Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verulegur munur á stöðu kvenna eftir launum og menntun

Lág­launa­kon­ur eiga ekki ein­ung­is mun erf­ið­ara með að ná end­um sam­an en þær sem fá hærri laun held­ur eru þær líka óham­ingju­sam­ari og meta heilsu sína verri. Ný skýrsla Vörðu dreg­ur fram veru­leg­an mun á stöðu kvenna í ís­lensku sam­fé­lagi.

Verulegur munur á stöðu kvenna eftir launum og menntun
Fátækt Átta prósent kvenna sem eru bara með grunnskólaprófa hafa þurft að neita sér frekar eða oft um mat svo börnin þeirra fái nóg að borða, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Mynd: Kristinn Magnússon

Verulegur munur er á stöðu kvenna í íslensku samfélagi eftir menntunarstöðu annars vegar og launum hins vegar. Konur sem eru einungis með grunnskólapróf eða sambærilega menntun, rétt eins og konur með laun sem eru lægri en 499 þúsund, eru mun líklegri en meira menntaðar og hærra launaðar konur til þess að neita sér um lífsgæði eins og næringarríkan mat og menntun sem þær langar að sækja sér.

Einungis um eitt prósent kvenna með laun sem eru hærri en 800 þúsund krónur höfðu á sama tíma þurft að neita sér um slík lífsgæði vegna fjárskorts. 

„Konur með lág laun meta hamingju sína minni en konur með hærri laun. Skýrt mynstur er milli launaflokka og hamingju“
Úr rannsókn Vörðu og HA

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, og Háskólans á Akureyri um ójöfnuð meðal kvenna í íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar voru kynntar í húsnæði Alþýðusambands Íslands í morgun.

Þar var staða kvenna skoðuð út frá stétt, launum og menntun. Í rannsókninni kemur  fram að konur sem eru einungis með grunnskólapróf og konur sem eru á launum sem eru undir 500 þúsund krónum hafa það hvað verst þegar litið er til fjárhags, hamingju og líkamlegrar heilsu. 

Tuttugu prósent eiga erfitt með að ná endum saman

Rúm 20 prósent kvenna með svo lág laun eiga frekar eða mjög erfitt með að ná endum saman á meðan hlutfallið er níu prósent á meðal kvenna á meðalháum launum (500 til 700 þúsund krónum) og eitt prósent hjá konum sem fá 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun. 

Þá eru konur sem eru einungis með grunnskólapróf eða sambærilega menntun líklegastar til þess að búa við efnislegan skort á meðan konur með háskólamenntun búa síst við efnislegan skort. 6,6 prósent kvenna með grunnskólapróf eða sambærilega menntun eru í vanskilum á leigu eða lánum, 24 prósent þeirra hafa ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldu sinni og svipað hlutfall þeirra getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. Svipaða sögu er að segja af konum með lægstu launin – undir 500 þúsund krónum. 

Þegar kemur að eignum eiga einungis 12 til 15 prósent kvenna sem eru með minni menntun en háskólapróf hlutabréf eða eignir sem þær hafa tekjur af (t.d. leigueignir) en 28 prósent kvenna með háskólamenntun. 

92 prósent kvenna með há laun í eigin húsnæði

Konur á lágum launum eru aftur á móti ólíklegri til þess að búa í eigin húsnæði en konur á háum launum. 56 prósent láglaunakvenna búa í eigin húsnæði og um 40 prósent þeirra eru á leigumarkaði á meðan 92 prósent hálaunakvenna búa í eigin húsnæði og einungis um 7 prósent á leigumarkaði. 

Í einni af spurningunum í rannsókn Vörðu var vikið að framtíðinni. Þá svöruðu konur með lág laun því frekar til að lífskjör þeirra muni líklega versna nokkuð eða mikið á næsta árinu, eða um 16 prósent, á meðan 8 prósent hálaunakvenna sögðu hið sama. Stærstur hluti beggja hópa telur að lífskjörin muni standa í stað en láglaunakonurnar eru ekki bara ívið svartsýnni en hálaunakonurnar heldur einnig bjartsýnni þar sem 35 prósent þeirra telja að lífskjör þeirra muni batna nokkuð eða mikið á meðan 25 prósent hálaunakvenna svara spurningunni þannig.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár