Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þjóðhátíð farin að kosta Heilbrigðisstofnunina ,,heilu stöðugildin á ársgrundvelli“

Dí­ana Ósk­ars­dótt­ir, for­stjóri Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­lands seg­ir að stofn­un­in fái ekk­ert auka­fjár­magn vegna Þjóð­há­tíð­ar. Há­tíð­in sé far­in að kosta stofn­un­ina sem nemi heilu stöðu­gild­un­um á árs­grund­velli. Móts­hald­ar­ar þurfi að taka meiri þátt í kostn­aði vegna heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Þetta sé ágrein­ings­mál á hverju ári. Heil­brigð­is­starfs­fólk á há­tíð­inni vinni af­ar gott starf við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Þjóðhátíð farin að kosta Heilbrigðisstofnunina ,,heilu stöðugildin á ársgrundvelli“
Segir heilbrigðisstofnunum gert að bregðast við vegna útihátíða - án samtals. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir að taka verði upp umræðu um að heilbrigðisstofnanir hafi eitthvað um útihátíðir að segja. Ætlast sé til að þær bregðist við án samtals. Sem stofnanirnar geri árlega og það vel. Mynd: b''

Löggæsla og heilbrigðisþjónusta á Þjóðhátíð hafa verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að Heimildin birti í vikunni viðtöl við foreldra tveggja ungra manna sem urðu þar fyrir alvarlegum líkamsárásum.

Sauma þurfti 38 spor í andlit annars þeirra en hann var laminn í andlitið með glerflösku þar sem hann var að labba til vina sinna í dalnum, að sögn móður hans. Sonur hennar er 19 ára.  Hinn ungi maðurinn sem er 21 árs nef- og ennibrotnaði. Faðir hans segir að ókunnugur maður hafi skyndilega ráðist á hann, skallaði hann og kýlt hann margsinnis í andlitið.

Illa skorinn í andliti eftir árás á ÞjóðhátíðSauma þurfti 38 spor í andlit unga mannsins sem er 19 ára. Mamma hans segir að ráðist hafi verið á hann með glerflösku í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina

Foreldrarnir segja þá eiga fyrir höndum strangt bataferli. Móðirin og faðirinn gagnrýna að árásirnar hafi ekki verið skráðar í dagbók lögreglu í Vestmannaeyjum. Þau segjast einnig afar ósátt við að þeir hafi verið sendir út úr sjúkraskýlinu í dalnum eftir að gert hafði verið að sárum þeirra en það tók tvær klukkustundir að sauma unga manninn sem ráðist var á með glerflösku að sögn móður hans.

Báðir hafi fengið þung höfuðhögg og  foreldrarnir gagnrýna að þeim hafi verið vísað út úr sjúkratjaldinu“ eftir að búið var að sauma þá. „Fagfólk á staðnum setti ungu mennina, sem voru með mikla áverka og höfðu fengið þung höfuðhögg, á guð og gaddinn,“ segir móðir 19 ára mannsins.  Þau segja einnig að það hafi reynst erfitt að fá að leggja fram kæru.

Vilja velta við öllum steinum

Móðirin segir að skriður hafi ekki komist á málin fyrr en eftir mikla eftirfylgni hennar og þegar lögreglumenn hafi áttað sig á alvarleika árásarinnar. Þegar lögregla var búin að fá atvikalýsingu var hún sammála um að hraða þyrfti málsmeðferðinni og skýrslutökum var þá flýtt,“  segir hún en fyrst hafi ungu mennirnir fengið tíma í kærumóttöku 4. og 5. september en þá hefði verið liðinn mánuður frá því að ráðist var á þá.

Ennis- og nefbrotinnRáðist var á manninn á Þjóðhátíð. Hann er 21 árs. Pabbi hans segir að hann eigi fyrir höndum strangt bataferli.

Foreldrarnir segja að nú séu málin komin í réttan farveg.

Þau vilja velta við öllum steinum enda telja þau að bæta þurfi verkferla vegna Þjóðhátíðar þannig að gestir hátíðarinnar geti í framtíðinni treyst því að gæsla sé vel mönnuð sem og sjúkraskýlið og að lögregla bregðist strax við og skrái alvarleg atvik. 

Lögreglustjórinn í Eyjum og forstjóri HSU funda um málið 

Í samtali við Heimildina á fimmtudag sagði Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum að samkvæmt verklagi lögreglu ætti alltaf að taka mál, þar sem árás hafi sannarlega verið framin, til rannsóknar án tafar. 

Lögreglustjórinn og forstjórinn hafa rætt saman í síma um árásirnarKarl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU ætla að hittast á næstu dögum til að ræða verklag vegna líkamsárása sem áttu sér stað á Þjóðhátíð

Spurður hvers vegna árásirnar tvær hafi ekki verið skráðar í dagbók lögreglu sagði Karl Gauti að það þurfi að kanna það betur. Kanna hvort einhverjir lögreglumenn hafi fengi vitneskju um þetta og hverslags vitneskju.

Þá sagði hann að í tilefni af þessum tveimur atvikum þyrfti að fara yfir feril slíkra mála með heilbrigðisstarfsfólki í dalnum þannig að öll vitneskja um alvarlegar líkamsárásir berist til réttra aðila.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir í samtali við Heimildina að hún og Karl Gauti hafi rætt þessi mál símleiðis daginn eftir umfjöllunina og ætli að hittast og funda um þetta sérstaklega á næstunni. Við ætlum að fara yfir hverju við getum skerpt á varðandi samskipti lögreglumanna og heilbrigðisstarfsfólks.

Þegar hún er spurð hvort mistök hafi verið gerð þegar ungu mennirnir voru sendir út úr sjúkratjaldinu eftir að gert hafði verið að sárum þeirra segist hún ekki getað rætt þessi tilfelli sérstaklega en að almennt sé það svo að heilbrigðisstarfsfólk geti ekki annað en bent fólki á að kæra eða leita til lögreglu. Þetta eigi við um fullorðið fólk. 

En svo er spurning með svona hátíð eins og Þjóðhátíð er. Við ræddum það líka ég og Karl Gauti. Þetta eru alvarleg mál sem þarf að rannsaka og kannski þarf annað verklag en almennt séð þarf manneskjan sem verður fyrir ofbeldi að samþykkja það að lögreglu sé gert viðvart. Við getum ekki þvingað fólk til þess. Við viljum að fólk treysti okkur.

„Við vísum ekki fólki frá okkur sem er í hættu“
Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU

Hún segir að fólki sé ekki vísað frá ef grunur sé um alvarlega áverka 

En fólk verður að vilja fá þjónustuna og aftur er ég að tala almennt ekki um þessi tilvik,“ segir Díana.  

Blk: En ef fólk er illa áttað? 

Díana: Ég get ekki svarað neinu varðandi þessi tilfellum en það er ferli sem fer í gang og ég vil meina að við vísum ekki fólki frá okkur sem er í hættu. Það er ekki verklagið hjá okkur ef grunur um eitthvað alvarlegt.

Eins og að flytja alla íbúa Garðabæjar til Eyja

Díana segir að það hafi verið mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki eins og ávallt á Þjóðhátíð og spurð hvort það geti boðið heim hættu á mistökum segir hún: Hvað þessi mál varðar get ég ekki tekið undir það miðað við þær upplýsingar sem ég hef. En öll tilvik sem til okkar koma eru sett í sjúkraskrá. Við getum ekki rætt þessi mál en hver og einn getur sóst eftir því að fá að sjá sínar skráningar. Þar er hægt að lesa um allt ferlið.

Hún segir að það hafi verið mjög erilsamt og stöðugur straumur fólks inn í sjúkraskýlið og á heilsugæslustöðina í Eyjum. 

Spurð hvernig heilbrigðisstofnuninni gangi að ráða við álagið á Þjóðhátíð þegar fjöldi fólks í Vestmannaeyjum margfaldast eina helgi á ári segir Díana það mikla áskorun. Venjulega erum við að þjónusta 4.500 manna íbúasvæði en þarna erum við komin með 15-20 þúsund manns á eina helgi á þennan litla blett þannig að við erum alveg með tífalda mönnun miðað við venjulega helgi.  

„Kostnaðurinn hleypur vel á annan tug milljóna“
Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU
segir að stofnunin horfi á eftir miklum fjármunum í Þjóðhátíð á hverju ári

Hún segir að allt starfsfólkið sé að vinna afar gott starf við erfiðar aðstæður.  Þetta er eins og við værum að flytja allan Garðarbæ hingað í einu lagi eða rúmlega íbúafjölda Árborgar. Það er meira en að segja það að fá allan þennan hóp til Vestmannaeyja. Svo er aðstaðan sem slík ekki byggð upp fyrir svona stóra hátíð. Við erum með húsnæði þar sem vanalega gengur vel að sinna um fimm þúsund þúsund ferðamönnum en þetta er engin venjuleg breyting hvert ár um um þessa helgi.

Þrátt fyrir þetta telji hún að heilbrigðisþjónustan sé mjög góð. Fólkið mitt að gera eins vel og það getur og það gerir þetta vel.

Ekkert aukafjármagn til HSU vegna Þjóðhátíðar

En fær Heilbrigðisstofnun Suðurlands aukafjármagn vegna Þjóðhátíðar? Við fáum ekki aukafjármagn í þetta, nei. Við erum að taka þetta af okkar föstu fjárlögum og það er ekki greitt sérstaklega fyrir þennan viðburð.

Blk: Hvað finnst þér um það? 

Díana: Já það er nú það. Þetta er baráttumál hjá mér. Við vekjum athygli á þessu, alveg sama hvort það er Þjóðhátið eða önnur hátíð þá finnst okkur að mótshaldarar eigi að taka meiri þátt í þessum kostnaði. Þetta snýst um öryggi allra. 

„Virðist sem ætlast sé til að við bregðumst við án samtals“
Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU
segir dæmi um að útihátíðum sé skellt á og heilbrigðisstofnunum sé gert að bregðast við án samtals

Hún segir að stofnunin horfi á eftir miklum fjármunum í Þjóðhátíð. Þetta er farið að kosta okkur heilu stöðugildin á ársgrundvelli.

Þetta hafi áhrif á starfsemi HSU allt árið. Það sé mjög dýrt fyrir stofnunina að manna heilbrigðisþjónustuna á Þjóðhátíð. Við þurfum að greiða allan kostnað við að flytja heilbrigðisstarfsfólk til Eyja, finna fyrir það húsnæði og greiða fyrir það. Þá flytjum við líka öryggisverði til Eyja.“ Þeir hafi þann starfa að vernda bæði heilbrigðisstarfsfólk og stýra flæði fólks inn á heilsugæsluna og sjúkrahúsið. Við dreifum fólkinu okkar bæði inn á heilsugæslu og niður í dal til að vera nær fólkinu þar sem er stöðugt rennsli til okkar þessa helgi því annars myndum við ekki anna því öllu á heilsugæslustöðinni.

Ágreiningsmál á hverju ári

Díana segir að mikill metnaður sé lagður í undirbúning fyrir hátíðina.  Þannig að þetta er gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona helgi fyrir okkur.

Spurð hvað helgin kosti stofnunina segir Díana „Kostnaðurinn hleypur vel á annan tug milljóna.

HSU horfi á eftir miklum fjármunum í Þjóðhátíð Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir kostnað stofnunarinnar vegna Þjóðhátíðar taka verulega í.

Hún segir að mótshaldarar taki að einhverju leyti þátt í kostnaði. „En það er bara brotabrot af því sem við leggjum út í þessa helgi. Þetta er í raun ágreiningsmál á hverju ári af því að það er engin reglugerð sem segir til um hvernig þetta á að vera. 

Heimildin hefur skoðað leyfisbréf vegna Þjóðhátíðar 2024.  Heilbrigðisþjónustan er nefnd þar í útihátíðar- og skemmtanaleyfisbréfi en ekki er að sjá að HSU veiti umsögn um hátíðina en það gera hins vegar meðal annars heilbrigðiseftirlit og slökkvilið.

„Jú það er rétt hjá þér og ég er búin að vekja athygli á þessu. Það er eins og þessi umræða hafi gleymst og þetta er svona á landsvísu.

Spurð hvaða umræðu hún sé að vísa til segir Díana, „að heilbrigðisstofnanir hafi eitthvað um útihátíðir að segja. Það þarf að tryggja að það sé tekið samtal líka. Því að það er kannski skellt á einhverri hátíð og við vitum að það er Þjóðhátíð á hverju ári en það virðist sem ætlast sé til að við bregðumst við án samtals. Sem við gerum að sjálfsögðu og gerum það vel,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.   

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Núna er það þannig að um hverja einustu helgi þá er sami fjöldi saman komin í miðbæ Reykjavíkur með tilheirandi ofbeld. Nú langar mig að spurja eru pöbbaeigendur og aðrir skemtanaaðilar þar rukkaðir fyrir heilbrigðisþjónustu eða löggæslu
    -1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Unglingar af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni eiga ekki að standa undir rekstri björgunar-og íþróttafélaga í eyjum.
    0
  • SB
    Snorri Böðvarsson skrifaði
    leggja þettað niður þessa ofbeldissamkomu
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
1
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
6
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár