Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Fyrrverandi forsætisráðherra græðir á ritstörfum

Þing­mennska og bóka­út­gáfa geta gef­ið vel af sér eins og sjá má á há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar í ár. Fjár­magn­s­tekj­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur voru tæp­ar 14 millj­ón­ir króna á síð­asta ári en þær skýr­ast af höf­und­ar­rétt­ar­greiðsl­um fyr­ir bók­ina Reykja­vík sem hún skrif­aði með Ragn­ari Jónas­syni ár­ið áð­ur.

Fyrrverandi forsætisráðherra græðir á ritstörfum
Lögmaður, rithöfundur, fyrrverandi stjórnmálamaður og rithöfundur Athygli vakti þegar forsætisráðherra gaf út spennusögu fyrir tveimur árum ásamt Ragnari Jónassyni. Bókin sló í gegn og varð sú söluhæsta það árið. Mynd: Baldur Kristjánsson

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna (VG), var tekjuhæst þeirra sem sátu á Alþingi árið 2023. Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra og formaður VG í apríl síðastliðnum þegar hún bauð sig fram til forseta þar sem Halla Tómasdóttir bar sigur úr býtum. 

Það sem vekur athygli er að fyrrverandi forsætisráðherra var með hæstu heildartekjurnar af þingmönnum og ráðherrum, eða rétt rúmar 49 milljónir. Meðaltekjur hennar á mánuði voru 2,9 milljónir króna og fjármagnstekjur á árinu voru 13,9 milljónir. 

13,9
miiljónir
fjármagnstekjur Katrínar á síðasta ári.

Í skriflegu svari Katrínar við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að um sé að ræða fjármagnstekjur vegna útgáfu á bók þeirra Ragnars Jónassonar, Reykjavík, í fjölmörgum löndum, en hún bendir í svarinu á að höfundarréttargreiðslur teljist til fjármagnstekna.

Mest selda bókin 2022

Bókin Reykjavík, sem kom út árið 2022, var mest selda bókin það árið samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda. Frekar óvenjulegt er að …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Hvernig skipta Íslensk fyrirmenni á milli sýn múturgreiðslum visa 292 Sigurður Einarsson 900milljónir á tveim dögum í september 2019 eignaspjöll málatilbúnaður skjalafals misnotkun á dómstólum og neitun á áfríjun á máli? Davíð Oddson annar glæpasagnahöfundur og höfundur hrunsins (stolið frá höfundi stafrófsins) einn af frumkvöðlum múturþega í Íslenskum stjórnmálum fékk vinnu og efni gefins í einbýlishúsið sitt segja mér kunnugir úr byggingabransanum
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þau eru reyndar tvö sem skrifuðu þessa bók þannig að þetta er bara helmingurinn og auðvitað hefur verið einhver kostnaður sem hefur verið dreginn frá tekjum í þessum rekstri.

    Það sem ætti auðvitað að vekja athygli er, að ekki er greitt útsvar af fjármagnstekjum eins á er bent eru allir rithöfundar rekstraraðilar og greiða aðeins 22% í heildarskatt og greiða ekki af þessum tekjum í lífeyrissjóð. Stétt rithöfunda og bókaiðnaðurinn njóta verulegra ríkisstyrkja. Enginn stétt duglegri við barma sér og sífellt vælandi um meiri stuðning frá ríkissjóði.

    Það er auðvitað erfitt til þess að hugsa, að Katrín skuli vera í svona mikilli skuld eftir framboðið. Er sýnir svart á hvítu að peningaelítan og fyrirtækin hafa líklega lítið sem ekkert stutt framboð hennar.
    0
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    "í upphafi skyldi endinn skoða"
    0
  • Saevar Helgason skrifaði
    Og svo betlar hún pening af almenningi til að eiga fyrir framboði sínu til Forseta...?!?
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ráðherra á aldrei frí" ... sagði Margaret Thatcher.
    Katrín virðist hafa haft rúman tíma fyrir skrifin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár