Af þeim 3.445 sem fengu hæstar launa- og fjármagnstekjurnar í fyrra eru einungis 659 kvenkyns, eða 19 prósent listans. Heildartekjur karlmannanna fyrir síðasta ár voru ríflega 200 milljarðar en kvenna tæpir 50 milljarðar.
Bæði meðaltal og miðgildi heildarárstekna karla og kvenna á listanum er mjög svipað, en meðaltal heildarárstekna á listanum er 72 til 73 milljónir króna og miðgildið tæpar 43 milljónir.
Til þess að finna þrjár efstu konurnar á listanum þarf að teygja sig niður í 13. sæti heildarlistans. Í efsta sæti kvennamegin situr Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, en hún er í þriðja sæti heildarlistans og voru heildarárstekjur hennar fyrir síðasta ár 900 milljónum lægri en heildarárstekjur mannsins sem var í öðru sæti og tveimur milljörðum lægri en þess í fyrsta sæti.
Þóra starfaði hjá útgerðarfélaginu Ósi sem Vinnslustöðin keypti í fyrra og hagnaðist Þóra og fjölskylda hennar – sérstaklega faðir hennar og aðaleigandi fyrirtækisins, Sigurjón Óskarsson, sem er skattakóngur …
Athugasemdir