín.

Gler og málmur                                                                                                      

Í viðtali sagði arkiktektinn að hótelið yrði með léttum útveggjum úr gleri og málmi, líkt og víða mátti sjá í vestrænum borgum, á eftirstríðsárunum og reyndar miklu lengur. Hæðirnar eins og áður sagði 22, tvær neðstu hæðirnar eins konar sökkulbygging. Fyrir utan gluggana yrði sökkulbyggingin klædd grænum emaleruðum stálplötum. Allt gler í húsinu yrði í mildum grænum lit, sagði arkitektinn, húsið um það bil 70 metra hátt og herbergin 260.

Et pragtfuldt hotel

Þegar hótelið var tekið í notkun árið 1960 fékk það nafnið SAS Royal Hotel. Danskir fjölmiðlar greindu ítarlega frá þessari nýju glæsibyggingu, eins og komist var að orði. Birtar voru myndir af vel búnum herbergjum og veislusölum en engan grunaði kannski að húsgögnin og hótelbyggingin sjálf, yrðu klassík í danskri hönnunarsögu.

Í bygginguÁkveðið var að ráðast í byggingu SAS-hótelsins árið 1954 og það var tekið í notkun árið 1960.

Margt breytt

Eins og áður var getið eru herbergin 260. Einungis eitt þeirra, númer 606, er óbreytt frá upphafi. Hinum hefur öllum verið breytt, og margir hafa orðið til að gagnrýna þær breytingar. Hluti jarðhæðarinnar með glæsilegum bar er óbreytt og þar eru húsgögn Arne Jacobsen, meðal annars Eggið og Svanurinn. Ytra útlit hússins var hins vegar óbreytt til ársins 2017.

Grænt ekki sama og grænt

Eins og fyrr var getið er neðsti hluti hótelsins, sökkullinn, emaleraðar plötur, grænar að lit. Árið 2017 ákvað núverandi eigandi hótelsins, Weenasgruppen, að láta mála plöturnar. Nýi liturinn er vissulega grænn en ekki eins og sá upphaflegi, þetta gagnrýndu margir. Umhverfis- og eftirlitsyfirvöld borgarinnar gerðu engar athugasemdir. Í viðtali sem tekið var í tengslum við breytta græna litinn sagði Lars Weenas forstjóri Weenasgrupen að brátt yrði komið að miklu viðhaldi á öllu ytra byrði hússins. Danskur arkitekt sagði af þessu tilefni að vissara væri að fylgjast vel með fyrirhuguðum viðgerðum. Leið nú og beið.

Hefði gjörbreytt ásýnd hússins

Fyrir ári síðan, nánar tiltekið 2. september 2023, birtist á vefsíðum margra danskra fjölmiðla bréf frá bandaríska arkitektinum Michael Sheridan. Hann er þekktur á sínu sviði og sérstakur áhugamaður um norræna byggingalist og einkum og sérílagi danska arkitektinn Arne Jacobsen.

Ástæða þess að Michael Sheridan ákvað að stinga niður penna var sú að eigendur hótelsins höfðu látið útbúa einskonar sýningarveggbút (mockup) sem sýndi hvernig hótelið myndi líta út eftir þær breytingar og endurnýjun sem eigendurnir höfðu í huga. Ótti þeirra sem lýst höfðu áhyggjum reyndist ekki ástæðulaus, gluggapóstarnir mun breiðari en hinir upprunalegu og ekki í sama lit. Útlit hússins yrði gjörbreytt.

Arne Jacobsen hafði á sínum tíma lagt mikla áherslu á að póstarnir yrðu mjög mjóir.

Í áðurnefndu bréfi frá Michael Sheridan varaði hann við því að ef útliti hússins yrði breytt, eins og sýningarbúturinn gæfi til kynna, yrði  búið að stórskemma þetta glæsilega hús, eina stærstu fjöðrina í danskri byggingalist.

Lögðu til friðun

Margir urðu til að taka undir orð Michael Sheridan og landssamtökin By& Land Danmark lögðu til að hótelið yrði friðað. Samtökin eru ráðgefandi fyrir stjórnvöld varðandi friðun húsa og annarra mannvirkja og umhverfis.

Eigandi hússins, Weenasgruppen, lýsti sig andvígan hugmyndum um friðun, erfitt væri að reka hótel ef engu mætti breyta og benti á að mörgu í SAS hótelinu hefði verið breytt gegnum árin þótt útlitið væri hið upprunalega, talsmaður eigandans nefndi ekki grænu málninguna.

Málið kom nú til kasta ráðgjafarnefndar menningarmálaráðuneytisins (Det Særlige Bygningssyn) og 18. janúar síðastliðinn birti nefndin álit sitt þar sem mælt var með friðun hússins, að utan og innan. Eigandi hótelsins sagði í umsögn sinni (sem er lögbundinn réttur) geta fallist á að ytra byrði hússins yrði friðað en gæti ekki samþykkt innanhússfriðun, nema að takmörkuðu leyti og nefndi í því sambandi þann hluta jarðhæðarinnar, sem hefur aldrei verið breytt.

Tilkynnt um friðun

14. ágúst síðastliðinn sendi Slots- og Kulturstyrelsen, sem er deild í Menningarmálaráðuneytinu frá sér tilkynningu. Þar kom fram að ákveðið hefði verið að friða SAS hótelið, bæði að utan og innan. Hvort, og þá að hve miklu leyti þeim hluta hótelsins, t.d herbergjum sem breytt hefur verið, verði færður í upprunalegt horf er ókomið í ljós.

Þess má að lokum geta að eigendur friðaðra bygginga geta sótt sérstaka styrki til viðhalds og endurnýjunar til Menningarmálaráðuneytisins og um friðaðar byggingar gilda sérstakar reglur varðandi skatta og gjöld.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
1
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
3
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
4
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár