Sigfús Kristinsson, byggingameistari og byggingastjóri á Selfossi, er í sæti númer 1.200 á hátekjulista Heimildarinnar. Á listanum eru aðeins fjórar manneskjur sem eru eldri en hann. Sigfús er 92 ára og byrjaði að smíða þegar hann var átján ára. Það var árið 1950.
Flestir Selfyssingar og nærsveitafólk kannast við Sigfús, eða Fúsa Kristins, eins og hann er oftast kallaður. Hann hefur enda komið að byggingu mikils fjölda húsa á Suðurlandi í 74 ár. Hann byggði meðal annars Fjölbrautaskóla Suðurlands, Sjúkrahús Suðurlands, íþróttahúsið á Laugarvatni og vöruhús Kaupfélags Árnesinga.
„Nei, blessuð vertu, ég er enn að smíða,“ segir Sigfús spurður hvort hann sé búinn að leggja hamarinn á hilluna. „Ég hef ekki mikið hugsað um heilsuna. Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki haft tíma til þess en er nú samt við hestaheilsu,“ segir Sigfús og bætir við að hann hafi …
Athugasemdir (1)