Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna (VG), var tekjuhæst þeirra sem sátu á Alþingi árið 2023. Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra og formaður VG í apríl síðastliðnum þegar hún bauð sig fram til forseta þar sem Halla Tómasdóttir bar sigur úr býtum.
Það sem vekur athygli er að fyrrverandi forsætisráðherra var með hæstu heildartekjurnar af þingmönnum og ráðherrum, eða rétt rúmar 49 milljónir. Meðaltekjur hennar á mánuði voru 2,9 milljónir króna og fjármagnstekjur á árinu voru 13,9 milljónir.
13,9
Í skriflegu svari Katrínar við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að um sé að ræða fjármagnstekjur vegna útgáfu á bók þeirra Ragnars Jónassonar, Reykjavík, í fjölmörgum löndum, en hún bendir í svarinu á að höfundarréttargreiðslur teljist til fjármagnstekna.
Mest selda bókin 2022
Bókin Reykjavík, sem kom út árið 2022, var mest selda bókin það árið samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda. Frekar óvenjulegt er að …
Það sem ætti auðvitað að vekja athygli er, að ekki er greitt útsvar af fjármagnstekjum eins á er bent eru allir rithöfundar rekstraraðilar og greiða aðeins 22% í heildarskatt og greiða ekki af þessum tekjum í lífeyrissjóð. Stétt rithöfunda og bókaiðnaðurinn njóta verulegra ríkisstyrkja. Enginn stétt duglegri við barma sér og sífellt vælandi um meiri stuðning frá ríkissjóði.
Það er auðvitað erfitt til þess að hugsa, að Katrín skuli vera í svona mikilli skuld eftir framboðið. Er sýnir svart á hvítu að peningaelítan og fyrirtækin hafa líklega lítið sem ekkert stutt framboð hennar.
Katrín virðist hafa haft rúman tíma fyrir skrifin.