Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Mesti sjávarhiti í 400 ár ógnar tilvist Kóralrifsins mikla

Hóp­ur ástr­alskra vís­inda­manna safn­aði bor­kjörn­um úr Kór­alrif­inu mikla, las í „ár­hringi“ kór­all­anna og komst að slá­andi nið­ur­stöðu.

Mesti sjávarhiti í 400 ár ógnar tilvist Kóralrifsins mikla
Skjaldbaka á sundi við Lizard-eyju sem er hluti af Kóralrifinu mikla í apríl á þessu ári. Mynd: AFP

Sjávarhiti í og við Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu hefur ekki verið meiri í 400 ár. Þetta er hægt að lesa úr nokkurs konar „árhringjum“ kórallanna. Nálgun þessari, til að meta áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum, hefur sjaldan verið beitt en sýnir, að mati vísindamannanna sem hana framkvæmdu, að álag á þetta stærsta staka vistkerfi jarðar hefur ekki verið meira í margar aldir.

„Jörðin er að tapa einu helsta kennileiti sínu“
Benjamin Henley,
Háskólanum í Melbourne.

Kóralrifið mikla teygir sig um 2.400 kílómetra undan ströndum Queensland-fylkis í Ástralíu. Það hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1981. Undanfarin ár hefur fölnun þess, sem er að einhverju leyti hluti af náttúrulegu ferli, verið meiri og varað lengur en áður þekktist. Skýringin er sögð hækkandi sjávarhiti. Og þegar betur er að gáð, líkt og hópur vísindamanna úr háskólum víðsvegar um Ástralíu hefur nú gert, var hitastigið í og við rifið stöðugt í hundruð ára en hóf að hækka óeðlilega um aldamótin 1900. Þá hækkun, sem enn er í gangi, má rekja til mannanna verka að mati vísindahópsins.

Til að komast að þessum niðurstöðum sínum voru nýttir borkjarnar úr kóröllum rifsins sem reyndust geyma í sér upplýsingar um sumarhita hafsins aftur til ársins 1618. Til viðbótar voru notaðar margvísleg önnur gögn, m.a. úr gervitunglum og frá skipum.

Frá árinu 2016 hefur mikil fölnun (e. bleaching) átt sér stað fimm sinnum á Kóralrifinu mikla. Fölunin er viðbragð við álagi vegna hita og ef hún stendur lengi endar ferlið með dauða kórallanna. „Jörðin er að tapa einu helsta kennileiti sínu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Benjamin Henley, vísindamanni við Háskólann í Melbourne og einum höfunda rannsóknarinnar.

Kóralrif gegna margvíslegu hlutverki. Þau vernda t.d. strandir við landrofi, eru heimkynni þúsunda tegunda fiska og annarra lífvera og eru í seinni tíð mikilvæg tekjulind í ferðaþjónustu.

Umfangsmikil fölnun hefur orðið á kóralrifjum á 54 svæðum í heiminum frá því í febrúar í fyrra. Það ár var það heitasta í sögunni og útlit er fyrir að árið í ár slái það met.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
3
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Illugi Jökulsson
4
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
8
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
3
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár