Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Var eignalaus og verður eignalaus

Sig­fúsi Krist­ins­syni, bygg­inga­meist­ara á Sel­fossi, finnst illa far­ið með skatt­pen­inga sína. Ráða­menn ráði ekki við verk­efn­ið. Hann seg­ist hafa kom­ið inn í þetta líf eigna­laus og verði eigna­laus eft­ir að hann hverfi yf­ir móð­una miklu. „Ég á fimm börn. Þau fá að ríf­ast um eign­ir og pen­inga sem ég skil eft­ir.“

Var eignalaus og verður eignalaus
„Nei blessuð vertu, ég er enn að smíða“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari byrjaði að smíða þegar hann var 18 ára. Það var árið 1950. Á tekjulista Heimildarinnar eru aðeins fjórar manneskjur eldri en Sigfús sem var með rúmar 50 milljónir í heildarárstekjur í fyrra. Mynd: sunnlenska.is

Sigfús Kristinsson, byggingameistari og byggingastjóri á Selfossi, er í sæti númer 1.200 á hátekjulista Heimildarinnar. Á listanum eru aðeins fjórar manneskjur sem eru eldri en hann. Sigfús er 92 ára og byrjaði að smíða þegar hann var átján ára. Það var árið 1950.

Flestir Selfyssingar og nærsveitafólk kannast við Sigfús, eða Fúsa Kristins, eins og hann er oftast kallaður. Hann hefur enda komið að byggingu mikils fjölda húsa á Suðurlandi í 74 ár. Hann byggði meðal annars Fjölbrautaskóla Suðurlands, Sjúkrahús Suðurlands, íþróttahúsið á Laugarvatni og vöruhús Kaupfélags Árnesinga. 

„Nei, blessuð vertu, ég er enn að smíða,“ segir Sigfús spurður hvort hann sé búinn að leggja hamarinn á hilluna. Ég hef ekki mikið hugsað um heilsuna. Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki haft tíma til þess en er nú samt við hestaheilsu,“ segir Sigfús og bætir við að hann hafi …

Kjósa
74
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu