Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Smásölurisi hagnast um tæpan milljarð á ársfjórðungi

Festi, fé­lag­ið sem rek­ur Krón­una, N1 og El­ko, spá­ir 800 millj­ón króna hærri af­komu á ár­inu eft­ir kaup á Lyfju fyr­ir 7,1 millj­arð króna.

Smásölurisi hagnast um tæpan milljarð á ársfjórðungi
Krónan Verslunin, sem Festi rekur, er með 38 prósenta markaðshlutdeild samkvæmt Gallup. Mynd: Davíð Þór

Festi, móðurfélag Krónunnar, N1, Elko og Lyfju, hagnaðist um 953 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Jókst hagnaðurinn um 215 milljónir miðað við sama ársfjórðung í fyrra.

Þetta kom fram í uppgjörstilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í gær. Rekstrarhagnaður Festi fyrir afskriftir (EBITDA) á ársfjórðungnum nam 2,9 milljörðum króna og jókst um 13,8 prósent á milli ára. Þá er EBITDA-afkomuspá félagsins hækkuð um 800 milljónir á árinu vegna kaupa félagsins á Lyfju.

Félagið gekk frá kaupunum í júlí með rúmlega 5 milljarða króna greiðslu auk hlutafjár. Alls nam kaupverðið um 7,1 milljarða króna. Býst félagið við að sameiningin muni skila 2-400 milljónum króna vegna samlegðaráhrifa í rekstri.

Krónan aldrei stærri á matvörumarkaði

Krónan hefur aldrei haft stærri markaðshlutdeild, að því fram kemur í tilkynningunni, og mælist hún nú 38 prósent samkvæmt Gallup. Jókst hagnaður Krónunnar á öðrum ársfjórðungi um þriðjung á milli ára og nam alls 553 milljónum króna.

Innlend kortavelta hjá Festi jókst um 8 prósent á milli ára en erlend kortavelta dróst saman um 3,3 prósent. Þróun ferðaþjónustunnar er einn af þeim óvissuþáttum sem nefndur er í tilkynningunni.

Fjöldi bensínlítra sem olíufélag Festi, N1, seldi hefur einnig aukist um 2,7 prósent á milli ára. N1 hagnaðist um 220 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi, sem nemur 141 prósent hækkun frá sama ársfjórðungi árið 2023. Ýmir Örn Finnbogason lét nýverið af störfum sem forstjóri N1 og segir í tilkynningunni að auglýst verði eftir nýjum forstjóra til að taka við í haust.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Ekki skrítið að vöruverðið hækki!
    1
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Það er ekkert verið að slá af álagningunni! Hagnaður aukist um 13.8% milli ára. Öllu velt út í verðlagið og vel það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár