Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall í Kjalarnessprófastsdæmi. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. október n.k.
Tíu umsóknir bárust:
Sr. Dagur Fannar Magnússon
Bjarki Geirdal Guðfinnsson, mag. Theol.
Átta umsækjendur óska nafnleyndar.“
Þetta kemur fram í frétt á vef þjóðkirkjunnar. Þar eru þrjár aðrar fréttir þar sem óskað eftir prestum til þjónustu.
Fram kemur að fimm umsóknir hafi borist vegna þjónustu við Skálholtsprestakall. Séra Arnaldur Máni Finnsson er einn umsækjenda en hinir fjórir óska nafnleyndar.
Fimm umsóknir bárust einnig vegna Breiðabólsstaðarprestakalls. Séra Jóhanna Magnúsdóttir og séra Kristján Arason sækja um stöðuna en þrír umsækjendur óska nafnleyndar.
Þá bárust tvær umsóknir vegna þjónustu við Víkurprestakall. Séra Jóhanna Magnúsdóttir sækir um stöðuna og einn óskar nafnleyndar.
Ekki lengur starfsfólk ríkisins
Veigamikil breyting varð á þjóðkirkjunni þegar ný heildarlög um hana voru samþykkt á Alþingi fyrir þremur árum, breytingarnar sem urðu með gildistöku þeirra miða …
Það getur ekki verið skemmtilegt að snúa tilbaka í gamla brauðið eftir að hafa verið niðurlægður í prestskosningum.