Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Harmleikur í Neskaupstað

Eldri hjón fund­ust lát­in og mað­ur hand­tek­inn í Aust­ur­bæ Reykja­vík­ur.

Harmleikur í Neskaupstað
Neskaupstaður Eldri hjón fundust látin í bænum. Mynd: Shutterstock

Voveiflegar atburður átti sér stað í Neskaupstað í nótt. Samkvæmt yfirlýsingu frá Lögreglunni á Austurlandi rannsakar hún „alvarlegt atvik“ sem átti sér stað í heimahúsi í bænum. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir.

Lögreglan hefur í dag verið við aðgerðir í húsinu, sem er við Strandgötu, aðalgötu bæjarins.

Í frétt RÚV kemur fram að hin látnu hafi verið eldri hjón. Þá hafi bifreið hjónanna horfið. Í kjölfarið hafi lögregla handtekið mann í Reykjavík, eftir að hafa verið með viðbúnað á Snorrabraut og lokað umferð við Eiríksgötu. Vitni að aðgerðum lögreglu á Snorrabraut segist í samtali við dv.is hafa séð tvo menn með skammbyssur stökkva út úr ómerktri bifreið. Um var að ræða óeinkennisklædda lögreglumenn.

Þetta er ekki eina höggið sem samfélagið í Neskaupstað hefur fengið á sig. Í dag klukkan 18 átti að halda minningarstund vegna andláts manns sem lést af völdum voðaskots við Hálslón í fyrradag. Maðurinn hafði misst barnungan son sinn úr bráðum veikindum fyrr í sumar.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár