Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hann með 108 milljónir, hún með 12

Kon­ur eru í mikl­um minni­hluta á lista yf­ir tekju­hæsta eina pró­sent lands­ins. Þær kom­ast frek­ar á list­ann í gegn­um fjár­magn­s­tekj­ur en launa­tekj­ur en hæst­laun­aða kon­an var með níu sinn­um lægri mán­að­ar­laun en hæst­laun­aði karl­inn.

Hann með 108 milljónir, hún með 12
Verulegur launamunur Sú íslenska kona sem fékk hæstar launatekjur í fyrra er Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna, sem starfar jafnframt hjá Alvotech. Mánaðarlaun hennar voru um 12,7 milljónir á mánuði samkvæmt gögnum skattsins. Aftur á móti var hæstlaunaði karlmaðurinn, Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi tæknifyrirtækisins Uneo, með 108,6 milljónir í launatekjur mánaðarlega. Þannig voru hæstu launatekjur karls á listanum um níu sinnum hærri en hæstu tekjur konu.

Af þeim 3.445 sem fengu hæstar launa- og fjármagnstekjurnar í fyrra eru einungis 659 kvenkyns, eða 19 prósent listans. Heildartekjur karlmannanna fyrir síðasta ár voru ríflega 200 milljarðar en kvenna tæpir 50 milljarðar. 

Bæði meðaltal og miðgildi heildarárstekna karla og kvenna á listanum er mjög svipað, en meðaltal heildarárstekna á listanum er 72 til 73 milljónir króna og miðgildið tæpar 43 milljónir. 

Til þess að finna þrjár efstu konurnar á listanum þarf að teygja sig niður í 13. sæti heildarlistans. Í efsta sæti kvennamegin situr Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, en hún er í þriðja sæti heildarlistans og voru heildarárstekjur hennar fyrir síðasta ár 900 milljónum lægri en heildarárstekjur mannsins sem var í öðru sæti og tveimur milljörðum lægri en þess í fyrsta sæti. 

Þóra starfaði hjá útgerðarfélaginu Ósi sem Vinnslustöðin keypti í fyrra og hagnaðist Þóra og fjölskylda hennar – sérstaklega faðir hennar og aðaleigandi fyrirtækisins, Sigurjón Óskarsson, sem er skattakóngur …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár