Voveiflegar atburður átti sér stað í Neskaupstað í nótt. Samkvæmt yfirlýsingu frá Lögreglunni á Austurlandi rannsakar hún „alvarlegt atvik“ sem átti sér stað í heimahúsi í bænum. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir.
Lögreglan hefur í dag verið við aðgerðir í húsinu, sem er við Strandgötu, aðalgötu bæjarins.
Í frétt RÚV kemur fram að hin látnu hafi verið eldri hjón. Þá hafi bifreið hjónanna horfið. Í kjölfarið hafi lögregla handtekið mann í Reykjavík, eftir að hafa verið með viðbúnað á Snorrabraut og lokað umferð við Eiríksgötu. Vitni að aðgerðum lögreglu á Snorrabraut segist í samtali við dv.is hafa séð tvo menn með skammbyssur stökkva út úr ómerktri bifreið. Um var að ræða óeinkennisklædda lögreglumenn.
Þetta er ekki eina höggið sem samfélagið í Neskaupstað hefur fengið á sig. Í dag klukkan 18 átti að halda minningarstund vegna andláts manns sem lést af völdum voðaskots við Hálslón í fyrradag. Maðurinn hafði misst barnungan son sinn úr bráðum veikindum fyrr í sumar.
Athugasemdir