Á dögunum sóttu blaðamenn Heimildarinnar gögn um tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga úr álagningarskrá Skattsins sem telur alls 3.447 einstaklinga. Listinn er fyrir margar sakir áhugaverður, ekki aðeins vegna þess hverjir rötuðu inn á hann heldur líka hvernig hann er samsettur.
Eins og svo oft áður eru karlar í miklum meirihluta á listanum. Þá er einnig áhugavert að skoða störf þeirra og samsetningu á tekjum þeirra sem komast inn á listann.
Þá er einnig fróðlegt að skoða úr hvaða atvinnugreinum þeir tekjuhæstu koma og hvaða bæjarfélög eiga marga fulltrúa á listanum miðað við íbúafjölda. En hátekjulistar sem birtir eru á hverju ári eru gjarnan skoðaðir út frá þessum þáttum.
Nokkuð minna hefur þó borið á því að listinn sé skoðaður með tilliti til aldurs og kynslóðabila. Þegar það er gert má þó sjá áhugaverð mynstur. Meirihluti tekjuhæsta prósentsins er eldri en 50 …
Athugasemdir (1)