Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrrverandi forsætisráðherra græðir á ritstörfum

Þing­mennska og bóka­út­gáfa geta gef­ið vel af sér eins og sjá má á há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar í ár. Fjár­magn­s­tekj­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur voru tæp­ar 14 millj­ón­ir króna á síð­asta ári en þær skýr­ast af höf­und­ar­rétt­ar­greiðsl­um fyr­ir bók­ina Reykja­vík sem hún skrif­aði með Ragn­ari Jónas­syni ár­ið áð­ur.

Fyrrverandi forsætisráðherra græðir á ritstörfum
Lögmaður, rithöfundur, fyrrverandi stjórnmálamaður og rithöfundur Athygli vakti þegar forsætisráðherra gaf út spennusögu fyrir tveimur árum ásamt Ragnari Jónassyni. Bókin sló í gegn og varð sú söluhæsta það árið. Mynd: Baldur Kristjánsson

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna (VG), var tekjuhæst þeirra sem sátu á Alþingi árið 2023. Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra og formaður VG í apríl síðastliðnum þegar hún bauð sig fram til forseta þar sem Halla Tómasdóttir bar sigur úr býtum. 

Það sem vekur athygli er að fyrrverandi forsætisráðherra var með hæstu heildartekjurnar af þingmönnum og ráðherrum, eða rétt rúmar 49 milljónir. Meðaltekjur hennar á mánuði voru 2,9 milljónir króna og fjármagnstekjur á árinu voru 13,9 milljónir. 

13,9
miiljónir
fjármagnstekjur Katrínar á síðasta ári.

Í skriflegu svari Katrínar við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að um sé að ræða fjármagnstekjur vegna útgáfu á bók þeirra Ragnars Jónassonar, Reykjavík, í fjölmörgum löndum, en hún bendir í svarinu á að höfundarréttargreiðslur teljist til fjármagnstekna.

Mest selda bókin 2022

Bókin Reykjavík, sem kom út árið 2022, var mest selda bókin það árið samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda. Frekar óvenjulegt er að …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Hvernig skipta Íslensk fyrirmenni á milli sýn múturgreiðslum visa 292 Sigurður Einarsson 900milljónir á tveim dögum í september 2019 eignaspjöll málatilbúnaður skjalafals misnotkun á dómstólum og neitun á áfríjun á máli? Davíð Oddson annar glæpasagnahöfundur og höfundur hrunsins (stolið frá höfundi stafrófsins) einn af frumkvöðlum múturþega í Íslenskum stjórnmálum fékk vinnu og efni gefins í einbýlishúsið sitt segja mér kunnugir úr byggingabransanum
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þau eru reyndar tvö sem skrifuðu þessa bók þannig að þetta er bara helmingurinn og auðvitað hefur verið einhver kostnaður sem hefur verið dreginn frá tekjum í þessum rekstri.

    Það sem ætti auðvitað að vekja athygli er, að ekki er greitt útsvar af fjármagnstekjum eins á er bent eru allir rithöfundar rekstraraðilar og greiða aðeins 22% í heildarskatt og greiða ekki af þessum tekjum í lífeyrissjóð. Stétt rithöfunda og bókaiðnaðurinn njóta verulegra ríkisstyrkja. Enginn stétt duglegri við barma sér og sífellt vælandi um meiri stuðning frá ríkissjóði.

    Það er auðvitað erfitt til þess að hugsa, að Katrín skuli vera í svona mikilli skuld eftir framboðið. Er sýnir svart á hvítu að peningaelítan og fyrirtækin hafa líklega lítið sem ekkert stutt framboð hennar.
    0
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    "í upphafi skyldi endinn skoða"
    0
  • Saevar Helgason skrifaði
    Og svo betlar hún pening af almenningi til að eiga fyrir framboði sínu til Forseta...?!?
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ráðherra á aldrei frí" ... sagði Margaret Thatcher.
    Katrín virðist hafa haft rúman tíma fyrir skrifin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár