Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fékk upplýsingar um son sinn

Leit­að er að syni Ás­geirs Jóns­son­ar seðla­banka­stjóra. Hann skýr­ir mál­ið í Face­book-færslu.

Fékk upplýsingar um son sinn
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri og fjölskylda hans leita sonar hans, Þóris Kolka. Mynd: Davíð Þór

Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir ungum manni, Þóri Kolka Ásgeirssyni, sem hefur ekki spurst til frá lokum júlímánaðar. Fram kom í fréttum fjölmiðla í dag að lýst hefði verið eftir Þóri 30. júlí eftir að fjölskylda hans missti samband við hann. Líklegt er talið að hann hafi heimsótt Ítalíu, Sviss og Egyptaland upp á síðkastið.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er faðir Þóris, eins og komið hefur fram í fréttum í dag og birt er á vef Interpol. Hann útskýrir leitina í stuttri færslu í Facebook í dag og biður um svigrúm. „Við – fjölskylda Þóris Kolka - leituðum til lögreglu vegna þess að við höfðum ekki haft spurnir af honum um nokkurn tíma. Var í kjölfarið lýst eftir honum af Interpol, að okkar ósk,“ segir hann.

Þórir KolkaEr talinn hafa ferðast um lönd eins og Ítalíu, Sviss og Egyptaland.

Í færslu sinni biður Ásgeir um svigrúm til þess að vinna að málinu utan kastljóss fjölmiðla. Fram kom í viðtali við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón og tengilið Íslands við Interpol, á Vísi í dag að maðurinn „gæti verið í hættu“.

Þetta ber Ásgeir að hluta til baka í færslu sinni. Á síðustu dögum hefur hann fengið vísbendingar sem hafa sefað áhyggjur fjölskyldunnar tímabundið. „Nú, fyrir örfáum dögum fengum við fregnir af honum sem hafa gert okkur rólegri, um sinn.“

Fjallað var um leitina að Þóri á Vísi.is, mbl.is, Rúv.is og víðar í dag. Í færslu sinni þakkar Ásgeir sýndan hlýhug. „Við viljum síðan senda öllum þeim hlýjar kveðjur, sem hafa sýnt okkur stuðning og velvilja í dag.“

Óskað er eftir því að þau sem gætu haft upplýsingar um ferðir Þóris hafi samband við lögreglu.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár