Fyrrverandi forsætisráðherra græðir á ritstörfum

Þing­mennska og bóka­út­gáfa geta gef­ið vel af sér eins og sjá má á há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar í ár. Fjár­magn­s­tekj­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur voru tæp­ar 14 millj­ón­ir króna á síð­asta ári en þær skýr­ast af höf­und­ar­rétt­ar­greiðsl­um fyr­ir bók­ina Reykja­vík sem hún skrif­aði með Ragn­ari Jónas­syni ár­ið áð­ur.

Fyrrverandi forsætisráðherra græðir á ritstörfum
Lögmaður, rithöfundur, fyrrverandi stjórnmálamaður og rithöfundur Athygli vakti þegar forsætisráðherra gaf út spennusögu fyrir tveimur árum ásamt Ragnari Jónassyni. Bókin sló í gegn og varð sú söluhæsta það árið. Mynd: Baldur Kristjánsson

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna (VG), var tekjuhæst þeirra sem sátu á Alþingi árið 2023. Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra og formaður VG í apríl síðastliðnum þegar hún bauð sig fram til forseta þar sem Halla Tómasdóttir bar sigur úr býtum. 

Það sem vekur athygli er að fyrrverandi forsætisráðherra var með hæstu heildartekjurnar af þingmönnum og ráðherrum, eða rétt rúmar 49 milljónir. Meðaltekjur hennar á mánuði voru 2,9 milljónir króna og fjármagnstekjur á árinu voru 13,9 milljónir. 

13,9
miiljónir
fjármagnstekjur Katrínar á síðasta ári.

Í skriflegu svari Katrínar við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að um sé að ræða fjármagnstekjur vegna útgáfu á bók þeirra Ragnars Jónassonar, Reykjavík, í fjölmörgum löndum, en hún bendir í svarinu á að höfundarréttargreiðslur teljist til fjármagnstekna.

Mest selda bókin 2022

Bókin Reykjavík, sem kom út árið 2022, var mest selda bókin það árið samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda. Frekar óvenjulegt er að …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Hvernig skipta Íslensk fyrirmenni á milli sýn múturgreiðslum visa 292 Sigurður Einarsson 900milljónir á tveim dögum í september 2019 eignaspjöll málatilbúnaður skjalafals misnotkun á dómstólum og neitun á áfríjun á máli? Davíð Oddson annar glæpasagnahöfundur og höfundur hrunsins (stolið frá höfundi stafrófsins) einn af frumkvöðlum múturþega í Íslenskum stjórnmálum fékk vinnu og efni gefins í einbýlishúsið sitt segja mér kunnugir úr byggingabransanum
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þau eru reyndar tvö sem skrifuðu þessa bók þannig að þetta er bara helmingurinn og auðvitað hefur verið einhver kostnaður sem hefur verið dreginn frá tekjum í þessum rekstri.

    Það sem ætti auðvitað að vekja athygli er, að ekki er greitt útsvar af fjármagnstekjum eins á er bent eru allir rithöfundar rekstraraðilar og greiða aðeins 22% í heildarskatt og greiða ekki af þessum tekjum í lífeyrissjóð. Stétt rithöfunda og bókaiðnaðurinn njóta verulegra ríkisstyrkja. Enginn stétt duglegri við barma sér og sífellt vælandi um meiri stuðning frá ríkissjóði.

    Það er auðvitað erfitt til þess að hugsa, að Katrín skuli vera í svona mikilli skuld eftir framboðið. Er sýnir svart á hvítu að peningaelítan og fyrirtækin hafa líklega lítið sem ekkert stutt framboð hennar.
    0
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    "í upphafi skyldi endinn skoða"
    0
  • Saevar Helgason skrifaði
    Og svo betlar hún pening af almenningi til að eiga fyrir framboði sínu til Forseta...?!?
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ráðherra á aldrei frí" ... sagði Margaret Thatcher.
    Katrín virðist hafa haft rúman tíma fyrir skrifin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
3
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
8
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár