Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hann með 108 milljónir, hún með 12

Kon­ur eru í mikl­um minni­hluta á lista yf­ir tekju­hæsta eina pró­sent lands­ins. Þær kom­ast frek­ar á list­ann í gegn­um fjár­magn­s­tekj­ur en launa­tekj­ur en hæst­laun­aða kon­an var með níu sinn­um lægri mán­að­ar­laun en hæst­laun­aði karl­inn.

Hann með 108 milljónir, hún með 12
Verulegur launamunur Sú íslenska kona sem fékk hæstar launatekjur í fyrra er Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna, sem starfar jafnframt hjá Alvotech. Mánaðarlaun hennar voru um 12,7 milljónir á mánuði samkvæmt gögnum skattsins. Aftur á móti var hæstlaunaði karlmaðurinn, Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi tæknifyrirtækisins Uneo, með 108,6 milljónir í launatekjur mánaðarlega. Þannig voru hæstu launatekjur karls á listanum um níu sinnum hærri en hæstu tekjur konu.

Af þeim 3.445 sem fengu hæstar launa- og fjármagnstekjurnar í fyrra eru einungis 659 kvenkyns, eða 19 prósent listans. Heildartekjur karlmannanna fyrir síðasta ár voru ríflega 200 milljarðar en kvenna tæpir 50 milljarðar. 

Bæði meðaltal og miðgildi heildarárstekna karla og kvenna á listanum er mjög svipað, en meðaltal heildarárstekna á listanum er 72 til 73 milljónir króna og miðgildið tæpar 43 milljónir. 

Til þess að finna þrjár efstu konurnar á listanum þarf að teygja sig niður í 13. sæti heildarlistans. Í efsta sæti kvennamegin situr Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, en hún er í þriðja sæti heildarlistans og voru heildarárstekjur hennar fyrir síðasta ár 900 milljónum lægri en heildarárstekjur mannsins sem var í öðru sæti og tveimur milljörðum lægri en þess í fyrsta sæti. 

Þóra starfaði hjá útgerðarfélaginu Ósi sem Vinnslustöðin keypti í fyrra og hagnaðist Þóra og fjölskylda hennar – sérstaklega faðir hennar og aðaleigandi fyrirtækisins, Sigurjón Óskarsson, sem er skattakóngur …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár