Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hann með 108 milljónir, hún með 12

Kon­ur eru í mikl­um minni­hluta á lista yf­ir tekju­hæsta eina pró­sent lands­ins. Þær kom­ast frek­ar á list­ann í gegn­um fjár­magn­s­tekj­ur en launa­tekj­ur en hæst­laun­aða kon­an var með níu sinn­um lægri mán­að­ar­laun en hæst­laun­aði karl­inn.

Hann með 108 milljónir, hún með 12
Verulegur launamunur Sú íslenska kona sem fékk hæstar launatekjur í fyrra er Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna, sem starfar jafnframt hjá Alvotech. Mánaðarlaun hennar voru um 12,7 milljónir á mánuði samkvæmt gögnum skattsins. Aftur á móti var hæstlaunaði karlmaðurinn, Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi tæknifyrirtækisins Uneo, með 108,6 milljónir í launatekjur mánaðarlega. Þannig voru hæstu launatekjur karls á listanum um níu sinnum hærri en hæstu tekjur konu.

Af þeim 3.445 sem fengu hæstar launa- og fjármagnstekjurnar í fyrra eru einungis 659 kvenkyns, eða 19 prósent listans. Heildartekjur karlmannanna fyrir síðasta ár voru ríflega 200 milljarðar en kvenna tæpir 50 milljarðar. 

Bæði meðaltal og miðgildi heildarárstekna karla og kvenna á listanum er mjög svipað, en meðaltal heildarárstekna á listanum er 72 til 73 milljónir króna og miðgildið tæpar 43 milljónir. 

Til þess að finna þrjár efstu konurnar á listanum þarf að teygja sig niður í 13. sæti heildarlistans. Í efsta sæti kvennamegin situr Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, en hún er í þriðja sæti heildarlistans og voru heildarárstekjur hennar fyrir síðasta ár 900 milljónum lægri en heildarárstekjur mannsins sem var í öðru sæti og tveimur milljörðum lægri en þess í fyrsta sæti. 

Þóra starfaði hjá útgerðarfélaginu Ósi sem Vinnslustöðin keypti í fyrra og hagnaðist Þóra og fjölskylda hennar – sérstaklega faðir hennar og aðaleigandi fyrirtækisins, Sigurjón Óskarsson, sem er skattakóngur …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár