Meðalheildartekjur oddvita stjórnmálaflokkanna í Reykjavík voru 22,9 milljónir árið 2023 þegar fjármagnstekjur eru reiknaðar með. Meðaltekjur þeirra á mánuði voru 1,7 milljónir. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var með hæstu heildartekjurnar, eða 37,5 milljónir. Hún sker sig töluvert úr þar sem fjármagnstekjur hennar voru 15 milljónir króna á síðasta ári.
Hildur segir í samtali við Heimildina að þessar háu tekjur hennar skýrist af því að hún var samsköttuð með eiginmanni sínum, Jóni Skaftasyni. „Hann er í sjálfstæðum rekstri og þetta er aðallega arður sem hann greiðir út úr þeim rekstri.“
Varðandi laun borgarfulltrúa segir Hildur að starf þeirra sé vel borgað en bendir á að launastrúktúrinn byggi á vinnuálagi. „Þannig að launin eru ekki þau sömu fyrir alla. Nú er ég til að mynda oddviti stærsta flokksins í borgarstjórn og því fylgja ákveðin aukastörf sem auka við launin. Þannig að launin tengjast vinnuálagi og verkefnum.“ Hildur fær þannig hærri laun fyrir …
Athugasemdir