
Í fyrsta þætti Á vettvangi fjallaði ég um barnaníðinginn Ágúst Magnússon sem fékk fimm ára dóm vegna kynferðisbrota gegn sex ungum drengjum á aldrinum 14 til 18 ára árið 2004. Ágúst bjó á áfangaheimilinu Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun dómsins þegar hann setti sig í samband við tálbeitu Kompáss sem sagðist vera 13 ára stúlka. Ágúst kom í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur til að hitta stúlkuna. Brotaviljinn var skýr því í samskiptum við tálbeituna lýsti hann því hvernig hann ætlaði að brjóta gegn henni. Sem betur fer voru það starfsmenn Kompáss sem tóku á móti Ágústi en ekki ung stúlka og eftir afhjúpunina var Ágúst fluttur aftur á Litla hraun þar sem honum var gert að sitja af s …
Athugasemdir