Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mesti sjávarhiti í 400 ár ógnar tilvist Kóralrifsins mikla

Hóp­ur ástr­alskra vís­inda­manna safn­aði bor­kjörn­um úr Kór­alrif­inu mikla, las í „ár­hringi“ kór­all­anna og komst að slá­andi nið­ur­stöðu.

Mesti sjávarhiti í 400 ár ógnar tilvist Kóralrifsins mikla
Skjaldbaka á sundi við Lizard-eyju sem er hluti af Kóralrifinu mikla í apríl á þessu ári. Mynd: AFP

Sjávarhiti í og við Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu hefur ekki verið meiri í 400 ár. Þetta er hægt að lesa úr nokkurs konar „árhringjum“ kórallanna. Nálgun þessari, til að meta áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum, hefur sjaldan verið beitt en sýnir, að mati vísindamannanna sem hana framkvæmdu, að álag á þetta stærsta staka vistkerfi jarðar hefur ekki verið meira í margar aldir.

„Jörðin er að tapa einu helsta kennileiti sínu“
Benjamin Henley,
Háskólanum í Melbourne.

Kóralrifið mikla teygir sig um 2.400 kílómetra undan ströndum Queensland-fylkis í Ástralíu. Það hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1981. Undanfarin ár hefur fölnun þess, sem er að einhverju leyti hluti af náttúrulegu ferli, verið meiri og varað lengur en áður þekktist. Skýringin er sögð hækkandi sjávarhiti. Og þegar betur er að gáð, líkt og hópur vísindamanna úr háskólum víðsvegar um Ástralíu hefur nú gert, var hitastigið í og við rifið stöðugt í hundruð ára en hóf að hækka óeðlilega um aldamótin 1900. Þá hækkun, sem enn er í gangi, má rekja til mannanna verka að mati vísindahópsins.

Til að komast að þessum niðurstöðum sínum voru nýttir borkjarnar úr kóröllum rifsins sem reyndust geyma í sér upplýsingar um sumarhita hafsins aftur til ársins 1618. Til viðbótar voru notaðar margvísleg önnur gögn, m.a. úr gervitunglum og frá skipum.

Frá árinu 2016 hefur mikil fölnun (e. bleaching) átt sér stað fimm sinnum á Kóralrifinu mikla. Fölunin er viðbragð við álagi vegna hita og ef hún stendur lengi endar ferlið með dauða kórallanna. „Jörðin er að tapa einu helsta kennileiti sínu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Benjamin Henley, vísindamanni við Háskólann í Melbourne og einum höfunda rannsóknarinnar.

Kóralrif gegna margvíslegu hlutverki. Þau vernda t.d. strandir við landrofi, eru heimkynni þúsunda tegunda fiska og annarra lífvera og eru í seinni tíð mikilvæg tekjulind í ferðaþjónustu.

Umfangsmikil fölnun hefur orðið á kóralrifjum á 54 svæðum í heiminum frá því í febrúar í fyrra. Það ár var það heitasta í sögunni og útlit er fyrir að árið í ár slái það met.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár