Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verri staða Íslands birtist í nýju tölunum

Sjálf­bærni hag­kerf­is­ins minnk­ar og Ís­land er eft­ir­bát­ur við­skiptalanda þeg­ar kem­ur að verð­bólgu, hag­vexti og vöxt­um. Þetta má greina á nýj­um töl­um Seðla­bank­ans til rök­stuðn­ings óbreyttra stýri­vaxta.

Verri staða Íslands birtist í nýju tölunum
Seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson sagði í morgun að launahækkanir og aðgerðir ríkisins til þess að auka kaupmátt hefðu haft verri áhrif á verðbólguna en búist var við. Þó er húsnæðisliðurinn sagður orsaka helming hennar. Mynd: Bára Huld Beck

Nýjar spátölur frá Seðlabankanum draga upp dekkri mynd af útlitinu fyrir hagkerfi Íslands heldur en fyrri tölur í maí. Tölurnar sýna að Ísland stendur verr en helstu viðmiðunarlönd þegar kemur að verðbólgu, hagvexti og vöxtum. Sjálfbærni hagkerfisins minnkar með minni útflutningi og meiri einkaneyslu.

Samkvæmt útreikningum Seðlabankans ber húsnæðiskostnaður ábyrgð á helmingi verðbólgunnar, en peningastefnunefnd bankans ákveður engu að síður að fresta lækkun þess vaxtakostnaðar og halda þess í stað stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% eftir heilt ár í sömu tölu.

Háir vextir og rýr hagvöxtur

Þetta þýðir að stýrivextir á Íslandi verða áfram mun hærri en í viðmiðunarlöndum. Til samanburðar hafa vextirnir í Danmörku og Svíþjóð verið lækkaðir í 3,35% og 3,5%, en í Noregi 4,5%. Stýrivextir hérlendis eru nálægt Kyrgistan, Tadjikistan, Hvíta-Rússlandi (Belarús), Úganda og Úrugvæ. Engin Evrópulönd eru með hærri stýrivexti en Ísland ef frá eru talin Belarús og svo Úkraína og Rússland sem nú eru í stríði. …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BOO
    Barbara Osk Olafsdottir skrifaði
    Svona röksemdafærsla heitir að kasta ryki í augun á fólki. Það er ekki hægt að líkja saman verðbólgutölum við önnur Evrópulönd þar sem ekki telst eðlilegt að hafa breytingar á fasteignaverði í verðbólgutölum. Svo ef fasteignaverð er helmingurinn af verðbólgunni þá er verðbólgan helmingi lægri í samanburði. Svo það sem eiginlega er verið að gera á Íslandi er að ræna venjulegt fólk mestöllu sem það á með lánahækkunum í krafti verðtryggingar. Þetta er gert á nokkurra ára fresti.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Aukinn kaupmáttur? hvernig má það vera í þessari verðbólgu og dýrtíð? Eru þetta meðaltalstölur?
    1
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Sama og með aukna einkaneyslu. Villandi tölur því ekki er bara stuðst við nauðsynlegt og nægjanlegt I gagnaöflun. Svo 50 % villa kæmi ekki a óvart. Hefur gerst áður og stafar af óvönduðum og ófullnægjandi gagnaöflun. Þau eru ekki sannreynd.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár